Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 11

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 11
11 rica mikið (very) þakklátur fyrir þennan mikla heið- ur, sem er ómetanlegur til peninga fyrir mig. Ég bið að skila innilegu þakklæti til Truman fyrir bréfið með hamingjuósk til hans og Bandaríkjaþingsins vegan þessa sérstaka og einstæða í öllum heiminum heiðurs (Honorary) mér veittan. 16. apríl skrifaði ég H. Truman bréf og 13. apríl móð- ur þinni, Elenor annað bréf, sem ég vona að þau séu nú búin að fá, ásamt öllu því, sem bréfinu fylgdi. Ég vona að þú sjáir bréfið, sem ég skrifaði móður þinni. Þess vegna skrifa ég ekki neitt um það efni, sem í hennar bréfi var. Ég er búinn að bjóða mig fram móti Sveini Björns- syni fyrir forseta (presedent) íslands. Ég er búinn að fá yfir 2000 meðmælendur, en berst einn á móti þrem flokkum, sem allir styðja Svein viðkomandi forseta ís- lands, kosinn af 30 alþingismönnum. En ég treysti á guð og lukkuna í þessu sem öðru, þann guð, sem stýrir stjörnum. Ég hitti hér í Reykjavík Piermont Morgan foringja í ameríska setuliðinu hér, og sagði hann mér, að þú vær- ir skilin við mann þann, sem þú áttir, og að þú hefðir fengið mikið fé (monning), þegar þú skildir við hann, eða 12 biljón dollara. Ég hef einnig séð og á mynd af þér, í Life, 26.2. 1945, þar sem þú situr úti í herskipi (Warship) og ert að tala við þinn elskulega föður, Roosevelt. Ég er mjög hrifinn af svip þínum, fegurð og góðvild þinni á mynd- inni, og er ég oft búinn að kyssa myndina, sem ég hef við rúmið mitt, því ég elska þig innilega heitt og óska að fá að sameinast þér sem eiginkonu alla mína æfi,

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.