Heima - 01.02.1937, Side 3
Að upphafi
Blað það, sem hér kemur fyrir almenn-
ingssjónir, er í raun og veru beint áfram-
hald af ,,Pöntunarfélagsblaðinu“, sem
Pöntunarfélag Verkamanna hefir gefið út
tvö undanfarin .ár. Aðeins er formi blaðs-
ins breytt, að nokkru leyti í samræmi við
þá þróun og þann vöxt, sem Pöntunarfé-
lagið hefir öðlazt á þessum tíma, og að
nokkru leyti í áttina að hliðstæðum blöð-
um, er neytendasamtök annarra landa
gefa nú út. við góðan orðstír.
Heima er nafn blaðsins. Með því er
táknuð sú ætlun að komast í sem nánast
samband við heimilin, grundvöll neyt-
endasamtakanna, og verða einn liður í
daglegum þörfum heimilisins, til gagns
og gleði. Því takmarki hyggst blaðið ná
með því að flytja lesendum sínum ná-
kvæmar fregnir og fróðleik um neytenda-
samtökin, styrkja efnahagslega aðstöðu
heimila með því að tengja þau neytenda-
hreyfingunni, opna augu manna fyrir nyt-
semi hennar og treysta sem bezt samband
hvers einstaks félaga við félag sitt, með því
að gera honum sem ljósust störf og stefnur
þeirra manna, er hann hefir falið að ann-
ast vörukaup sín.
í öðru lagi hefir blaðið í hyggju að
flytja léttara efni til fróðleiks og skemmt-
unar, svo sem smágreinar, sögur, kvæði,
myndir, kímni o. fl., er orðið gæti til
dægrastyttingar og hugléttis, þegar tóm
gefst frá önnum dagsins.
Heima mun ekki taka þátt í stjórnmála-
deilum né starfa á vegum neins sérstaks
stjórnmálaflokks. Blaðið mun fyrst og
fremst vinna að áhugamálum neytenda-
hreyfingarinnar á frjálsum samvinnu-
grundvelli. Það mun tala máli bættra
verzlunarhátta eins og þeir birtast nú í
stefnu neytendasamtakanna, sem óðum
ryðja sér til rúms, bæði hér í Reykjavík
og annars staðar. Loks skal það tekið
fram, að Heima óskar að eiga vinum að
mæta hjá þeim málgögnum, er þegar hafa
hafið starf á svipuðum grundvelli.
Hinsvegar verða engin nánari loforð
gefin að sinni um efni blaðsins né ágæti.
Slíkt fer algerlega eftir þeim viðtökum, er
blaðið fær. Það er á valdi þátttakendanna
í neytendahreyfingunni, hvort þeir eignast
hér sitt eigið heimilisblað, sem um leið
sé lifandi samband milli þeirra og þeirrar
stofnunar, er þeir hafa reist til hagsmuna-
legrar tryggingar heimilum sínum og
framtíð.
Hvers virði
er blað?
Svo kann margur að spyrja nú á þess-
um síðustu tímum, þegar skriffinnskan og
prentsvertan herja vægðarlaust á sér-
hvern iesandi mann, svo mörgum þykir
nóg um. Nú, þegar naumast gefst tími til
þess að hugsa hugsun til enda, áður- en
hún er flogin í þúsundum eintaka upp til
dala og út með strönd.
En þrátt fyrir blaðamergð og skæða-
drífu af nýjum bókum, má telja málgögn
neytendasamtakanna á fingrum annarrar
liandar. Bækur um slík efni eru næsta fá-
ar á íslenzkri tungu. Mætti þó ætla, að
ómerkilegri mál væru rædd og í letur
færð, þar sem um er að ræða einn aðal-
þáttinn í efnahagslegri líftaug hvers ein-
asta heimilis.
Hér skal þó sízt gengið fram hjá því
bezta, sem við eigum í þessu efni. Fyrir
nokkrum áratugum spratt Tímarit Kaup-
félaganna og Samvinnufélaganna — nú
Samvinnan — upp úr gaddinum, sem
læstist þá um jarðveg íslenzkrar verzl-
unar. Fleira mætti nefna, en hér er ekki
ætlunin að rekja sögu samvinnustefnunn-
ar, né brautryðjenda íslenzkra verzlun-
armála, heldur aðeins að minna á þá sögu-
legu og efnahagslegu þýðingu, er áður-
nefnt tímarit hefir haft fyrir íslenzka
þjóð og íslenzka neytendahreyfingu.
Enn er verkefnið fyrir hendi, og fer stöð-
ugt vaxandi. Með því að gefa út blað,
hafa neytendasamtökin ekki einungis
möguleika til þess að boða hverjum ein-
stakling sérhverja hræringu í verzlunar-
lífinu og viðhorf heildarinnar gagnvart
einstaklingnum, heldur gefst hverjum ein-
stakling einnig færi á að bera skoðanir
sínar fram fyrir fjöldann á þeim vettvangi,
sem tryggir honum áheyrendur. Á þenn-
an hátt er opin leið til stöðugra gagn-
áhrifa milli einstaklingsins annars vegar
og neytendasamtakanna sem heildar hins
vegar, svo og hinna ýmsu félaga.
Sú stórbygging, sem neytendasamtökin
hafa með höndum, verður að vera sterk og
gagnrýnd, ef hún á að þola barnasjúk-
dóma reynsluáranna og tímans tönn, er
lengra líður.
Með stöðugum vexti neytendahreyfingar-
innar, vex og það starfssvið, er bíður blaða-
kosts hennar. Auk þess að flytja verzlun-
arfréttir, samvinnufróðleik, hagskýrslur o.
þ. u. 1., hlýtur starf neytendablaðanna
einnig að teygja sig inn á svið skemmti-
lestrarins, sem óneitanlega hefir til þessa
dags verið gildur meiður undir hugsana-
lífi þjóðarinnar, er vitandi og óvitandi
hefir drukkið í sig anda þess lesmáls, er
hún hefir náð til í fámenni djúpra dala
og hrjóstugra stranda.
Þótt nú sé kostur fenginn á fjölbreytt-
ári dægrastyttingu en fyr, les þjóðin mik-
ið enn, vandað og óvandað efni, að
nokkru leyti eftir vali, en einnig að nokkru
eftir því, sem tilviljun leggur henni upp í
hendurnar.
Neytendahreyfingin á hér stórt verk-
efni íyrir höndum — að afla fólkinu les-
máls og sníða það eftir kröfum nútímans
í samræmi við þær hugsjónir og þau verk-
efni, sem efst hljóta að verða á baugi í
slíkum félagsskap.
Erlendis hafa neytendasamtökin þegar
tekið upp óslitna starfsemi í þessu efni.
Sænsku neytendafélögin t. d. gefa út stórt
blað, sem að nokkrum hluta er helgað
hagsmunalegu baráttunni, en flytur að
öðru leyti skemmtiefni, svo sem smárit-
gerðir, sögur, kvæði, myndir o. fl. Dæmi
þessa yrði of langt upp að telja. Hinsveg-
ar ber öllum aðilum saman um gildi slíkr-
ar útgáfu, þar sem reynsla er þegar Teng-
in.
Við treystum því, að fylgjendur neyt-
endasamtakanna leggi hver og einn sinn
skerf til þess, að þetta blað megi ná sem
mest og bezt tilgangi sínum. Við skorum
á þá að senda því stuttar gagnorðar grein-
ar, láta í ljós álit sitt á efni þess í rök-
studdu formi, jafnt lof og last, láta þess
getið ef þeir hafa sérstakar óskir fram
að færa. Þótt ef til vill verði ekki hægt að
sinna öllu slíku, er það nauðsynlegt til
þess að skapa traust samband blaðsins og
lesendanna í framtíðinni.
Það yrði of langt mál að telja það upp
hér, hve mörg viðfangsefni eru framund-
an, sem þarfnast bráðrar úrlausnar, og
sem þörf er að rita um, hér skal aðeins
bent á sum þau helztu:
Afnám skuldaverzlunarinnar, eitt
stærsta viðfangsefni neytendahreyfingar-
innar, sköpun staðverðs, pöntunarfyrir-
komulagið, samstarf hinna ýmsu neyt-
endafélaga o. fl. Við vitum, að úrlausnir
allra þessara mála eru að skapast smátt
og smátt í hugum fjöldans,'sem samvinnu-
verzlanirnar hafa vakið til umhugsunar
um þessi efni. Við bíðum eftir að fá að
heyra raddir um þetta. Það er krafa okk-
ar ,til þeirra, sem aflað hafa sér órækra
sannana fyrir því, að samvinnuverzlunin
starfar ætíð ódýrar en einstaklingsverzlun,
að þeir veki athygli* annarra á þeim stað-
reyndum.
Hlutverk neytendahreyfingarinnar er
að tryggja sérhverjum félagsmanni góðar
vörur gegn sannvirði. Því fleiri einstak-
lingar, sem leggja saman, því betri árangur
fæst.
Með samvinnu í verzlunarmálum hefir
sérhvert heimili þjóðarinnar tækifæri til
þess, að skapa sér trausta líftryggingu,
vissu fyrir því, að starfsarður þess komi að
fullum notum. Blað neytendahreyfingar-
innar er einn liðurinn í þeirri tryggingu.
Gildi hans fer eftir því, hversu vakandi
félagsmenn eru fyrir hagsmunum og á-
hugamálum sínum. En um möguleikana
verður ekki deilt.
Við treystum því, að fylgjendur íslenzkra
neytendasamtaka verði ekld eftirbátar
skoðanabræðra sinna í öðrum löndum, og
Heima eigi eftir að opna margar nýjar
leiðir til nýrra áfanga.
— 3 —