Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 6

Heima - 01.02.1937, Blaðsíða 6
íflcurrudkúh / á i. Eg er alveg bálskotinn, stynur hann. — Hún er fallegasta stúlka í heim- inum. Unga stúlkan, sem hlustar á hann, hallar sér aftur á bak á legubekkinn og kveikir í nýrri sigarettu. Hefði hún verið ung fyrir svo sem þrjátíu árum, hefði hún sennilega föln- að og hrópað upp yfir sig. En hún er nútímastúlka og þess vegna lætur hún ekki tilfinningar sínar í ljós. — Eg hefi aldrei séð svona fallegt hár fyrr, heldur hann áfram. — Já, þú þekkir hana lika, Elsa. Er ekki satt, sem ég segi? Jú, Elsu fannst það. Enda var varla annað hægt. Hin stúlkan var hrífandi fögur. Há og grönn, með grá augu og löng augnahár. Dökkt hárið féll í bylgj- um niður á snjóhvítan hálsinn. — Og lízt henni alls ekkert á þig? segir Elsa. — Ekki minnstu vitund. Jóhann Pétur, stud. filolog., stynur og lítur með hryggðarsvip á vinkonu sína. — Hvað á ég að gera, Elsa? Elsa hugsar. Hún dregur reykinn djúpt að sér og starir á blett, sem vegna leka hefir einhvern tíma komið í loftið í fátæklega herberginu hennar. Hún hefir alltaf skoðað Jóhann Pétur sem sína eign. Þau höfðu verið félagar í menntaskóla og svo áfram, þegar þau komu til höfuðstaðarins til framhalds- náms. En við það nám var Elsa aðeins eitt ár, þá gat faðir hennar engan styrk veitt henni lengur, og svo komst hún að á skrifstofu. Þar fær hún hundrað og fimmtíu króna laun á mánuði, og það verður hún að komast af með. Sama er að segja um Jóhann Pétur. Hann fær svipaða upphæð heim- an að frá sér og lifir eins og flestir stúdentar gera. .— Jóhann Pétur, segir Elsa og horf- ir rannsakandi á hann. •— Þú veldur mér vonbrigða. Hann lítur á hana djúpbláum augum. Hann er sólbrennd- ur, hefir hátt enni og jarpt hár, varir hans eru blíðlegar, næstum barnslegar. — Það er merki um vanmátt, heldur Elsa áfram, — að viðurkenna það nokkurn tíma, að maður hafi enga möguleika í lífinu. Ég met þig ekki mikils, ef þú hefir ekki nægilegt sjálfs- ÁjbtuJOX traust til þess að taka upp harða bar- áttu. — Hún tekur Þorvald, með öll sín grófgerðu íþróttamannseinkenni fram yfir mig, svaraði Jóhann Pétur. — Láttu það ekki á þig fá; Elsa drepur í sigarettunni. — Heyrðu, segir hún alvarleg. — Sé þér alvara með þetta, þá skal ég hjálpa þér. Með þessu tilboði sýnir hún, að hún er bara góður og einlægur félagi. Hvað stoðar líka að vera að hugsa um mann, sem elskar aðra stúlku? — Mér er bláköld alvara, segir hann — og svo takast þau í hendur. — Næsta dag lætur þú málfræðina sigla sinn sjó og leggur aðeins stund á fræði ástarinnar. Og nú hefst kennslan af miklu kappi. Hún kennir honum að vera lipur og frjálslegur í hreyfingum, hann verður líka hreinn snillingur í því að taka upp vasaklúta, sem fallið hafa á gólfið, og hann hneigir sig svo fagurlega, að un- un er á að horfa. Hann æfir sig í að segja hrósyrði, sem eru ástarjátning- ar, þegar nánar er aðgætt, hann held- ur lengi um hönd hennar, án þess að vera nærgöngull, Og þegar honum heppnast að kveikja i sigarettunni hennar, án þess það liggi við, að hann kveiki í nefinu á henni, lýsir hún því yfir, að hann sé nú næstum því full- numa. — Það er mesti misskilningur, að okkur kvenfólkinu lítist bezt á menn, sem eru óheflaðir og hrottalegir. — Það er reyndar gott, að menn séu djarflegir, en við verðum fljótt leiðar á þeim, sem láta mikið yfir sér og segj- ast alltaf gera eins og þeim býr í brjósti. Ef Evu lizt betur á Þorvald, vegna þess að hann hagar sér þannig, þá munt þú á svipstundu vinna hjarta hennar, þegar hún sér, að þú ert alveg þvert á móti. Hann hlustar alvarlegur og horfir á hnakkann á Elsu. Honum finnst hún hafa óvenjulega fallegan hnakka, þrátt fyrir það, þó að hún hafi drengjakoil. En honum þykja langir lokkar fallegri. Hún setur dansplötu á grammófón- inn og hann horfir á hendur hennar á meðan. Þær eru langar og sterkar, en hendur Evu eru litlar og holdugar. Það er Elsa, sem hefir kennt honum listina, að umgangast konur. Hlýtt handtak segir oft meira en orð fá sagt. Oft hefir það meiri áhrif að kyssa á hvern fingur en að kýssa á alla hendina. Aldrei á að biðja leyf- is, bara horfa inn í augun og svo á varirnar, þar til þær gefast upp. Held- ur má ekki líta á alla hluti sem sj álf- sagða, heldur bíða tækifæris. Legðu alltaf áherzlu á einstök at- riði. — Hver einasti klaufi getur lát- ið sér detta í hug að segja við stúlku: Þú ert falleg. En vel getur verið, að þú verðir sá fyrsti, sem segir við hana: En hvað þú hefir falleg eyru, eða þá: Svona fallegt enni hefi ég aldrei séð fyrr. — Hvernig í ósköpunum hefirðu lært allt þetta? spyr Jóhann Pétur. Hann hefir alltaf litið á Elsu sem félaga. Hann hefir ekki komið auga á það fyrr, að hún er stúlka eins og allar hinar, fríð og vel vaxin. Hann tekur utan um hana, og þau dansa. Hann spyr hana nánar um það, hvernig hún hafi lært allt þetta. — Heldurðu að ég hafi alltaf lifað eins og álfur út úr hól? segir hún. Jóhann Pétur verður ósjálfrátt af- brýðisamur. Hann hefir alltaf litið á Elsu sem sjálfsagðan förunaut, sem hann gæti leitað hvíldar hjá i raunum, og þegar hann kæmi þreyttur og leið- ur frá lestrinum. Honum hefir aldrei komið til hugar, að nokkur gæti tekið hana frá honum, og honum finnst vin- átta hennar ómissandi. — Ertu ástfanginn af nokkrum? spyr hann. Elsa játar að svo sé, og hann sér að augu hennar verða djúp og glöð. Augu hennar geta aldrei orðið myrk og dul eins og augu Evu. Það leikur alltaf bros um varir Elsu, jafnvel þegar hún er alvarleg, vita munnvikin lítið eitt' upp á við. Hann starir á varir hennar. — Jóhann Pétur, segir Elsa, ■— þú ert afburða næmur, og ef ég hefði ver- ið Eva núna, hefði ég óðara gefið mig þér á vald. — En ef hún er nú óvinnandi og öll FRAMH. Á ÁTTUNDU SÍÐU. Viðtal við O'Neill FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. að því loknu fara þau hjónin til Sví- þjóðar. Ekki með farþegaskipi, nei, með sænsku vöruflutningaskipi. — Ég kann bezt við að ferðast þann- ig, segir hann, — ég er gamall sjó- maður í húð og hár. Það er gott fyrir blaðamanninn að tala við O’Neill, hann veit hvað blað- inu kemur bezt, hvað fólkið spyr um. Honum þykir vænt um að hafa fengið Nobelsverðlaunin, en er ekki laus við að vera hálffeiminn yfir þessu öllu saman. — Þetta kom alveg óvænt, segir hann, ég gerði ekki ráð fyrir því, að Ameríkani fengi verðlaunin, sízt að þau lentu hjá mér. Þá voru meiri lik- ur með Theodore Dreiser. Hann hefir áreiðanlega unnið til þess. En — þetta var undrunarefni, sérstaklega ánægju- legt, ég ætlaði varla að trúa þvi, þeg- ar konan mín vakti mig í morgun og sagði, að ég væri orðinn Nobelsverð- launarithöfundur. Órólegu hendurnar — þær vekja stöðugt athygli á sér -— taka annan vindling. — Ég vildi, að ég gæti verið með í Stockhólmi, þegar úthlutað er verð- laununum, en störf og viðskipti hindra það. Við erum nýflutt til Seattle, er- um að búa um okkur, og ætlum að reyna að selja húsið okkar í Georgia. Auk þess feru ýms viðskipti í New- York til tálmunar. í raun og veru kom ég hingað norðvestur að Kyrrahafinu til þess að afla mér undirstöðu í Ieik- rit, sem ég hefi á prjónunum. Það er geysistórt verk, ég hefi unnið að því lengi, og á þó mikið ógert. Þetta er leikritaflokkur, saga amerískrar fjöl- skyldu frá 1809—1932, lýsir veru hennar, fyrst á Atlantshafsströndinni, svo á Kyrrahafsströndinni, síðan aftur á austurströndinni og endar loks í Mið-álfunni. Þátturinn frá norðvest- urlandinu gerist að sönnu um 1870, en samt sem áður get ég enn aflað mér nægra upplýsinga um efnið. Ég hefi það fyrir sið að fara á stúfana og kynna mér landið og fólkið, eftir að ég hefi raðað niður efninu í hvert rit- verk. Hér ætla ég að sjá mig um, fara til British Columbia, austur til Butte Montana' og suður að Oregeon-landa- mærunum, til þess að grúska í hlutun- um. I fyrstu reiknaði ég með fjórum að- alþáttum í þessu safni. Nú verða þeir átta eða niu. Sérhver þeirra er sjálf- stætt leikrit, geta verið leiknir allir í heild, en einnig hver út af fyrir sig. Næsta haust vonast ég eftir því að hafa lokið þessu, svo að leikhúsið geti tek- ið það til yfirlestrar. Guild-leikhúsið tekur það að sér, en auk þess eru ýms- ir verkfræðilegir erfiðleikar, sem þarfnast úrlausna. Reyndar átti þegar að vera byrjað á fyrstu hlutunum, en ég vildi heldur hafa lokið öllu verkinu, áður en það kæmi á leiksvið. Síðan verður það að bjarga sér sjálft. Eg laumast að með þá nærgöngulu spurningu, til hvers hann ætli að nota verðlaunin. — Ja, svarar O’Neill, ég hef nú tæp- ast haft tíma til þess að hugsa um það. í fyrsta lagi ætla ég þó að greiða skattinn minn. Ég veit ekki, hvort hann hefir átt þarna við, að hann væri kominn á svarta listann, en hitt er víst, að skattanefndinni mun líka þetta bæri- lega. Það verður ekki hjá því komizt að sjá, að O’Neill er meira en lítið undr- andi yfir því að hafa hlotið verðlaun-- in. Að vísu fer það ekki með hann í gönur, en öll framkoma hans sannar, að þetta hefir komið meir en lítið ó- vænt. Hann spyr hvernig hann eigi að vita þetta eða hitt, hvernig hann eigi að haga sér. Hvað á hann að síma sænska akademíinu, við hverju er bú- izt af honum? Og þegar hann heyrir, að hann hafi þegar fullnægt skyldum sínum með því að senda þakkarskeyti, tilkynna að hann taki á móti verðlaun- unum, en geti ekki komið til Stock- hólms fyrir hátíðina, þá undrast hann að galdurinn hafi ekki verið meiri. — Hann hefir búizt við hinum og þessum serimoníum. Við skiljum eftir stundar samtal. Um leið og við tökumst í hendur, segir hann: — Berið Svíunum kveðju mína, seg- ið þeim, að ég sé ósegjanlega þakklát- ur, og að mér sé það ánægja að ferð- ast til Svíþjóðar og hitta þá í sínu eigin landi. H. F. Fabbe (Konsumentbladet). Bláa kannan- brennt og malað kaffi. Pöntunarfélag verkamanna. — 6 —

x

Heima

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima
https://timarit.is/publication/1665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.