Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Réttur hins saklausa má aldrei gleymast. Fjárfesting í staf- rænum lausnum er fjárfesting í innviðum. Fjárfesting til fram- tíðar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Það segir ansi margt um ríkjandi við- horf í þjóðfélaginu að hver sá sem minnir á að menn séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð uppsker hörð andmæli og þarf jafnvel að þola árásir. Honum eru samstundis gerðar upp illar hvatir og hann er sakaður um gerenda- meðvirkni. Þegar hin góða regla um sakleysi þar til annað sannast er farin að víkja tekur önnur regla völdin, sú að ásökun jafngildi sekt. Það er vissulega f ljótlegt og skilvirkt að starfa samkvæmt því lögmáli, en það á ekkert erindi í samfélag siðaðra manna. Ef þessi regla á að ríkja þá er um leið gengið út frá því að enginn beri nokkurn tíma rangar sakir á annan, sem er vitaskuld fjarstæða. Dæmi finnast um slíkt og þó þau séu kannski ekki gríðarlega mörg, þá eru þau of mörg meðan einhverjum saklausum er refsað eða þarf að þjást að ósekju. Réttur hins saklausa má aldrei gleymast. Um þjóðfélagið hefur undanfarið gengið refsibylgja sem beinist gegn þeim sem sakaðir hafa verið um ýmiss konar ósæmilegt athæfi. Þótt mál þeirra hafi ekki ratað til dómstóla þá fyrirfinnst annar dómstóll, dómstóll götunnar, sem í nær öllum tilfellum dæmir af miskunnarleysi og sviptir menn ærunni eins og ekkert sé, og það án þess að vita ýkja mikið um staðreyndir í viðkomandi málum. Öllu er hrúgað saman þannig að dónaskapur og ruddaskapur lendir í sama flokki og alvarleg ofbeldismál. Ruddinn er nánast talinn jafn- sekur og ofbeldismaðurinn – sem er gjörsam- lega galið. Engu skiptir síðan hvort þeir sem ásakaðir hafa verið segjast vera saklausir. Þeir eru flokkaðir sem blygðunarlausir lygarar. Svona gerast hlutirnir þegar mál fara ekki í réttan farveg heldur er skellt á netið. Fjöl- miðlamenn gleypa síðan græðgislega við brotakenndum frásögnum í þeirri von að vera með stórfrétt í höndunum. Nú er komið fram nýtt af brigði í ásökunar- stefnunni sem felst í því að bera fram ásakan- ir án þess að nefna nafn viðkomandi. Gefnar eru nokkrar vísbendingar sem eru samt ekki svo afgerandi að hægt sé að benda af vissu á einn einstakling, heldur liggja nokkrir undir grun. Þeir þurfa síðan annað hvort að bera af sér sakir opinberlega eða láta eins og þeir viti ekki af því að þeir séu í hópi grunaðra. Þetta er ekki staða sem setja á nokkurn mann í. Við lifum í samfélagi þar sem farið er að líta á dómhörku sem sjálfsagða og eðlilega. Ekki beinlínis geðslegt samfélag. n Ásakanir kristinnhaukur@frettabladid.is toti@frettabladid.is Ekki meir, Geir Hún ætlar að reynast þrálát, þrá- hyggja Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar um að þingheimur biðji Geir H. Haarde afsökunar á kærunni til Landsdóms sem lauk með dómi fyrir stjórnarskrárbrot. Geir fékk að vísu smjörsteiktan smokkfisk í Washington í sára- bætur í stjórnartíð Sigmundar sem hann hefur alfarið þurft að reiða sig á varðandi afsökunarbeiðni þingsins eftir sneypuför til Strass- borgar. Sigmundur hefur lagt fram tillögu þess efnis árlega frá 2017, en nú vekur athygli að enginn úr þing- liði Sjálfstæðisflokks stendur að tillögunni þannig að eftir stendur aðeins þingflokkur Miðflokksins: Sigmundur og Bergþór Ólason. Kveðjukossinn Nýsýknuð í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar, lék Arn- þrúður Karlsdóttir á als oddi í síðdegisþætti sínum á Útvarpi Sögu á miðvikudag, þar sem hún hafði Emmanuel Macron Frakklands- forseta að skotspæni í spjalli við Moskvubúann Hauk Hauksson um Úkraínudeiluna. Tæpast mun það kosta hana málsókn að hafa í lok þáttar sent Macron kveðju frá Pútín og Útvarpi Sögu með laginu Title, þar sem söngkonan Megan Trainor syngur til einhvers sem má hennar vegna kyssa hana bless á rassinn, og fór þar forgörðum dauðafæri til að kasta kveðju á Reyni frekar en Macron. n N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Hvaða máli skiptir stafræn umbreyting fyrir okkur? Með stafrænni umbreytingu geta sveitarfélög aukið við þjónustu, gert hana skilvirkari og betri. Stafrænar lausnir minnka flækjustig, samskipti verða liprari og umhverfi notandans verður aðgengilegra. Notandinn fær hraðari afgreiðslu, betra og auðveldara aðgengi að gögnum, betri yfirsýn og meira gagnsæi. Fjárhagslegur ávinningur Fjárhagslegur ávinningur er líka töluverður, með fjár- festingu í stafrænni þróun förum við betur með fjármuni. Við nýtum líka tíma starfsfólks betur og í virðismeiri verkefni, fólk sinnir þá fólki í stað bak- og pappírsvinnslu. Tökum dæmi. Sveitarfélögin vinna nú að því að inn- leiða stafrænt aðgengi að fjárhagsaðstoð. Í dag fara 28.300 klukkustundir á ári í vinnslu og afgreiðslu umsókna. Áætlað er að í nýju stafrænu kerfi verði þetta 14.150 klukkustundir. Fjárfesting í stafrænum lausnum er fjár- festing í innviðum. Fjárfesting til framtíðar. Velferðartækni er hluti af stafrænni þróun og þar eru fjölmörg tækifæri til að gera miklu betur. Ávinningur- inn er hagkvæmni, minni sóun á tíma og mannafla og umfram allt, aukin lífsgæði og sjálfstæði notenda. Notandinn í forgrunni Atvinnulífið er á fullri ferð í stafrænni þróun enda vill enginn sitja eftir. Það sama á við um sveitarfélögin. Mikil vinna er í gangi hjá þeim og sameiginlega er unnið að mörgum og spennandi verkefnum, enda er hagræðing í því. Við eigum að halda áfram og þróa stafrænar lausnir út frá þörfum notandans í samstarfi við hugbúnaðar- fyrirtæki á frjálsum markaði. Yngra fólk nýtir þjónustu öðruvísi en við sem eldri erum og þar eru stafrænar lausnir hluti af daglegu lífi. Við getum gert svo margt með smelli í símanum! Sveitarfélög verða að laga sig að raunveruleika allra bæjarbúa. Bætum þjónustu og einföldum líf notandans. Stafræn vegferð Garðabæjar er hafin.n Velkomin í framtíðina, velkomin í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjar- ráðs Garðabæjar SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.