Fréttablaðið - 11.02.2022, Page 16

Fréttablaðið - 11.02.2022, Page 16
Þegar rætt er um íþrótta- iðkun að vetrarlagi koma skíðaiðkun, vélsleðaferðir og jafnvel skotveiðar upp í hugann. Ýmislegt, sem fólk tengir frekar sumri og sól, hentar hins vegar vel í vetur- inn. Vetrarhjólreiðar hafa til dæmis færst mjög í vöxt. olafur@frettabladid.is Jóhann Níels Baldursson er tæp- lega fertugur Akureyringur. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskól- anum í Reykjavík og bjó fyrir sunnan í mörg ár. Fyrir þremur og hálfu ári f lutti hann ásamt eigin- konu sinni, Hildi Jönu Júlíusdóttur, og þremur sonum þeirra, tveggja, sex og níu ára, aftur á heimaslóðir. Jóhann Níels á og rekur fyrir- tækið Karm, glugga og hurðir ehf. ásamt Eyþóri Sigurólasyni. Þeir eru báðir á fullu í hjólreiðum og saman í hjólahópi sem hjólar saman á hverju mánudagskvöldi, allan ársins hring, hvernig sem viðrar. „Ég hjólaði alltaf mikið sem krakki og unglingur, en tók pásu Í upphafi skyldi endinn skoða Jóhann Níels Baldursson er í hjólahópi sem hjólar saman á hverju mánudags- kvöldi allan ársins hring, hvernig sem viðrar. MYND/AÐSEND Við bestu aðstæður er brugðið á leik. Hér er prjónað á hjarni. Þegar göslað er í púðursnjó er oft stutt í næstu byltu. Þá er gott að mun þægi- legra er að lenda í púðursnjónum en á hjarni eða auðri jörð. um það bil um það leyti sem ég fór í framhaldsskóla. Ætli bílprófið hafi ekki spilað eitthvað inn í þar. Svo dró æskufélagi minn, Bergur Benediktsson, mig aftur á fjalla- hjól í kringum 2010. Árið 2014 fór ég svo að vinna hjá Lauf og þar kynntist ég fyrst breiðhjólunum (e. Fat bike). Það var þá sem ég fór að hjóla daglega til og frá vinnu. Ýmist á fjöllum eða í bænum En hvernig kom það til að Jóhann fór að stunda hjólreiðar að vetrar- lagi? „Fljótlega eftir að ég flutti aftur til Akureyrar vorum við orðnir 4-5 félagarnir sem áttum breiðhjól. Við ákváðum þá að taka frá mánudags- kvöld og skella okkur út að hjóla, sama hvernig viðrar. Þetta var í nóvember 2018 og við höfum varla misst úr mánudag síðan. Það hefur aðeins fjölgað í hópnum og við erum 15 breiðhjólarar í dag. Það sem við gerum aðeins öðru- vísi en flestir er að við erum að fara svipaðar leiðir og við förum á sumrin á fjallahjólum, en um hávetur er það á breiðhjólum. Við klöngrumst sem sagt upp fjöll og hóla með hjólin, í þeirri von að geta hjólað niður. Ef það er of djúpur púðursnjór til að hjóla á þessum helstu fjallahjólaleiðum höfum við búið til innanbæjartúra þar sem við þræðum bröttustu brekkur bæjarins, yfirleitt meira á hausnum en hjólinu,“ segir Jóhann brosandi. Jóhann segir það frábært við Akureyri hve er stutt í góðar fjalla- hjólaleiðir og segir hópinn vera mikið á svæðinu fyrir ofan og inni í Kjarnaskógi, Hlíðarfjalli, Fálkafelli og þar fram eftir götunum. En hvað er svona gott við hjól- reiðar um hávetur? „Í raun alveg það sama og hjól- reiðar að sumri til. Útivistin, í bland við smá adrenalín, er klassa blanda. Svo er reyndar mun þægi- legra að detta af hjólinu á veturna. Svo opnast allar leiðir fyrir hjólin ef það myndast gott hjarn. Þá er hægt að komast á staði sem eru jafnvel ófærir á sumrin,“ segir Jóhann. Hvernig útbúnað þarf svo í hjól- reiðar að vetri til í snjó, drullu og hálku? „Í raun þarftu bara hjólið sem þú átt, góð nagladekk, ljós og hlífðar- föt eftir veðri. Þá ertu klár í þessar hefðbundnu samgönguhjólreiðar og ruddar leiðir. Það er ekki fyrr en þú ert farinn að fara utan alfara- leiða sem búnaðurinn þarf að vera sérhæfðari,“ segir Jóhann. „Við erum allir á breiðhjólum með vel negld dekk, til að fá meira flot og grip í snjó. Einnig erum við yfirleitt á ferðinni í myrkri og í misgóðu skyggni, þannig að við erum allir með mjög öflug hjólaljós.“ Hafa skynsemi og síma með Er ekki mikilvægt að undirbúa vel hjólaferðir við misjafnar aðstæður? „Ja, er ekki alltaf sagt að í upp- hafi skyldi endinn skoða? Okkur í hópnum finnst mjög mikilvægt að enda á að fá okkur 1-2 bjóra í lok hjólreiðatúrs og fara yfir hetjusög- urnar og stærstu bylturnar. Okkar undirbúningur snýr því yfirleitt að því hvar við ætlum að enda í bjór. Vissulega er til bóta að skoða aðeins veður síðustu daga og ákveða leiðarval eftir því hvar bestu aðstæðurnar eru líklegastar. Svo er sjálfu sér er allt í góðu lagi að vera einn á ferð í styttri dagtúrum. Bara að láta einhvern vita hvert þú ert að fara og taka símann og skyn- semina með. Þetta er bara miklu skemmtilegra með öðrum þannig að ég er ekki mikið að fara einn.“ Jóhann segir mörg skemmtileg atvik hafa orðið í hjólatúrum hóps- ins og oft sé skemmtilegast þegar allt gangi á afturfótunum. Gerist alltaf eitthvað misgáfulegt „Einu sinni ákváðum við að fara upp í Hlíðarfjall í afleitri spá. Það var hvasst og mikil úrkoma svo við ætluðum að nýta okkur skíða- brautirnar í smá brun. Í ljós kom að það hafði snjóað töluvert meira en við gerðum ráð fyrir og langt síðan brautir voru troðnar, þannig að við þurftum að halda á hjólunum, vaðandi snjó upp í klof, alla leið upp í Strýtuskála. Þegar þangað var komið reyndum við hjóla niður en snjórinn var allt of djúpur. Við enduðum því með að halda á hjól- unum niður aftur. Afleitur hjólatúr en við höfum sennilega sjaldan hlegið meira að okkur sjálfum. Þessi hópur samanstendur einfaldlega af ofvöxnum börnum þannig að það gerist alltaf eitthvað misgáfulegt og það er eitt af því sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ segir Jóhann Níels Baldursson að lokum, kankvís á svip. n 4 kynningarblað A L LT 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.