Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 9
Ef við brjótum regluna og lengjum meterinn um 10%, mundi ekki allt verða betra? Við klifr- uðum sífellt yfir vegginn á Hressó og á enni mínu er ör eftir rosalegt stuðkvöld á Kaffi- barnum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviða­ ráðherra vill taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Vísitala neyslu­ verðs er mælieining, skilgreind til að meta breytingar á útgjöldum Íslend­ inga að meðaltali. Nú er það svo að mönnum lærðist snemma að ekki mætti krukka í staðlaðar mælieiningar, því þá var hægt að svindla á fólki. Einokunar­ kaupmenn gátu svindlað við vigtun á möðkuðu mjöli, með því að sverfa hluta þyngdarinnar af reislublóðinu. Menn smíðuðu sextant til að mæla sólarhæð í gráðum. Hringur­ inn er 360 gráður og hver gráða 60 mínútur. Vegalengd á sjó var skil­ greind á þann veg að ef sólarhæð á hádegi minnkaði um eina mínútu á einum sólarhring, þá var stað­ setningin einni sjómílu sunnar en degi fyrr. Þjóðverjar voru og eru nákvæmir og þar áttu bakarar að hafa brauð­ hleifinn af staðlaðri stærð. Þess vegna voru smiðir fengnir til að smíða úr tré staðalbrauð svo kaup­ endur gætu borið brauð bakarans saman við. Í hverjum bæ þurfti eitt staðalbrauð svo margir smiðir tóku að sér smíðina, en þar með var hætta á að einhver trébrauðanna væru ekki af réttri stærð. Þaðan kemur máltækið að hengja bakara fyrir smið. Vegalengd var og er mæld á ýmsan veg annan en í sjómílum, samanber vísuna sem skilgreinir fjarlægðina frá Þorlákshöfn vestur í Selvog. Frá Þorlákshöfn og út í vog er svo mældur vegur átján þúsund áratog áttatíu og fjegur. Í París geymdu menn sem dýr­ grip hinn eina og sanna einn metra gerðan úr eðalviði. Ef átti að fram­ leiða tommustokk sem bæði sýnir tommur og sentimetra, þurfti kon­ ungsleyfi til að staðfesta lengdina með samanburði. Síðar hefur skil­ greining á einum metra verið gerð vísindalegri. Ef við brjótum regluna og lengj­ um metrann um 10%, mundi ekki allt verða betra? Ökuleiðin milli Reykjavíkur til Akureyrar er fyrir þá breytingu 387 km en mundi styttast í um 350 km. Augljóst hagræði? Ég held að Sigurður Ingi verði að finna raunhæfari leið til að sigrast á verð­ bólgudraugnum. ■ Lengjum metrann Hallgrímur Axelsson verkfræðingur Guðmundur Steingrímsson ■ Í dag Þetta er svona: Eftir hundruð ára af samfelldri vosbúð, blautum ullarsokkum, tíð­ indaleysi, tannleysi, handritaáti, seinkun vorskipa, seinkun haust­ skipa, draugagangi og óútskýrðum ópum í fjarska, í hvínandi vindi á afskekktum heiðum, rak vaxandi velmegun og vaxandi neyslu á Íslandsstrendur um og upp úr síðara stríði. Fólk flutti á mölina. Borgarmenningin varð til. Mun­ aður varð til. Sjónvarpið byrjaði. Fólk byggði sér hús og húsin voru hlý, björt, héldu vindi og í þeim var pláss. Fólk fékk alls konar vinnu. Hlaut alls konar menntun. Fólk eignaðist herbergi með eigin glugga, rúmi, stól og hurð. Og fólk eignaðist fé. Ein fyrsta hugsun þorra fólks í þessum nýju aðstæðum vaxandi auðlegðar, tíma, frelsis og mögu­ leika, eftir aldir af leiðindum, var auðvitað einföld, skýr og aug­ ljós: Nú dettum við hressilega í það. Kósígallar voru keyptir í útlöndum. Romm í kók, vodka í engifer, bjórlíki í glerlíki og aðrar guðaveigar flæddu inn um varir Íslendinga, sem tjúttuðu eins og fólk sem á það skilið, á nýteppa­ lögðum stofugólfum með dökk­ brúnum viðarhúsgögnum. Blár sígarettureykur fyllti öll vit og öll rými, á skrifstofum, skólum, flug­ vélum og bílum. Þegar ég hugsa um bernsku mína og mótunarár – þennan tíma sem ég nýt þess núna að upplifa í Ver­ búðinni – finnst mér ég finna lykt­ ina af stemningunni: af reyknum, af klístruðum vínblettum á stofu­ borði, af partí unum, af þynnkunni. Mér finnst eins og það séu engar ýkjur, þegar ég horfi til baka, að á uppvaxtarárum mínum hafi í minnst öðru hverju húsi búið fólk sem var oft og iðulega mjög fullt á daginn. Í gegnum Verbúðina sjáum við þetta mikilvæga mótunarskeið þjóðarinnar – níunda og tíunda áratuginn – í fersku ljósi. Ég tilheyri x­kynslóðinni, afkvæmum eftir­ stríðskynslóðarinnar. Við ólumst upp við bjartsýnina, gassaganginn, óraunsæið, vitleysuna, framtaks­ semina, vonina, lífið, gleðina, ómótuðu plönin, fyrstu sólarlanda­ ferðirnar, sóda­streamið, fótanudd­ tækin og Hemma Gunn og við héldum flest, held ég, að við ættum líka að vera svona hress. Svona rosalega glöð út af betri lífskjörum, yfir bættum hag og öllu áfenginu og þess vegna voru mennta­ og háskólaárin mín eitt samfellt djamm, þar sem keppt var að því að sem flestir væru sem mest fullir í sem lengstan tíma. Tequila flæddi á Tunglinu þangað til það brann, og Galíanó Hot Shot á Café Óperu þar til hún brann. Við klifruðum sífellt yfir vegginn á Hressó og á enni mínu er ör eftir rosalegt stuðkvöld á Kaffibarnum. Rogast var með þungstrekkta plastpoka úr ÁTVR í slabbi í partí um hverja helgi. Í tvítugsafmælinu mínu drapst um helmingur eftir ofdrykkju bollu sem var blönduð með landa af vini mínum sem var með kvef. Svona var þetta og maður hugsar núna bæði í einu: Mikið var þetta gaman. Og hins vegar: Svakalega var þetta mikið rugl. Enda kom bindindismaðurinn Cliff Barnes úr Dallas á skerið og sagði frá því að hægt væri að fara í svokallaða áfengismeðferð. Það tók þjóðina áratugi að meðtaka þann boðskap almennilega. Og nú er öldin önnur. Eftir­ stríðskynslóðin er komin á efri ár og margir sem henni tilheyra hafa gert sínar eigin uppgötvanir um nauðsyn meira jafnvægis og heilsusamlegri lífsstíls. Tappinn er víða kominn í f löskuna, fólk stund­ ar útivist og lítur vel út – ef það lifir enn á annað borð. Reykingar heyra sögunni til. X­kynslóðin hefur líka smám saman uppgötvað að fylleríin eru ekki endilega málið. Lífið er stærra. Og nú vex úr grasi ný kynslóð sem spilar saman og horfir á kvikmyndir um helgar, og nennir engan veginn að detta í það. Ísland er orðið meira edrú. Svo uppgötvar maður líka, við áhorf Verbúðar, að fylleríið snerist ekki einungis um neyslu hugbreytandi efna. Fylleríið átti sér líka aðrar birtingarmyndir, í ákvörðunum sem teknar voru og framkvæmdum sem ráðist var í. Um ákvarðanir í tengslum við kvótakerfið er fjallað í þáttunum, hvernig óheyrilegur auður varð til og safnaðist á fárra hendur í öllu þessu ég­á­það­skilið umhverfi, sem síðar þróaðist yfir í ég­á­þetta­ ég­má­þetta andrúmsloftið, sem þandist út í fjársukksbombu sem svo sprakk með ægilegum látum og gríðarlegri þynnku. Á öðrum sviðum sjáum við fylleríið líka. Borgin þandist stjórnlaust út svo núna þarf að þétta hana. Og lofts­ lagsváin er afsprengi neyslusukks. Orkuskortur, sem nú greinir frá í fréttum, minnir okkur á orkufyll­ eríið. Byggð voru þrjú álver, undir þeim formerkjum að hér væri allt vaðandi í orku, líkt og víni. Það reyndist auðvitað ekki rétt. Cliff Barnes hefði getað sagt okkur það líka. Svona getur vel heppnaður sjón­ varpsþáttur fengið mann til að hugsa um sögu heillar þjóðar og hugleiða rætur samtímans. Ég verð að segja það. ■ Verbúðin FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.