Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 11.02.2022, Qupperneq 1
2 9 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 1 . F E B R Ú A R 2 0 2 2 Engin Madonna án Betty Davis Frikki Dór opnar hlið gleðinnar Lífið ➤ 20 Lífið ➤ 22 lyaver.is Netapótek Lyavers ENYAQ iV RAFMAGNAÐUR 412 til 534 km drægni (WLTP) HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/skodasalur FÆST EINNIG FJÓRHJÓLADRIFINN Verð frá 5.790.000 kr. Lögreglan segir það stórkost­ legan árangur í vondri stöðu að ná að koma öllum fjórum á land úr Þingvallavatni í gær. Þetta hafi verið ein erfiðasta aðgerð allra tíma. bth@frettabladid.is BJÖRGUN Mikið afrek var unnið í gær í einhverri f lóknustu og erfið­ ustu björgunaraðgerð sem sögur fara af hér á landi, þegar kafarar komu öllum hinum látnu á land úr Þingvallavatni, eftir f lugslysið í síðustu viku. Nýttur var kaf bátur með myndavél og griparmi og tóku kafarar svo við. „Með því að vinna þetta skipu­ lega held ég að við höfum komið í veg fyrir að hætta skapaðist,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sem stjórnaði aðgerð­ um, í samtali við Fréttablaðið rétt fyrir prentun í gærkvöld. „Það er öllum létt, þetta er langt umfram það sem við gerðum okkur vonir um í síðustu viku að gæti gerst. Þetta er stórkostlegur árangur í mjög vondri stöðu,“ segir Oddur. Kennsl höfðu verið borin á tvo menn af fjórum þegar blaðið fór í prentun og var stefnt að því að ætt­ ingjar næðu að bera kennsl á alla fjóra fyrir nóttina. Ásgeir Erlendsson, hjá Land­ helgis gæslunni, segir að Gæslan, lögregla og slökkvilið í samstarfi við sérfræðinga í faginu hafi undan­ farna daga unnið baki brotnu. „Við þessar aðstæður er sérstaklega mikilvægt að vanda undirbúning­ inn eins vel og kostur er og segja má að hver einasta mínúta kafaranna hafi verið skipulögð. Við hjá Land­ helgisgæslunni erum ákaf lega þakklát öllum þeim sem komu að aðgerðinni við krefjandi aðstæður á og við Þingvallavatn,“ segir Ásgeir. Traustvekjandi sé að vita af svo öflugum hópi fagfólks. ■ Hver einasta mínúta í kafi var skipulögð til fullnustu REYKJAVÍK Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisf lokksins fyrir borgar­ stjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Hildur Björnsdóttir borgarfull­ trúi hefur einnig gefið kost á sér í oddvitasætið. Ragnhildur Alda hefur verið varaborgarfulltrúi frá árinu 2018, hún skipaði 11. sætið á lista flokksins fyrir borgarstjórnar­ kosningarnar það ár. SJÁ SÍÐU 4 Ragnhildur Alda keppir við Hildi Ragnhildur Alda María Vilhjálms- dóttir, vara- borgarfulltrúi Kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, slökkviliðinu og Landhelgisgæslunni unnu þrekvirki við að ná þeim sem létust í flugslysinu í síðustu viku upp af botni Þingvallavatns. Hinir látnu voru fluttir til Reykjavíkur þar sem aðstandendur fengu að eiga stund með þeim. Á morgun er stefnt að því að ná upp Cessna-flugvélinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNTAMÁL Mennta­ og barna­ málaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, fagnar úttekt Umboðs­ manns Alþingis á einveruher­ bergjum í skólum landsins. Hann segir að f ljótlega muni ráðuneyti hans gefa út verklagsreglur um slík herbergi. Litið verður til núverandi löggjaf­ ar, reglugerða og aðalnámskrár við þá vinnu, samkvæmt svari mennta­ og barnamálaráðuneytisins til Umboðsmanns Alþingis. SJÁ SÍÐU 4 Reglur um einveruherbergi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamála- ráðherra Ásgeir Erlends- son, hjá Land- helgisgæslunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.