Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 5

Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 5
Verðhækkun ánauðsynja- vðrum Eins og áður er sagt, flytur Heima ekki tómar skemmtigreinar — síður en svo. í þetta skipti neyðist blaðið til þess að bera viðskiptavinum Pöntunarfélagsins fregnir um hækkandi verð á ýmsum nauð- synjavörum. En þrátt fyrir það ber ekki að láta hug- fallast né leggja árar í bát. Hlutverk neyt- endasamtakanna er að styrkja meðlimi sína til þess að horfa æðrulaust móti erfið- leikunum, brjóta orsakir þeirra til mergjar og finna ráð til andófs og nýrrar sóknar unz fram úr greiðist. Sú verðhækkun, sem nú er um að ræða á heimsmarkaðinum, er aðallega á helztu nauðsynjavörum svo sem hveiti, rúgmjöli, sykri og kaffi. Mest hefir hækkunin orðið á hveiti og rúgmjöli, eða um 90 af hundr- aði frá því í vor. Kaffi og sykur hafa hækkað í verði um 25—30 af hundraði, á sama tíma. Orsakir verðhækkunarinnar liggja í fyrsta lagi í aukinni ófriðarhættu. Stór- þjóðirnar hafa birgt sig upp af matvæl- um meira en venjulega, eftirspurnin á markaðinum ‘vaxið, birgðirnar minnkað og verðið hækkað að sama skapi. í beinu áframhaldi af þessu hefir flutningskostn- aður aukizt, vegna öryggisskorts á sjón- um og tálmaðra samgangna. Þá hefir kornvöruuppskera sumra landa verið með minnsta móti og önnur hráefni til fram- leiðslunnar af skornum skammti. Allt þetta hefir hjálpazt að með að hækka verð áðurtaldra nauðsynjavara, svo sem sagt er. Um verðlækkun verður tæpast að ræða fyrr en í apríl eða maí, að ný uppskera kemur á markaðinn. Að vísu er ekki ó- mögulegt, að stórþjóðirnar geri einhverjar þær ráðstafanir, er dragi úr ófriðarhætt- unni, svo að vöruveltan liðkast á ný. Um það verður ekki sagt að svo stöddu. Reykvíkingar myndu bæði fyr og meir hafa orðið fyrir barðinu á verðhækkun- inni ef Pöntunarfélagið hefði ekki haldið vöruverðinu niðri. Félagsmönnum ber að vera þess minnugir, að vegna hinna ha'g- kvæmu og forsjálu innkaupa þess, hefir tekizt að draga úr hækkuninni. Og fram- vegis mun það af ýtrasta megni reyna að halda í horfinu og vinna móti verðhækk- un, unz verzlunarmöguleikarnir rýmka á ný. Á þeim tímum, sem nú standa yfir, þeg- ar atvinnuleysi og verðhækkun þrengja sem fastast að kaupgetu hvers einstak- lings, kemur glöggt í ljós þörfin fyrir samtök neytendanna, samvinna í verzlun- armálum. Sá árangur, sem þegar hefir náðst er glæsilegur, en sízt skal látið stað- ar numið fyrir það. Framundan er stórt verkefni. Neytendasamtökin þurfa að ná meiri og betri tökum á vöruverðinu með aukinni vöruveltu og hækkaðri meðlima- tölu. Aðeins á þann hátt skapast sú brjóst- vörn, sem fær er um að standa af sér þær verðsveiflur, er ná hingað til okkar. Þessi staðreynd er þegar orðin fjölda manna auðsæ. Um það ber hin síhækkandi með- iimatala Pöntunarfélags Verkamanna Ijósast vitni, svo og hið aukna starfssvið þess. Hverjum félagsmanni þarf að vera það ljóst, að sérhver aukning félagsins er ákveðið fótmál í áttina til tryggðrar af- komu hans sjálfs og heimilis hans. Tilkynning til félagsmanna Um næstu mánaðamót verður ársskýrsla Pöntunarfélagsins send til allra félags- manna. í henni eru reikningar félagsins, skýrsl- ur stjórnar, endurskoðenda og pöntunar- stjórnar ásamt öðru. Tilkynningar um deild- arfundi og aðalfund o. fl. Pöntunarfélag Verkamanna. 1 næstu blöðum mun Heima flytja teiknaðar myndir af þeim stjórnmálamönnum, sem tekið liafa virkan þátt í verzlunarmálum þjóðarinn- ar á samvinnugrundvelli. Ennfremur verður birt örstutt æfiágrip þeirra. Fyrsta myndin — af Einari Árnasyni — birtist í þessu blaði. Stjórnmálamenn /. Einar Árnason er fæddur 27. nóv. 1875 að Hömr- um í Eyjafirði. Útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1893, stundaði síðan kennslustörf fram að alda- mótunum. Kvæntist árið 1901 Mar- grétu Einarsdóttur frá Hallandi við Eyjafjörð. Reisti þá bú á Eyr- arlandi og hefir búið þar síðan. Starf hans, sem samvinnumanns hefir skipzt á milli Kaupfélags Ey- firðinga annarsvegar og samvinnu- hreyfingar allrar þjóðarinnar hinsvegar. Hann var fyrst kosinn í stjórn K. E. A. árið 1906 og varð formaður þess félags árið 1918. Ár- ið 1926 var hann kosinn í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga og varð formaður þess árið 1936 við fráfall Ingólfs Bjarnasonar. Báð- um þessum störfum gegnir hann enn. Árið 1916 bauð E. Á. sig fram til þingsetu í Eyjafjarðarkjördæmi, af hálfu Framsóknarflokksins. — Hlaut bann kosningu og hefir set- Ið á þingi síðan. Var fjármálaráð- herra í stjórn Tr. Þórhallssonar á árunum 1929—31, forseti samein- aðs þings árið 1932 og forseti efri deildar síðan á haustþinginu 1933. Samvinnumenn — 5

x

Heima

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima
https://timarit.is/publication/1665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.