Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 2

Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 2
1 Dimmuborgum Þrátt fyrir þúsund ára byggð Jands vors, er íslenzk þjóð stöðugt að nema nýtt land, finna ný furðuverk, sem leynzt hafa lítt eða ekki þekkt í faðmi íslenzkra öræfa. Fleiri og fleiri læra að skynja og meta dá- semdir óbyggðanna, ósnortna landsins, ónotuðu möguleikana, sem bíða ferðamannsins, vís- indamannsins, eða plógsins og herfisins. Fram með vegum landsins teygja grænu vinjarnar, tún- in, sig víðar og breiðar út yfir lyngbrekkur og móa. Ofan úr öræfunum fréttum við stöðugt um nýja staði, undraverk nátt- úrunnar, sem toga til sín aðdá- endur af möl og strætum borg- anna. Einn þeirra staða, sem þekkt- ir hafa verið lengi en þó verið veitt lítil eftirtekt fyr en á síð- ustu árum, eru Dimmuborgir. Við ökum norður með Mý- vatni að austan. Á vinstri hönd blikar vatnið, ofið grænum eyj- um, sem ýmist teygja sig mót himninum, sem háar, löngu grónar gígaskálir, eða eru flatir hólmar, þar sem þróttmikill gróður vefur sig út á yztu steina og slútir fram yfir vatnsflötinn. Til hægri handar er hraun, grasi gróið hið neðra en apal- I fleima Gefið út af Pöntun- arfélagi Verkamanna, Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: KAJÍL STR.VND Afgreiðsla: Pöntunarfélag Verkamanna, Skóla- vörðustíg 12. — Sími 1727. Áritun blaðsins er: Heima: Póstliólf 944, Reykja- vík. Kemur út mánaðarlega, minnst 8 síður. Yerð kr. 3,50 árg.; í lausasölu kr. 0,30. Jiairrui 1. tbl. Febr. 1937 I. árg. Forsíðumynd: Frá Mývatni. grátt er ofar dregur, unz svart- ur „bruninn“ tengist við bláan fjallahringinn. Á stöku stað blakta stakar birkihríslur eða smárunnar, þar sem rótfestu er að fá. Hjá Geiteyjarströnd stígum við úr bifreiðunum. Við stefnum til fjalls í austurátt. Gangan er stutt, tekur aðeins fjórðung stundar, þó tekur gróðurinn á þessari stuttu leið stórum breyt- ingum, fyrst vallgresi, síðan harðger hraungróður, lyng, mosi og skófir. Við göngum yf- ir ávalan melhrygg. Framund- an sér yfir úfið haf storknaðra eldsumbrota, borgir og rústir. Logandi glæður hafa hreykt sér upp eins og bárur í kröpp- um sæ, kólnað síðan og stirðn- að, vafið lyngi og mosa að fótum sér og skreytt búninginn íslenzku birki. Leiðin liggur inn í borgirn- ar. — Brátt sést aðeins upp í heiðan himininn. Jafnvel kunnugir geta orðið áttaviltir í Dimmuborgum. Þær eru völ- undarhús goðanna, sem þau hafa re.ist sér til dægrastytt- ingar og storkunar mannlegu hugviti. Valsbjarg, Kirkja, Gatklett- ur — örnefnin sem allir spyrja eftir í Dimmuborgum. — Hinir staðirnir eru óteljandi, sem ferðamaðurinn hefir gefizt upp við að finna heiti, og eru enn nafnlaus undrunarefni. Kynja- myndir hraunstorkunnar eiga engan sinn líka. Þær fæðast og hverfa jafnt og þétt til beggja handa, þegar gengið er eftir stígnum, sem hlykkjast gegn- um borgirnar. Innan skamms vitum við ekki hvert við förum né hvaðan við komum. Völund- arhús goðanna fargar stefnu og stund gestsins. Hann gáir eink- is nema kafa dýpra í völund- arhúsið, sjá meira. Syðst í Dimmuborgum er háð orusta ár eftir ár. Foksandur- inn, sem liggur sunnan við borgarsvæðið, er stöðugt að teygja loppurnar lengra og lengra inn yfir völundarhúsið. Syðstu borgirnar standa í sand- inum upp til miðs og sumar eru að færast í kaf. — Sumstaðar berst skógurinn við dauðann með því að teygja bjarkatopp- ana upp úr sandgröfinni, eins og dýr, sem brýzt um í kvik- syndi. Stærsti og fegursti hell- irinn í borgunum er óðum að ,,Kirkja“ í Dimmuborgum. fyllast sandi. Eftir nokkra tugi ára verða þessi furðulegu nátt- úrusmíð ef til vill horfin í sandinn, ef ekki er að gert. Goðin virðast ætla að fela gull- in sín, fyrst mennirnir hafa komið auga á þau. Sú hlýtur hugsun okkar að vera, er við hverfum til baka úr Dimmu- borgum. En þekkingin hefir gefið okkur vopn í hönd. Landi Strandarkirkju var bjargað frá örfoki með áheitum íslenzkrar þjóðar. Þar bindur gróðurinn sandinn fastar og fastar í skjóli sandgræðslugirðingarinnar. — Víðs vegar á landinu er stefnt að sama marki. í Dimmuborg- um vantar nokkur þúsund áheita, til þess að bjarga must- erum eldsins frá gröfinni. — Væri sandurinn, sem liggur að borgunum, girtur á allstóru svæði, yrðu goðin neydd til þess að láta furðuverk sín ófal- in um aldaraðir, til undrunar og yndis íslenzkri þjóð. Viðtal við O’Neill — Eitt er víst — nú borga ég skattinn minn, sagði Eugene O’Neill daginn, sem hann fékk Nobelsverðlaunin. Seattle, Wash. 13. nóv. 1936. Fimmtudagsmorguninn, 12. nóv., var það tilkynnt, að Ameríkumaðurinn F.ugene O’Neill hefði hlotið bókmennta- verðlaun Nobels. Svo einkennilega vildi til, að rithöfundurinn var seztur að í Seattle fyrir viku og tók þar á móti þessum gleðitíðindum. Ég hringdi, kon- an hans svaraði í símann og bauð mér heim, sem ég auðvitað þáði með þökk- um. Það g'efst ekki á hverjum degi færi á því að spjalla við nýbakaðan N obelsver ðlaunar ithöf und. Eugene O’Neill hefir numið í lífsins erfiða skóla, lært að þekkja mennina af daglegri umgengni. Hann hefir ver- ið sjómaður, hoppað og skoppað á litl- um seglskútum, sigið áfram hægt og þunglamalega á gömlum, kolryðguðum vöruskipum, um öll höf, liðið hita og kulda, hungur og strit. Leiðir hans hafa .viða legið og störfin verið fjöl- breytt að sama skapi. En þetta lif hefir kennt honum að hlusta, sjá og skilja. Ritverk hans eru sprottin upp úr fjölbreytni og óróleik þúsundanna, heimsfrægð hans er prófið frá skóla lífsins. En nú er það viðtalið. Rithöfundur- inn býr í stóru timburhúsi úti á Magnolia Bluff í Seattle. Bak við hús- ið eru óbyggðar lóðir. Framan við það rís brött hæð, sem varpar skugga yfir húsið. Tré og runnar bera haustlit. Inni í dagstofunni snarkar eldur á opnum arni, þar er hlýtt og bjart. Frú O’Neill býður mér inn. Samtalið hefst. Rithöfundurinn er hár, gjörvilegur, stálgrátt hár yfir hörkulegu andliti. Hann er 48 ára gamall, en sýnist dá- lítið eldri. Hann hefir langar hendur, sem aldrei eru rólegar, fitla við blý- ant, pappír eða annað, sem næst er. Símskeytin liggja í hrúgum yfir borð og stóla. Heillaóskir, opinberar tilkynn- ingar o. s. frv. Per Hallström vill fá að vita, hvort O’Neill taki við verðlaun- unum, hvort hann verði á Nobelshá- tíðinni í Stokkhólmi 10. des. Rithöf- ur.durinn segir, að hann geti ekki kom- ið þá. Hann hefir í ýmsu að snúast, en FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. — 2 —

x

Heima

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima
https://timarit.is/publication/1665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.