Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 8
s
Láttu mig vita um þetta sem allra fyrst með sím-
skeyti eða bréfi.
Eg hef fengið bréf frá Olgu prinsessu um, að henni
er kunnugt um þessar ákvarðanir ykkar, og virðist hún,
eftir bréfinu að dæma, ekki vilja setjast upp á móti
þessum ákvörðunum ykkar, þótt hún segist í bréfinu
til mín elska mig til dauðans, en ég elska dóttur þína,
Onnu enn heitar en Olgu prinsessu frá Austurríki. Auk
þess býst ég ekki við, að Olga geti fullnægt þeim skil-
yrðum, sem hún lofaði mér í bréfinu, er hún bað mín
sér til eiginmanns.
Ég náði í blaðið Life 26. febr. 1945 fyrir þremdögum,
með mynd, þar sem dóttir þín, Anna situr og' er að tala
við föður sinn um einkamál úti í herskipi (Warship).
Ég er mjög hrifinn af svip og fegurð dóttur þinnar,
Önnu, eins og hún lítur út á myndinni, og ég þrái að
mega sameinast henni í trú, von og kærleika sem fyrst
Ef þú getur, þá bið ég þig að skila innilegri kveðju
til Olgu prinsessu, með von um að hún reiðist mér
ekki, þótt ekki geti orðið neitt úr hjónabandi okkar,
þar sem ég hef ekki getað uppfyllt þau skiiyrði, sem
hún og austurríska keisaraættin settu mér fyrir því,
með það, að Otto, bróðir Olgu kæmist í hinn austur-
ríska keisarastól.
En umfram allt láttu mig vita, hvort ég á að koma
til þín, eða hvort þú kemur hingað til mín.
Það segir og skrifar þinn elskandi kjörsonur
Jóhannes Kr. Jóhannesson Roosveelt,
Sólvallagötu 20
Reykjavík — íslandi.