Fréttablaðið - 11.02.2022, Síða 23

Fréttablaðið - 11.02.2022, Síða 23
Hún stillir vinkon- unum þremur upp sem táknmyndum, en gleymir ekki að þær eru persónur með sál og fortíð. LEIKHÚS Ein komst undan Caryl Churchill Borgarleikhúsið Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlist: Garðar Borgþórsson Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Halla Káradóttir Sigríður Jónsdóttir Þrjár konur sitja í garði og skrafa, ein bætist við hópinn og fer síðan. Framvinda Ein komst undan eftir Caryl Churchill er ekki flóknari, en leynir svo sannarlega á sér. Töfrarnir liggja nefnilega í samtöl- unum og því sem er ekki sagt. Eftir töluverðar tafir var sýningin í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur frumsýnd í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag. VI heilu heimarnir í vasanum LENA svolítið áhyggjufull yfir Kevin og Mary, þau segja aldrei neitt elsku- legt við mig SALLY en engin veit neitt MRS J ef þú bara vissir hvað gengur á Loksins! Loksins fá íslenskir áhorfendur að komast í kynni við Caryl Churchill á leiksviðum landsins, eitt besta núlifandi leikskáld Englands, sem hefur alltaf farið síðan eigin leiðir. Einungis eitt verka hennar hefur verið tekið til sýningar í atvinnu- leikhúsi hérlendis, en það var Klassapíur, frumsýnt fyrir nærri fjörutíu árum. Texti Churchill er þeim kostum búinn að lifna við í munni leikara, þannig að stundum neistar af. Ein komst undan er um klukkutími að lengd, barmafull af dramatík, húmor og hugmyndum. Samtölin eru ekki orðmörg en eins og sjá má hér að ofan eru þau ávallt innihaldsrík. Við erum stödd í eins konar hliðarheimi þar sem fortíð og framtíð skarast, heimurinn er á vonarvöl og umhverfisváin er yfirþyrmandi. Þýðing Kristínar Eiríksdóttur er ein af hennar bestu: nákvæm, taktvís og bráðfyndin. Stundum þarf nefnilega ljóðskáld til að þýða leiktexta. Kraftur og listræn orka Í leiklýsingu stendur: „Þær eru allar að minnsta kosti sjötugar,“ og á það við persónur verksins. Þær Kristbjörg Kjeld, Margrét Áka- dóttir og Margrét Guðmundsdóttir taka áhorfendur í kennslustund í hlustun og kómískum tímasetn- ingum. Aldur er nefnilega afstæður, líka á leiksviðinu. Leikrænn kraftur og listræn orka koma nefnilega að innan, ekki með æsingi. Þær Vi, Sally og Lena birtast áhorfendum sem aldagamlar vinkonur. Þær klára setningar hverjar annarra, segja alltaf sömu sögurnar, gleyma, geyma leyndarmál og kýta. Kristbjörg leikur hina dularfullu Vi. Konu sem yfirgaf verndarhjúp vinahópsins, ekki endilega sjálfviljug. Fortíðin kvelur hana. Hún reynir sitt besta til að vera jákvæð og horfa fram í tímann. Kristbjörg gerir þetta listavel, enda ein besta leikkona landsins þrátt fyrir að nálgast níræðisaldurinn. Margrét Áka- dóttir lék einnig í uppsetningu Alþýðuleikhússins á Klassapíum, hinu leikriti Churchill sem hefur ratað upp á svið hérlendis. Hún stimplar sig rækilega aftur á leiksviðið í hlutverki Sally, sem kallar ekki allt ömmu sína nema ketti, hún hatar ketti. Kvíðinn kvelur hana, en hún felur hann með snörpum tilsvörum. Sú þriðja í vinahópnum er Lena sem Margrét Guðmundsdóttir leikur. Þunglyndið kvelur hana. Hún er kannski lágvaxin en ekki lítil í leik, enda á Lena erfiðast með að fela vanlíðan sína. Þær fá allar hver sína einræðu til að leika sér með en blómstra í samtölunum sín á milli. Gesturinn, frú Jarret, er leikin af Sólveigu Arnarsdóttur sem á heiður skilið fyrir að stökkva inn í hlutverkið með nánast engum fyrirvara. Hún leysir þetta erfiða hlutverk konu sem er alltaf á skjön, af öryggi og mýkt. Einræður hennar sprengja upp hið persónu- lega og hún segir frá þeim ólýsandi hryllingi sem virðist hafa ausist yfir mannkynið. Hungursneyð, hamfaraflóð og hryllingur. Kristín í essinu sínu Leikstjórinn Kristín Jóhannes- dóttir er hér í essinu sínu og á heimavelli, með efni í hönd- unum sem hentar bæði hennar fagurfræði og nálgun. Hún stillir vinkonunum þremur upp sem táknmyndum, en gleymir ekki að þær eru persónur með sál og fortíð. Einhver samkvæmisleikur virðist vera í gangi sem gesturinn verður að stíga inn í og læra á. En er skynsamlegt að læra af eldri kynslóðinni eða verða hinar nýju að feta sína eigin leið? Upprunalega enska upp- setningin staðsetti persónurnar í hversdagsleikanum, en svo er alls ekki hér. Hönnunarteymið Egill Ingibergsson og Móeiður Helga- dóttir sjá um leikmynd og lýsingu. Þau umkringja konurnar háum veggjum, sem gætu allt í senn verið í kringum bakgarð, fangelsi, kirkjugarður eða útrýmingarbúðir. Lýsingin virkar ekki alveg jafn vel, þá sérstaklega hliðarkastararnir sem lýsa upp einræður frú Jarret, en þeir fletja heiminn út frekar en að stækka. Garðar Borgþórsson sér um tónlistina og Þorbjörn Stein- grímsson um hljóðmyndina, en hvoru tveggja þyrfti að vera meira afgerandi, enda nóg pláss inni í þessari veröld fyrir stuðandi hljóð- heim. Búningar Stefaníu Adolfs- dóttur bera af, mótvægi við litlaust umhverfið. Hver karakter hefur sinn persónulega stíl, en búningar þrenningarinnar bera samt keim af einkennisbúningum, sem er sjaldan góðs viti. Ein komst undan endar á byrjun- inni. Mun hringrásin halda áfram? Mun eftirmiðdegið endalausa vara að eilífu? Eða er þetta byrjunin á endinum? Leikhús Churchill fjallar ekki um svör heldur spurningar, ekki um afstöðu heldur fjöl- breytileika. Setningar enda ekki á punktum heldur flæða áfram. Hræðileg reiði kraumar undir. n NIÐURSTAÐA: Leikkonurnar bjóða til veislu þar sem te, tor­ tíming og dúndrandi fínn leikur eru á boðstólum. Kjarnorkukonur í Borgarleikhúsinu Leikkonurnar bjóða til veislu, segir gagnrýnandinn um Ein komst undan. MYND/AÐSEND kolbrun@frettabladid.is Þóra Sigurðardóttir sýnir í sal félagsins Íslensk grafík, Hafnarhúsi. Sýningin verður opnuð á morgun, 12. febrúar, og stendur til 6. mars. Á sýningunni eru ætingar, prent- aðar af málmplötum á bómullar- pappír og teikningar unnar á hörstriga. Þóra Sigurðardóttir hefur starfað við listkennslu, sýningarstjórn og var skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík um árabil. Hún rekur nú ásamt Sumarliða Ísleifssyni sýning- arrými að Nýp á Skarðsströnd. Verk Þóru eru í eigu opinberra safna og einkasafna hér á landi og erlendis. n Þóra sýnir grafík og teikningar Eitt af verkum Þóru á sýningunni. kolbrun@frettabladid.is Nú stendur yfir ljósmyndasýningin Brooklyn, í Borgarbókasafninu Spönginni í Grafarvogi. Hrönn Axelsdóttir ljósmyndari bjó í Brook- lyn í New York um síðustu aldamót, í hverfi sem er á mörkum Park Slope og Prospect Hights, þar sem fjöl- breytileiki mannlífsins blómstrar. Hrönn sýnir í fyrsta sinn 25 svart- hvítar myndir, sem hún tók fyrir framan innganginn á fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Myndatakan spann- aði 12 klukkustundir, vegfarendur sem gengu fram hjá húsinu voru beðnir um að sitja fyrir og ein mynd tekin, stundum af einstaklingum, stundum litlum hópum, hver og einn réði því hvernig hann stillti sér upp. Við hverja töku var skráð tíma- setning og nöfn fyrirsætanna. Svart-hvít Brooklyn í Spönginni Einn þeirra vegfarenda sem Hrönn myndaði. MYND/AÐSEND Hrönn hefur haldið einkasýningar bæði hér á Íslandi, í Banda- ríkjunum og Mexíkó. Amaconsort hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu Van Wassenaer keppni árið 2021. Verk Þóru eru í eigu opinberra safna og einkasafna. kolbrun@frettabladid.is Á tónleikum 15:15 tónleikasyrp- unnar í Breiðholtskirkju á morgun, laugardaginn 12. febrúar, f lytur barokktónlistarhópurinn Amacon- sort efnisskrá undir yfirskriftinni Amasque. Lea Sobbe (blokkflautur), Lena Rademann (barokkfiðla og víóla), Martin Jantzen (gömbur og barokk- selló) og Halldór Bjarki Arnarson (semball og orgel) eru alþjóðlega virkir tónlistarmenn og margfaldir verðlauna- og styrkhafar, sem hafa öll lært við Schola Cantorum Basili- ensis í Sviss. Amaconsort hlaut fyrstu verð- laun í hinni virtu alþjóðlegu Van Wassenaer keppni árið 2021. Þar að auki hreppti hópurinn sérstök verðlaun Bæverska útvarpsins í Deutscher Musikwettbewerb 2019, og var sama ár prýddur titlinum „Hirðhljómsveitin í Rheinsberg“ sem gerði þeim kleift að halda reglulega tónleika árið um kring í norðurþýsku höllinni Schloss Rheinsberg. n Amaconsort í Breiðholtskirkju Flytjendur eru margverðlaunaðir listamenn. MYND/AÐSEND Hrönn lærði ljósmyndun við Rochester Institute of Technology í New York-fylki. Hún hefur haldið einkasýningar bæði hér á Íslandi, í Bandaríkjunum og Mexíkó. Hrönn hefur einnig tekið þátt í f jölda hópsýninga. Sýningin stendur til 26. febrúar. n FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2022 Menning 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.