Fréttablaðið - 25.02.2022, Side 4
Meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins heldur því
fram að hann reki
sveitarfélagið með
ábyrgri fjármálastjórn-
un en svo er hann
ítrekað með svona
gjörninga.
Sara Dögg Svan
hildardóttir,
oddviti Garða
bæjarlistans
Hart er deilt um leigusamn-
inga Garðabæjar við Terra
um einingahús fyrir leikskóla
í Urriðaholti. Forseti bæjar-
stjórnar á hlut í Terra en for-
maður bæjarráðs segir útboð
hafa tafið málið um allt að ár.
kristinnhaukur@frettabladid.is
GARÐABÆR Í annað sinn á innan
við ári hefur Garðabær leigt gáma-
einingar af Terra án útboðs. Garða-
bæjarlistinn gagnrýnir meirihluta
Sjálfstæðisf lokksins harðlega og
sakar hann um fúsk. Forseti bæjar-
stjórnar, Björg Fenger, á hlut í Terra.
„Þetta er bara fúsk. Meirihluti
Sjálfstæðisflokksins heldur því fram
að hann reki sveitarfélagið með
ábyrgri fjármálastjórnun en svo er
hann ítrekað með svona gjörninga,“
segir Sara Dögg Svanhildardóttir,
oddviti Garðabæjarlistans.
Forsagan er sú að Urriðaholts-
hverfið hefur vaxið hratt og um
100 leikskólabörn þurft á vistun
utan hverfisins að halda. Bygging
nýs leikskóla hefur tafist og brúa á
bilið með einingahúsum.
Í ágúst var greint frá sjö ára leigu-
samningi við Terra einingar um
færanlegar einingar fyrir leikskóla.
Bókað var á fundi bæjarstjórnar að
leiga á fasteignum væri ekki útboðs-
skyld. Var samningurinn samþykkt-
ur með 7 atkvæðum gegn 3. Björg
Fenger vék sæti við afgreiðsluna.
Mannlíf sagði frá því að Björg ætti
stóran hluta í Terra. Hún sagðist
myndu fylgja reglum og víkja er
samningurinn kæmi á borðið.
Á þriðjudag var svo fjallað um
annan leigusamning við Terra ein-
ingar í bæjarráði Garðabæjar. Hafði
bæjarstjórn óskað eftir tilboðum
frá bæði Terra og Stólpa. Leiguverð
Stólpa var 2,3 milljónir á mánuði
Segir Garðabæ brjóta útboðsreglur
með kaupum af félagi bæjarfulltrúa
Uppbygging
leikskóla
hefur ekki fylgt
uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis
í Urriðaholti.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANDRI
en 2,7 hjá Terra en söluverðið hjá
Stólpa hærra eftir tvö ár.
Sara Dögg hefur gagnrýnt samn-
inginn. Einnig að lögfræðiálit bæj-
arins um lögmæti þess að sleppa
útboði hafi ekki verið opinberað.
Hún hafi fyrir tilviljun komist að
tilvist þess og hafi fengið að sjá það
bundin trúnaði.
„Lög um opinber innkaup kveða á
um að öll kaup á vöru eða þjónustu
eftir 45 þúsund krónur beri að bjóða
út. Þetta er ekki f lókið,“ segir Sara
Dögg. Eins og Fréttablaðið greindi
frá var Garðabær talinn skaðabóta-
skyldur vegna brota á útboðsreglum
um rafvirkjaþjónustu í nóvember.
Samkvæmt Ásgeiri Þorlákssyni,
framkvæmdastjóra Stólpa, mun fyr-
irtækið ekki fara með málið lengra
þó að tilboði Terra hafi verið tekið.
„Þetta eru ekki útboðsskyld við-
skipti, hvorki að fá einingarnar á
leigu né til kaups. Það var farið í
verðkönnun þar sem allir aðilar
á markaðinum taka þátt, sem eru
ekki margir. Útboð hefði tafið málið
um 6 til 12 mánuði. Það er langur
tími fyrir fjölskyldur sem vantar
leikskólapláss,“ segir Áslaug Hulda
Jónsdóttir, formaður bæjarráðs.
Áslaug segir ekki ákveðið hvort
einingarnar verði keyptar þó að það
hafi fylgt með í tilboðunum og hafi
verið ástæða þess að tilboði Terra
væri tekið. „Við töldum ekki ólík-
legt að einingarnar yrðu í notkun
lengur en tvö ár. Reynsla okkar er að
það er gott að hafa lausar einingar
við skóla því þegar hverfi eru að
byggjast upp getur fjölgað mikið í
skólum,“ segir Áslaug.
Aðspurð segir Áslaug lögfræði-
álit algeng sem hluta af gagnaöflun
er embættismenn undirbúi mál og
tillögur fyrir kjörna fulltrúa.
„Ef kjörnir fulltrúar biðja um gögn
þá eru þau alltaf aðgengileg.“ ■
ÍÞRÓTTAVIKAN
MEÐ BENNA BÓ
FÖSTUDAGA KL. 21.00
Benedikt Bóas fær til sín góða
gesti til að ræða íþróttavikuna
sem leið og skoðar það helsta
sem gerðist á léttu nótunum.
bth@frettabladid.is
ORKUMÁL Skoðanir stjórnarþing-
manna á því hvort æskilegt sé að
selja hlut í Landsvirkjun eru skiptar.
„Landsvirkjun verður ekki seld,
hvorki að hluta né sem heild,“ segir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra.
Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi
ráðherra í ríkisstjórninni og núver-
andi formaður efnahags- og við-
skiptanefndar, talaði í Fréttablaðinu
í gær fyrir sölu á 30 til 40 prósenta
hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóða.
Jóhann Páll Jóhannsson, sem
situr í minnihluta efnahags- og við-
skiptanefndar fyrir Samfylkinguna,
segir það „afspyrnu vonda hug-
mynd“ að einkavæða Landsvirkjun,
selja hluta starfseminnar eða draga
úr eignarhaldi ríkisins.
Katrín segir sölu á hlut í Landsvirkjun ekki koma til greina
Katrín
Jakobsdóttir,
forsætis
ráðherra
„Þetta er fyrirtæki sem við eigum
saman og höfum trúað fyrir orku-
auðlindum okkar. Arðurinn af
nýtingu þeirra á að renna til þjóðar-
innar,“ segir Jóhann.
„Ég skil ekki hvernig nokkrum
stjórnmálamanni getur dottið í
hug, nú þegar rekstur Landsvirkj-
unar hefur aldrei gengið betur, að
selja þetta lykilfyrirtæki eða draga
úr eignarhaldi ríkisins á því.“
Í svari til Fréttablaðsins segist
Landsvirkjun ekki tjá sig um hug-
myndir um breytt eignarhald.
Hvað varði vatnsréttindi, sem
prófessor við HÍ telur að þurfi að
skila til ríkisins, gæti misskilnings.
„Landsvirkjun hefur greitt fyrir
þau vatnsréttindi sem fyrirtækið
nýtir og greiðslur til landeigenda
hafa verið mjög í samræmi við það
sem til dæmis tíðkast í Noregi.“ ■
gar@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA „Ferðir ráðherra eða
annarra einstaklinga með flugvél-
um, þyrlum eða skipum sem Land-
helgisgæslan hefur til umráða, í
einkaerindum, eru alvarlega athug-
unarverðar,“ segir Ríkisendurskoð-
un í úttekt á Landhelgisgæslunni.
Vísar Ríkisendurskoðun til þess
er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
þáverandi dómsmálaráðherra,
var í ágúst 2020 sótt úr hestaferð
í Reynisfjöru og f lutt með þyrlu
Landhelgisgæslunnar til fundar í
Reykjavík og aftur til baka. ■
Einkaþyrluferðir
óforsvaranlegar
Guðmundur
Helgi Björgvins
son, starfandi
ríkisendurskoð
andi
benediktboas@frettabladid.is
SORPHIRÐA Ruslatunnan verður
ekki lengur sótt inn fyrir lóðarmörk
verði hugmynd starfshóps um sam-
ræmingu úrgangsflokkunar í sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu
að veruleika.
Víða í Evrópu sé á ábyrgð íbúa að
koma sorpi út á gangstétt eða þann-
ig að vegalengdin sé stutt fyrir þá
sem sækja ruslið. „Sé vegalengdin
ekki innan settra marka borga íbúar
auka skrefagjald,“ segir í skýrslu sem
lögð var fyrir umhverfis- og heil-
brigðisráð borgarinnar. ■
Skrefagjald fyrir
sorp verði innleitt
4 Fréttir 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ