Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 8

Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 8
Námskeiö í ástum FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU. þín kennsla kemur mér ekki að notum, hvað þá? — Ef mig langaði til að vinna huga einhvers manns, þá mundi ég fara svona að, segir hún og leggur hend- urriSr um háls honum og kyssir hann marga kossa. Dúnmjúk kinn hennar snertir vanga hans. — Svona er byrjunin, segir hún. Svona --------- — Og svo? Jóhann Pétur dregur andann ótt og títt. Elsa fer frá honum og stöðvar grammófóninn. Munnvikin teygjast upp á við. — Það fylgir þér angan af sól og vori, segir hún allt í einu. II. Svo kemur sá mikli dagur. Jóhann Pétur hefir boðið Evu út til þess að dansa og hún hefir lofað að koma. Hann hafði ákveðið, að þetta skyldi vera rétt eftir mánaðamótin, því að þá var helzt um peninga að ræða. Elsa hafði sagt honum á hvaða kaffihús hann skyldi fara. — Þar er lang-skemmtilegast, sagði hún, Ijósin viðfelldin og hljómsveitin spilar svo prýðilega. Sjálf situr hún ein heima og les þetta kvöld. Það hefir verið mikið að gera á skrifstofunni, og nú liggur hún í mjúkum púðum og reykir heil ósköp af sigarettum. Jafnvel þeir, sem lifa á 20. öld, eiga mikið af æstum tilfinn- ingum. Það er drepið á dyrnar. Kom inn, segir húsmóðirin. Og inn kemur Jóhann Pétur. Hann er æstur og órólegur, í samkvæmisföt- um, sem fara honum vel, og rósir í höndunum. — Stelputryppið var ekki heima. Hún hafði vist gleymt öllu saman. Elsu langar til að hlæja, en hún gerir það ekki. Þarna stendur Jóhann Pétur í öngum sínum með frakkann flakandi frá sér og hattinn á höfðinu. Stúdent, sem hefir tekið námskeið i ástum og lítur út fyrir að fá góðan vitnisburð. — Elsa, segir hann auðmjúkur. Hjálpaðu mér frá því að missa alla virðingu fyrir sjálfum mér. Hann hneigir sig af mestu prýði og tekur ofan. — Ungfrú, segir hann. Ég vona, að kvöldkjóllinn yðar sé svartur, hann hlýtur að fara vel við yðar gullna hár og þessar einföldu rauðu rósir. Þau eiga vel saman. Hann er nokkru hærri og þau dansa ákaflega vel. Þau hafa skemmtilegt borð, dálítið út af fyrir sig, og maturinn er góður. — Kvenhár á að vera engilbjart, segir hann. Það minnir á sólskin. Þau reykja Abdullah. Hún andar reyknum að sér, hann blæs smáhring- um út í loftið. — Farðu með fingurinn innan i einn hringinn, segir hann. Það boðar ham- ingju. Hún gerir það. — Elsa, segir hann. Það er yndis- legt nafn. Hann stendur hljóðlega á fætur og þegar hún rís líka upp, fær hann tækifæri til að grípa hönd hennar, Blái borðinn er framleiddur í fullkomnustu verk- smiðju landsins, með nýtisku vélum, sem framleiða 500 kg. á klukkustund. Feilín er aldrei snert með hendí, frá því hráefnin eru losuð úr tunnun- um og þar til húsmæðurnar opna smjörlikispakkann. þegar þau ganga fram á dansgólfið. Hún lætur það fúslega viðgangast. Þau nema skyndilega staðar. Alveg við dansgólfið er borð, sem nýlega hefir verið sezt við. Eva og Þorvaldur. Eva blóðroðnar. Jóhann Pétur hneig- ir sig. Hann tekur fimlega upp af gólfinu vasaklút, sem hún hefir misst. — Hvað i ósköpunum er hægt að gera með svona litla dulu? spyr hann. Eva þrifur klútinn með sínum smáu höndum. Elsa slær þessu upp í glens. — Þorvaldur, segir hún við íþrótta- garpinn. Ég held bara, að við höfum aldrei dansað vals saman. Ég er lika orðin leið á því að dansa við Jóhann. Hún brosir til Evu. — Má fá herrann þinn lánaðan? Þau verða tvenn fyrstu pör á gólf- inu. — Heyrðu, ég gleymdi þér víst al- veg, byrjar Eva. Jóhann er allur eitt bros. Hann horfir í augu henni. — Ég hefi alltaf -verið að brjóta heilann um, á hvað þú minntir mig. Nú veit ég það. Eva spyr hvað það sé. — Myrkur og svalur skógur, segir hann. Skógur með bláum, skínandi vötnum. Það gerir mig angurværan. Næsti dans er tango. Eva dansar nú aftur við Þorvald og henni finnst nú allt í einu, að hann dansi klunnalega. Hún tekur líka eftir þvi, að Elsa og Jóhann vekja athygli manna vegna þess, hve létt þau dansa og eru vel samstiga. — Þú, segir Elsa, hún hefir hjart- slátt, hún er ekki eins köld og sjálf- stæð og áður. — Segðu mér, er þér alvara með þetta framvegis? Jóhann raular danslagið. — Ich habe dich einmal gekiisst, syngur hann inn í eyra henni og snert- ir það mjúklega með vörunum. Hann leiðir hana aftur að borðinu þeirra. — Elsa min, hvíslar hann blátt áfram og innilega. — Sjálfsálit karl- mannsins er það viðkvæmasta, sem hann á. Hann getur aldrei fyrirgefið, ef það er sært. I kvöld hefir þú bjarg- að sjálfsvirðingu minni, og þú ert yndislegasta stúlkan, sem til er. — Þjónn, hrópar hann. — Kampa- vín! Hún mótmælir svo höfðinglegri eyðslusemi. — Hversvegna ekki, spyr hann og leggur hendina um mitti hennar. — Mér fellur liturinn svo vel, hann minnir á hárið á þér. III. Hann ekur henni heim í bifreið. — Það er sjálfsagt að lifa eins og konungur þann dag, sem vinna á hjarta stúlkunnar sinnar. Var það ekki eitt af því, sem þú kenndir mér á nám- skeiðinu? Elsa hvilir í faðmi hans og hugsar margt og beitir sinni kvenlegu rök- vísi. Það hafði verið auðséð á því, hvernig Eva hafði horft á Jóhann um kvöldið, að henni leizt mjög vel á hann, og það vissi hann sýnilega líka. Var hann ef til vill að draga sig eftir Elsu lika til þess að gera Evu afbrýðis- sama, eða hvað? — Elsa, segir hann. — Ertu þá al- veg óvinnandi borg? Hún lítur í augu hans og þá er henni allri lokið. Hún lætur rökvísina sigla sinn sjó og leggur armana um háls honum. — Mín ei~in vopn hafa bitið mig, segir hún. Jóhann Pétur hefir lokið námskeið- inu í ástum. Hann er nú stud. filolog að nýju. R. Jóh. !'ýddi úr norsku. ísafoklarprentsmiðja h.f. — 8 —

x

Heima

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima
https://timarit.is/publication/1665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.