Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 7

Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 7
Þjófur er sá, sem hefir veriO svo bráðfíkinn í eigur annarra, að hann hefir ekki gefið sér tíma til þess að stofna hlutafélag. Heymin skerpist, að sögn, þegar aug- unum er lokað. Þá verður líka skiljan- legt, hversvegna menn streitast við að halda opnum augunum, þegar ræðu- höld fara fram á samkomum. Frú (í boði): „Hvar er laglega stúlk- an, sem bar fram víniff áðan?“ Húsfreyjan: „Vantar yffur vín?“ Frúin: „Nei, mig vantar manninn minn“. Prestur var aff spyrja börn og segir: „Hvaff eru vanrækslusyndir?“ Eftir stundarþögn kveður stúlku- barn upp úr: „Ég held það séu synd- ir, sem við höfum átt að drýgja, en vanrækt". „Hve gamlar eruð þér?“ spurði dóm- arinn. „Tuttugu og eins árs og nokkurra mánaða“, sagði vitnið, sem var kona. „Og hve marga mánuði? Munið, að þér þurfiff aff staðfesta framburð yð- ar með eiði“. „Eitt hundrað og tuttugu“. Atvinnurekandinn: „Þér eruð því miður of ungur ennþá“. Drengurinn: „Á ég að líta aftur inn eftir viku?“ „Hvað! Eruð þér að ráða krossgátu, herra læknir?“ „Já, svona til að drepa tímann“. „Nú, hafiff þér ekki nóga sjúklinga? „Ég er ákaflega- óhamingjusamur í ástum“, sagði kunningi minn einu sinni. „Ég er viss um, að ef ég hefði verið Adam, þá hefði Eva piprað“. „Áður en við giftumst“, sagði kona við mann sinn, „ókum við alltaf í einka- bílum, hvert sem við fórum. Nú finnst þér strætisvagnarnir fullgóðir“. „Nei, yndið mitt“, svaraði maður- inn. „Það er ekki að mér finnist þeir beint fullgóðir. Það er af því, að ég er svo hreykinn af þér. I einkabíl sér þ'ig enginn nema bílstjórinn, en í strætis- vagninum sjá þig svo margir“. Ungur maður trúlofaðist stúlku eins og gerist og gengur. Kom þá faðir hans að máli við hann og sagði honum, að illt væri í efni, því að stúllcan væri systir hans. Varð þá ekki meira af t'i'úlofuninni. Skömmu seinna trúlofast hann í ann- að sinn, en allt fer á sömu leiff. Faðir hans tjáir honum, að hún sé einnig systir hans. I vandræðum sínum skýrir hann móð- ur sinni frá öllum málavöxtum. „Láttu þetta ekki á þig fá, drengur minn“, sagði móðirin. „Öllu er óhætt, pabbi þinn á ekkert í þér“. Um 1800 skipta nú við Pöntunarfélag verkamanna. Hlunnindi þeirra eru: — ódýrar, góðar vörur í hreinlegum, nýtízku umbúð- um; — góð, lipur afgreiðsla. — árleg hlutdeild í tekju- afgangi félagsins. heitir staðurinn? í öllum blöðum þessa ár- gangs verða birtar nafnlausar myndir af sérkennilegum stöð- um víðsvegar á íslandi. Lesend- um blaðsins gefst færi á að sýna hve kunnugir þeir eru landi sínu og afla sér um leið verðlauna. Safna skal öllum — 12 — svörunum saman árið út og senda til Heima. Pósthólf 944, Reykjavík. Veitt verða þrenn verðlaun 50 kr., 25 kr. og 10 kr. Ef fleiri en þrjár rétt- ar ráðningar koma, verður dregið um vinningana. Lárétt: 1. Verzlunarfélag (skammst.), 3. kauptún, 8. sjór, 10. tímaatviksorð, 12. hress, 13, fæða, 15. nota tölur, 18. fjall í Asíu, 20. tveir eins, 21. handleg'gur (þolfall), 23. frysta, 24. firmanafn, (skammst.), 25. söngl, 27. notað við líflát, 29. dýr, 31. vídd, 33. er í vömb, 34. áma, 36. þys, 37. notaðar í regni, 40. samtenging, 41. liðamót, 43. algeng skammstöfun, 44. áburður, 45. tímabil, 46. í gripahúsi, 47. tímamál, 49. algeng skammstöfun, 50. bára, 51. karlmanns- nafn (þolf.), 52. beina að, 53. fugla- söngur, 55. eldsneyti, 56. sama og 11 lóðrétt, 57. land í Evrópu, 61. skamm- stöfun fyrir firma. 62. orusta, 63. fóðra vel, 64. sandbleyta, 66. samsafn, 68. byggja illa, 70. jarðvegur, 72. sama og 4 lóðrétt, 73. upphrópun, 74. reglusemi, 76. skáld, 77. lítið trog (þolf.), 80. Balkanbúi, 83. svik, 84. erfiði, 86. um- ræður, 87. knýja árar, 88. mannsnafn, 89. þæg. Lóðrétt: 1. Verzlunarfélag (skammst.), 2. i geðshræringu, 3. kvenmannsnafn, 4. einkennisbókstafii', 5. mannsnafn, 6. óþekkt persóna, 7. kvenmannsnafn, 8. sorg, 9. klæði, 11. einkennisbókstafir, 14. tónn, 16. samtenging, 17. óp, 18. flýtir, 19. umstang, 22. orka, 23. grá- leitt, 25. skagi, 26. blundur, 28. endir, 29. pest, 30. skapgerð, 32. skartgrip- ur, 34. hljóð, 36. brak, 38. skæla, 39. smádýr, 40. heiti á ós, 42. borða, 45. tré, 48. handverksmaður, 52. partur ræðunnar, 54. kvenmannsnafn, 57. snjór, 58. á klöpp, 59. hanga, 60. und- irvitund, 62. væta, 65. vogrek, 67. hljóð, 68. dóttir Loka, 69. hirta, 71. atviksorð, 73. á reipi, 75. lofttegund, 77. koma við mikla geðshræringu, 78. athuga, 79. verkfæri, 81. einkennis- bókstafir, 82. vond, 84. sama og 49 lá- rétt, 85. einkennisbókstafir. Tip - Top - er núna þvottaduft hinna vandlátu. 1. mynd Hvað heitir þessi staður? — 7 —

x

Heima

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima
https://timarit.is/publication/1665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.