Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 13

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 13
13 Anna, þú kemur oft til mín í draumi, Anna, ég fyllist þá ununar straumi. Eg svíf þér í faðmi frá jarðarinnar glaumi langt hátt í burtu frá ódáðahrauni. Anna mín, gefðu mér hönd þína bjarta, Anna mín, gefðu mér sál sem að skartar. Æ, gefðu mér alla þig brjóst þitt og hjarta, því þú ert það eina sem líf mitt nú vantar. Anna mín, þú ert hin ástríka kona. Gæðum þú stráir til ísalands sona. Kondu í faðm mér, æ gerðu nú svona/ Ég þarf eigi lengi að bíða og vona. Að minni konu þú ert brátt orðin. Anna, við hlið mér sem sverð mitt og koðrinn. Spilin eru nú lögð fram á borðin. Þú ert mín dýrðlega unnusta orðin. Þú svarar mér fljótt, þú skrifað mér hefur við biðils míns bréfi, þú Anna ei tefur. Þú Anna samþykkir allt vel mér gefur blíðum örmum þú ástar mig vefur. Þinn heittelskandi vinur og unnusti. Reykjavík, 23. apríl 1945. Jóhannes Kr. Jóhannesson Roosevelt, Sólvallagötu 20, Reykjavík — íslandi.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.