Heima - 01.02.1937, Side 4
Prú Simpson, hin margumrædda
ástmæv hertogans af Windsor, fyr-
verandi Englandskonungs, liefir
hvergi frið fyrir ljósmyndurum.
Hér birtist ein síðasta myndin
af lienni (t. v.).
Árið 1919 var frú Simpson við-
urkennd af ljósmyndurum í Ame-
ríku sem hin fuilkomna fyrirmvnd
(the perfect model). Litla mynd-
in af henni er frá þeim tíma.
Það er athyglisvert
fyrir neytendur —
— a ð þeim húsmæðrum fjölgar óðum, sem
nota þurrkaðar, grænar baunir, í stað niður-
soðinna bauna, sem eru meir en þrisvar sinnum
dýrari. Þnrrkuðu baunirnar eru taidar fyllilega
jafngóðar ]>eim niðursoðnu, ef Jjan- eru lagðar í
bleyti eina nótt, og síðau soðnar i vatni. sem
dálítið af sykri og ediki hefir verið látið út í.
•— að þeim húsmæðrum fækkar óðum, sem
kaupa kex í lausri vigt. Kex í pökkum uppt'yllir
algerlega þa-r lireinla'tiskröfur, sem hver hús-
móðir verður að gera til vörnnnar. Lað f;er ryk-
þéttar umbúðir strax í verksmiðjvnui. og eng-
snertir á því fyrri en luismóðirin sjálf. heima í
eldhúsi.
— a ð einstök fyrirtæki skuli geta skapað
sér aðstöðu, sem nálgast það að vera einokun.
aðeins með auglýsingum. .Mörg dæmi mætti tína
til um vörutegundir. sem hafa verið auglýstar.
þar til fólk fór að trúa því. að þ;er væru beztar.
í skjóli þeirrar trúar, sem auglýsingarnar hafa
skapað, geta svo fyrirtækin sett ])að verð, sem
þeim sýnist, á vörnna.Neytendur og félögþeirra
hljóta að vinna gegn því, að einstökum fyrir-
tækjum takist þetta. Það. gera þau bezt með
]>ví að framleiða vörur, sem geta keppt við
merktu vörurnar.
— að hið stranga matvælaeftirlit ríkisins
skuli leyfa að selja kjötfars, sem er blandað
svo miklu vatni og hveiti, sem tíðkast sumstað-
ar í kjötverzlunum bæjarins. Það eru til dæmi
nm, að kjötfars sé blandað allt að 40% af vatni
og lö—20% hvciti. Er ekki hægt að setja eitt-
hvert hámark á það vatnsmagn og hveitimagn,
sem má vera í kjötfarsi, eða fyrirskipa notkun
á mjólk í staðinn? Er ekki athugavert, að selt
sé kjötfars, sem ekki er að hálfu leyti úrkjöti?
— a ð ekki hefir verið gerð hér á landi
svo kunnugt sé, ein einasta rannsókn á
m y s u o s t i . Munu það þó vera fá heim-
ili, sem ekki nota þessa matartegund,
meira og minna. I efnarannsóknarskýrsl-
um Búnaðarfélagsins frá 1S29 er mysu-
ostur ekki nefndur á nafn. Þetta er lítið
dæmi þess, hve fólk gengur algerlega
blindandi að því að velja sér matvæli, og
tryggja sér notagildi þeirra.
Hér fara á eftir tölur, er sýna lauslega
áætlun um samsetning mysunnar:
Eggjahvíta................. 8:—9%
Feiti...................... 2—3 %
Mjólkursykur . . . . 40—45%
Steinefni................... 5—6%
Eftir þessu eru í ostinum allir þeir nær-
ingarflokkar, sem nauðsynlegastir eru fyr-
ir manninnn. Sérstaklega er þó athuga-
vert hve mikið er af steinefnum. Þessi
sömu efni eru keypt rándýru verði í græn-
meti og öðru þvílíku. — Hversvegna er
mysuostur ekki notaður enn meira?
— a ð til þess að smíða líkkistu utan
um dáinn mann, er krafizt 3—4 ára náms.
En til þess að matreiða fyrir almenning,
selja matvæli, í stærri og smærri stíl, er
ekki krafizt neinnar sérþekkingar né sér-
staks lögregluleyfis. Eftirtektarverður er
dómur, sem nýlega var felldur í lögreglu-
rétti Reykjavíkur. Dæmdur var maður
fyrir matvælasvik, sem áður hafði verið
dæmdur tuttugu og einu sinni, og samtals
í 9 mánaða fangelsi fyrir margvísleg af-
brot. Ætla mætti, að full ástæða væri til
þess að hafa eftirlit með því, að matvæla-
framleiðsla almennings væri í tryggari
höndum. Sérþekking á framleiðslu mat-
'væla, er sízt ónauðsynlegr: en kunnátta til
annara starfa. Hví er almenningi ekki
tryggt með lögum, að þau matvæli, er
hann kaupir tilbúin, séu framleidd af
kunnáttumönnum ?