Fréttablaðið - 25.02.2022, Qupperneq 1
3 9 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 2
Óvenjulegir
tónleikar
Þrjú tonn af
snilldartextum
Menning ➤ 18 Lífið ➤ 20
Notaðu þetta frábæra tækifæri og fáðu þér vel útbúinn fjórhjóladrifinn Eclipse Cross
PHEV tengiltvinnbíl með öllum þeim kostum sem hugurinn girnist – og meira til.
Virðisaukinn er farinn út í bláinn!
Við fellum niður 480.000 kr. VSK frá áramótum!*
*Að sjálfsögðu greiðir Hekla öll gjöld og virðisaukaskatt af bílum til Ríkissjóðs. 480.000 kr. lækkunin á Mitsubishi Eclipse Cross er alfarið á kostnað Heklu.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · mitsubishi.is/eclipse
lyaver.is
Netapótek
Lyavers
Forsætisráðherra, Banda
ríkjaforseti og fleiri fordæma
þá ákvörðun Rússlandsfor
seta að ráðast inn í Úkraínu.
arib@frettabladid.is
ÚKRAÍNA „Pútín hefur ráðist á
grundvöll alþjóðafriðar. Allur
heimurinn sér núna hvað Pútín
og bandamenn hans standa fyrir,“
sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í
ávarpi sínu í gær í kjölfar innrásar
Rússa í Úkraínu.
„Hernaður Pútíns gegn Úkraínu
mun verða Rússlandi dýrkeyptur,
bæði efnahagslega og í samskipt
um við aðrar þjóðir. Við munum
sjá til þess. Pútín verður úrhrak á
alþjóðavettvangi.“
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
tilkynnti um hernaðaraðgerðir í
austurhluta Úkraínu í fyrrinótt
og bar fyrir sig að hann væri að
afvopna og afnasistavæða landið,
hann ætlaði sér ekki að hernema
það.
Staðfest er að hátt í 60 hafi látist
og 200 særst eftir árásir Rússa.
Úkraínumenn höfðu í gær skotið
niður f imm f lugvélar og þyrlu.
Ráðist var á 70 skotmörk í Úkraínu
í gær.
Helstu átökin voru í austurhluta
landsins en einnig hafa borist
fregnir af skærum nærri Kænu
garði og hafnarborgunum Odessa
og Maríupol. Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna telur að
meira en hundrað þúsund hafi
f lúið heimili sín vegna átakanna,
þung umferð var í vesturátt frá
Kænugarði í gær.
„Þetta er skýrt brot á alþjóða
lögum og á sér enga réttlætingu,“
segir Katrín Jakobsdóttir forsætis
ráðherra.
Jens Stol ten berg, fram kvæmda
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
sagði að varnarmálaáætlun hefði
verið virkjuð.
Boris Johnson, forsætisráð
herra Bretlands, tók í sama streng
og Biden og lagði mikla áherslu á
harðar efnahagsaðgerðir, fór hann
hörðum orðum um Pútín í ávarpi.
Kínverjar hafa ekki fordæmt
aðgerðir Rússa en kallað eftir að
allir aðilar sýni stillingu í við
brögðum sínum.
Mikhaíl V. Noskov, sendiherra
Rússlands á Íslandi, segir mark
miðið eingöngu að vernda héruðin
Donetsk og Lúhansk sem hafa lýst
yfir sjálfstæði.
Stjórnmálaskýrendur telja til
gang Pútíns með innrásinni marg
þættan.
Innrás Rússa í Úkraínu getur
valdið verðfalli á fasteigna og
skuldabréfamörkuðum víða um
lönd.
Framferði Rússa var mótmælt
víða um heim í gær, þar á meðal hér
á landi. SJÁ SÍÐUR 2, 6 OG 8
Þjóðir heims fordæma stríð Vladímírs Pútíns
Mótmælendur fjölmenntu fyrir framan rússneska sendiráðið á Túngötu í Reykjavík í gær til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu, líkt og gert hefur verið víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI