Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.02.2022, Qupperneq 2
Funduðu um vöggustofurannsókn Hrafn Jökulsson, Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson mættu til fundar við Þorstein Gunnarsson borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þeir Hrafn, Árni og Viðar voru allir vistaðir á svokölluðum vöggustofum á vegum borgarinnar. Ríki og borg ætla að vinna þétt að rannsókn á vöggustofum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Að minnsta kosti sjö mál eru nú til rannsóknar hjá teymi Þjóðkirkjunnar vegna séra Gunnars Sigurjónssonar. Eftir 34 ára starf Kórs Hjallakirkju lagði hann niður störf í fyrra vegna framkomu séra Gunn- ars í garð kórstjórans. helenaros@frettabladid.is TRÚMÁL Kór Hjallakirkju lagði niður störf í apríl 2021 eftir 34 ára starf vegna framkomu sóknarprests við Digranes- og Hjallakirkju í garð Láru Bryndísar Eggertsdóttur, kórstjóra og organista, eftir að hún greindi frá samstarfsörðugleikum milli sín og séra Gunnars Sigurjónssonar. Lára fór í veikindaleyfi vegna málsins fyrri hluta ársins 2021 og sagði svo formlega upp störfum í apríl sama ár. Í júní sendi Lára málið til teymis Þjóðkirkjunnar þar sem nú fer fram rannsókn á því. Stundin greindi frá því fyrr í vikunni að séra Gunnar hefði verið sendur í leyfi frá störfum í desember síðastliðnum eftir að sex konur stigu fram og ásökuðu hann um kynferð- islega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er mál Láru ekki eitt þeirra sex sem Stundin greindi frá og því eru að minnsta kosti sjö mál til rann- sóknar hjá teymi Þjóðkirkjunnar vegna séra Gunnars. Stjórnarmeðlimur í Kór Hjalla- kirkju segir í samtali við Frétta- blaðið að kórfélögum hafi blöskrað framkoman í garð Láru eftir að hún greindi frá samstarfsörðugleikun- um við séra Gunnar og segir hana ekki hafa fengið þann stuðning sem hún hefði þurft frá öðrum prestum í prestakallinu. Sóknarnefnd Hjallakirkju hafi stutt vel við bakið á Láru en það hafi ekki dugað til. Viðkomandi segir kórinn í raun hafa orðið vitni að því þegar Lára brotnaði hægt og rólega niður fyrir framan þau. Síðan hafi sú ákvörðun verið tekin að leggja kórinn niður þegar Lára sagði upp störfum. Sumir hafi fylgt Láru í næsta kór á meðan aðrir hafi hreinlega hætt. Þann 24. mars 2021 sendu kór- félagar í Hjallakirkju frá sér ályktun vegna málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, þar sem fram kemur meðal annars að frá því að sameiningarferli milli prestakalla Digranes- og Hjallakirkju hófst hafi hallað verulega á Hjallasókn að þeirra mati. „Við kórfélagar höfum átt gott samstarf við Láru Bryndísi og tökum nærri okkur að hún sjái sér ekki lengur fært að mæta til vinnu vegna samstarfsörðugleika. Við stöndum við bakið á henni og styðjum í því umróti sem hún stendur nú í varð- andi samskipti á vinnustaðnum. Okkur þykir ámælisvert hvernig framkoma ákveðinna starfsmanna kirkjunnar hefur verið í garð Láru Bryndísar og það er ljóst að margir kórfélagar munu ekki taka þátt í kórstarfinu ef hún fer í leyfi. Við erum miður okkar yfir þeim nei- kvæðu áhrifum sem þessi átök innan kirkjunnar hafa haft og munu hafa á annars langt og farsælt kór- starf við Hjallakirkju. Við sitjum ekki þegjandi hjá þegar kórstýran okkar, sem er fagmanneskja fram í fingurgóma og góður félagi, hrekst frá vinnu vegna þess sem okkur sýnist jaðra við að vera einelti á vinnustaðnum,“ segir jafnframt í lok ályktunarinnar. ■ Blöskraði framkoma prests og kórinn fylgdi stjórnanda Lára Bryndís Eggertsdóttir, kórstjóri og organisti Séra Gunnar var sóknarprestur í Digranes- og Hjallakirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA bth@frettabladid.is COVID-19 Ríkisstjórnin fundar um afléttingar í dag og er von á tölu- verðum breytingum, að líkindum frá og með miðnætti. Fyrir liggur að einangrun verður ekki afnumin en gert er ráð fyrir að heimilt verði að tvö hundruð megi koma saman og fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þús- und manns. Þá er líklegt að skemmtistaðir og veitingastaðir fái að hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir mið- nætti. ■ Afléttingar vegna Covid í pípunum bth@frettabladid.is SAMFÉLAG 112 dagurinn er í dag. Áhersla verður lögð á að vinna gegn hvers konar ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni hefur of beldis- hegðun farið vaxandi hér á landi þau tvö ár sem Covid-faraldurinn hefur geisað. Í tilefni dagsins miðlar Neyðarlín- an fræðsluefni á gagnvirku mynd- bandi um rétt og skilvirk samskipti við neyðarverði sem svara í símann þegar hringt er í neyðarnúmerið 112. Horfa má á myndbandið með því að smella á á hlekk á heimasíðu Neyðarlínunnar sem og á heima- síðum samstarfsaðila. ■ Ofbeldishegðun er þema 112 í ár arib@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Ung kona er alvar- lega særð eftir að hún var skotin í kviðinn í Grafarholti í fyrrinótt. Karlmaður er særður eftir að hafa verið skotinn í annan fótinn. Árás- in átti sér stað utandyra. Lögregla handtók í gær tvo menn á þrítugsaldri, virðist vera sem þeir hafi reynt að fela sig fyrir lögreglu. Lagt var hald á ökutæki mannanna og skammbyssu. Lögregla hefur áður haft afskipti af báðum mönn- unum. Tilkynningin barst lögreglu á fjórða tímanum í fyrrinótt, mun ótengdur aðili sem var á svæðinu hafa tilkynnt málið. Alls tóku um áttatíu lögreglumenn þátt í leitinni að mönnunum. Miðlæg rannsóknardeild fer með rannsókn málsins og er hún á frumstigi. Talið er að tengsl meintra árásarmanna við fólkið sem varð fyrir árásinni séu ein- hver. Ekki er vitað hvort f leiri en eitt vopn var notað. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að lögregla væri að skoða hvort árásin hefði verið hefndaraðgerð og hvort tengja mætti hana við skipulagða glæpastarfsemi. ■ Alvarlega særð eftir skotárás Annar maðurinn var handtekinn í aðgerð við Miklubraut í gær. 2 Fréttir 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.