Fréttablaðið - 11.02.2022, Síða 17

Fréttablaðið - 11.02.2022, Síða 17
Útilíf er með frábært úrval af útivistarfatnaði, skíðum, snjóbrettum og tilheyr- andi búnaði frá þekktum merkjum og þar er nú boðið upp á 20% afslátt af skíða- pökkum sem innihalda skíði eða bretti, skó og bindingar og 20-30% afslátt af skíða- fatnaði. „Útilíf var stofnað árið 1974 og er því fyrir löngu búið að festa sig í sessi og orðið þekkt fyrirtæki í skíðabransanum hér á Íslandi. Við fluttum úr Glæsibæ hingað í Smáralind fyrir nokkrum árum og erum búin að setja upp glæsi- lega skíða- og útivistardeild, þar sem við bjóðum upp á mjög gott úrval af slíkum vörum,“ segir Gauti Sigurpálsson, vörustjóri skíða- og útivistardeildar Útilífs. „Sérstaða okkar er mjög gott úrval, góð þjónusta og mikil þekking á vörunum sem við erum að selja. Þeir sem starfa í skíðadeild hafa mikla reynslu og þekkingu á öllu sem viðkemur búnaði sem til þarf,“ segir Gauti. „Við erum með skíðaverkstæði til að sinna viðgerðum á skíðum, snjóbrettum og skíðaskóm og fleira. Verkstæðið hefur verið starfrækt frá stofnun Útilífs.“ Vandaðar vörur frá þekktum merkjum „Við bjóðum upp á skíði og skíðaskó frá mjög skemmtilegum og þekktum merkjum. Við erum með skíði og skíðaskó frá Rossig- nol, skíði frá Blizzard og Armada, fjallaskíðaskó frá Tecnica og skíðaskó frá Nordica,“ segir Gauti. „Við erum líka með gott úrval af skíðafötum frá The North Face og Rossignol, en það má segja að það sé eiginlega stærsta merkið okkar í skíðunum. Við bjóðum upp á mikið úrval af búnaði frá Rossignol, sem er eitt besta merki sem völ er á. Nýjung í vöruúrvali hjá Útilífi er gönguskíðafatnaður frá Rossignol. Við erum með gott úrval af fjallaskíðum og búnaði tengdum fjallaskíðamennsku, til dæmis fjallaskíðabakpoka frá Ortovox, sem eru mjög vinsælir hjá þessum hópi. Síðustu ár höfum við líka lagt áherslu á að bjóða upp á gott úrval af gönguskíðum, bæði brautarskíðum og ferðaskíðum, eða stálkanta skíðum,“ segir Gauti. „Vinsælustu gönguskíðin okkar eru frá Rossignol og það eru svo- kölluð skinn skíði sem eru vinsæl, ferðaskíðin, eða stálkantagöngu- skíðin, eru einnig vinsæl. Þau henta fyrir erfiðari ferðir eins og Allt sem þarf fyrir vetraríþróttir á einum stað Örn Hjálmarsson og Gauti Sigurpálsson starfa í skíða- og útivistardeild Útilífs og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á búnaðinum sem er í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útilíf býður upp á allt sem þarf fyrir snjóbretti, meðal annars brettaskó frá Northwave sem eru mjög vandaðir og góðir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útilíf býður upp á útivistar- fatnað frá The North Face, sem hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður. Um þessar mundir er 20-30% af- sláttur af skíðafatnaði í Útilífi. ALLT FYRIR SKÍÐAFÓLK áhuga á að prófa snjóbretti upp úr 7-8 ára aldri.“ Frábært fjölskyldusport „Á síðustu 3-4 árum hefur orðið sprenging í vinsældum skíðaiðk- unar og þessar vörur hafa aldrei verið vinsælli. Ástæður þess tel ég vera að fleiri eru að stunda utan- vegahlaup og hjólreiðar og þetta fólk fer oft á skíði á veturna, bæði til að fá hreyfingu og afþrey- ingu,“ segir Gauti. „Þetta tengist líka Landvættunum, þar sem fólk stundar utanvegahlaup, gengur á gönguskíðum, hjólar og syndir. Það er að minnsta kosti alveg augljóst að gönguskíði njóta gríðarlegra vinsælda, við sjáum það bæði á sölunni okkar og því að það eru haldin skíðanámskeið um nánast hverja einustu helgi hér og fyrir norðan og á Ísafirði, sem eru alltaf fullbókuð. Það hefur líka orðið almenn aukning á útivist hjá Íslendingum, sérstaklega eftir að fólk hætti að geta ferðast jafn mikið til útlanda. Þá fór fólk frekar að heimsækja eigið land. Þetta er góð hreyfing, holl útivist og oft fara vinahópar saman á skíði eða skíðanámskeið,“ segir Gauti. „Skíði eru líka frábært fjölskyldusport, það er voða gaman að fara saman upp í fjall, renna sér nokkrar ferðir og fá sér kakó. Svo er líka hægt að vera á gönguskíðum fram eftir öllum aldri, svo þetta hentar öllum aldurshópum.“ Afsláttur af búnaði og fatnaði „Núna er rétti tíminn til að byrja á skíðum eða endurnýja gamlan búnað, því febrúar og mars er yfir- leitt aðaltíminn í skíðasportinu, sérstaklega marsmánuður, þegar sólin fer að hækka á lofti,“ segir Gauti. „Fjallaskíðatímabilið tekur svo yfirleitt við aðeins seinna, hápunkturinn er í apríl og maí. Í tilefni af þessu erum við að bjóða 20% afslátt af skíðapökkum sem innihalda skíði eða bretti, skó og bindingar og 20-30% afslátt af skíðafatnaði, þannig að nú er tím- inn til að koma og kaupa búnað eða fatnað,“ segir Gauti. Við eru með útivistardeild þar sem við bjóðum upp á útivistarfatnað frá The North Face sem hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður, hvort sem fólk vill föt fyrir fjallaferðir eða bara góðan jakka til að skýla sér fyrir íslenska vetrinum.“ n Nánari upplýsingar má finna á utilif.is, í síma 545-1500 og í gegnum netfangið vefverslun@ utilif.is. upp á Vatnajökul. Svo er nýjung sem hefur verið að ryðja sér til rúms sem er svokölluð „hybrid“ skíði, en þau eru blanda af brautar- og stálkanta skíðum. Þau henta fólki til dæmis í bústaðinn eða styttri ferðir. Við bjóðum líka upp á snjóbretti frá Rossignol og Drake og bretta- skó frá Northwave, sem er mjög vandaður og góður búnaður,“ segir Gauti. „Snjóbrettin eru vinsælli hjá yngri kynslóðinni, en oft byrja krakkarnir á skíðum og fá svo ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2022

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.