Fréttablaðið - 25.02.2022, Page 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Merkilegt
hvað sumir
geta vanist
fjötrum,
jafnvel svo
mjög að
þeir vilji
helst ekki
losna við
þá.
Yfirgangur
Rússa
gagnvart
frjálsri og
fullvalda
þjóð er ein
mesta ógn
vestrænna
lýðræðis-
ríkja og
Evrópu
í langan
tíma.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Loks kom að því að þjóðin endurheimti
frelsi sitt. Það hefði mátt gerast mun
fyrr. Þótt flestir fagni fer hið nýfengna
frelsi ekki vel í aðra sem telja að verið sé
að fara of geyst í að færa fólki aftur sjálf-
sögð mannréttindi sín. Merkilegt hvað sumir
geta vanist fjötrum, jafnvel svo mjög að þeir vilji
helst ekki losna við þá.
Covid hefur sýnt okkur að það er auðvelt að
hræða fólk og fá það til að sætta sig við frelsis-
sviptingu. Það er hrollvekjandi þegar okkur er
sagt að ef bakslag verði þá blasi hin sjálfsagða
lausn við: sem sagt sú að hverfa aftur til lífs þar
sem höft og bönn gilda og eiga að vera okkur
öllum fyrir bestu.
Það er ekki mikil von til að yfirvöld viður-
kenni að sóttvarnaaðgerðir vegna Covid hafi
verið langt umfram það sem nauðsynlegt var.
Seinni tímar munu þó kveða harðan dóm yfir
þeirri harðneskju sem beitt var vegna farsóttar
sem var sannarlega ekki að stráfella fólk. Hug-
myndir um að nota sömu aðferðir við álíka
pestum mega ekki verða að veruleika.
Frasinn: „Það er skylda stjórnvalda að vernda
líf og heilsu landsmanna,“ hefur heyrst all-
mörgum sinnum á Covid-tímanum. Á sama
tíma sýndu stjórnvöld litla umhyggju gagnvart
andlegri heilsu landsmanna. Alls kyns hræðslu-
áróður var grasserandi og margir tóku hann inn
á sig. Stjórnvöld hefðu betur róað þjóðina. ■
Frelsi á ný
Þingmaður Samfylkingarinnar beindi nýlega
fyrirspurn til umhverfisráðherra. Hún hljóðar
svo: „Hvaða aðgerðir hyggst ríkisstjórnin ráðast
í til að draga úr bílaumferð og sporna gegn
fjölgun bíla á kjörtímabilinu?“
Enn einu sinni þakkar maður almættinu
fyrir að Samfylkingin skuli ekki vera í ríkis-
stjórn. Vitanlega á fólk sjálft að ráða því hvort
það ferðast í bíl sínum eða notar aðra ferða-
máta. Vill Samfylkingin setja kvóta á bílasölu
í landinu og er hún kannski með hugmyndir
um auknar álögur á bíleigendur? Hafi Sam-
fylkingin ekkert annað fram að færa en forsjár-
hyggjuna á hún ekkert erindi við almenning.
Sú sem þetta skrifar veit ekki hvort umhverf-
isráðherra hefur svarað fyrirspurninni. Hafi
hann gert það hefur svarið vonandi verið á þá
leið að ríkisstjórnin skipti sér ekki af bílaeign
landsmanna. Eigi ráðherrann eftir að svara
fyrirspurninni er þeirri ósk komið á framfæri
að hann svari á þennan veg. ■
Fjölgun bíla
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austu s rönd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
VELDU GÆÐI!
Þú færð gómsætar
bollur hjá okkur
Í gærmorgun vaknaði heimsbyggðin við vondan
draum. Rússland hafði í skjóli nætur ráðist inn í Úkra-
ínu með vopnaðri árás. Um var að ræða ógnvekjandi
árás á gildi okkar og atlögu að lýðræðinu. Gærdagsins
verður líklega minnst í sögubókum framtíðar sem
dagsins þar sem járntjaldið reis aftur. Einn af myrku
dögum Evrópu.
Yfirgangur Rússa gagnvart frjálsri og fullvalda þjóð
er ein mesta ógn vestrænna lýðræðisríkja og Evrópu í
langan tíma. Við Íslendingar verðum að standa vörð
um hagsmuni okkar sem þjóðar. Það gerum við meðal
annars með því að verja af fullum þunga þau gildi
sem mesta þýðingu hafa fyrir okkur. Frelsi, mannrétt-
indi, lýðræði. Þá skiptir máli að við séum skýr í okkar
afstöðu. Að samstaðan haldi. Að við tökum afdráttar-
laust þátt í aðgerðum lýðræðis- og vinaþjóða okkar.
Nú reynir á alþjóðasamvinnu með vestræn gildi að
leiðarljósi. Það þýðir að við þurfum af fullum þunga
að taka þátt í samstarfi með ESB-þjóðum, við verðum
að einbeita okkur að NATO og taka einarða afstöðu
með vinaþjóðum okkar. Samhliða þurfum við að
skerpa á sýn okkar og stefnu í utanríkis- og varnar-
málum.
Við verðum að byggja enn frekar upp samband
okkar við Bandaríkin í ljósi varnar- og öryggishags-
muna Íslands. Líka með tilliti til norðurslóða og
almenns þjóðaröryggis, eins og að verjast netárásum
eða falsfréttum.
Núverandi ástand er viss áskorun í ríkisstjórn sem
er í grunninn klofin í afstöðu sinni gagnvart NATO
þó svo að þau séu sammála um tortryggni sína í garð
ESB. En við sem þjóð höfum ekki um annað að velja
en að rækta af fullum krafti þetta dýrmæta alþjóða-
samstarf.
Nú verðum við að sýna afdráttarlausa samstöðu.
Það veit enginn hvert atburðarásin þróast. Ég vona
að alþjóðasamfélaginu takist að tryggja friðsam-
lega lendingu og róa stöðuna. En Pútín þarf að mæta
af fyllstu hörku. Um er að ræða stærsta prófstein á
NATO hingað til. Kalda stríðið kann að falla í skugg-
ann af því sem koma skal. ■
Járntjaldið rís á ný
arib@frettabladid.is
Tilkynningin
Mikið var gott að ráðamenn
skyldu loks senda tilkynningu
til umheimsins sem kemur frá
dýpstu hjartarótum. Svo vitnað
sé í yfirlýsinguna: „Góðir hálsar
í öllum hinum löndunum.
Okkur líst ekkert á blikuna í
Úkraínu, bara alls ekki. Við
höldum með góðu köllunum,
ekki vondu. Við erum hins
vegar allt of kulnuð, þreytt og
sjálfhverf til að taka þátt í þriðju
heimsstyrjöldinni. Við ætlum
ekki að spá í að taka við neinum
flóttamönnum strax, það er
alveg nóg vesen á húsnæðis-
markaðnum. Þegar við hugsum
málið þá hefur Ísland alltaf
grætt á stríðum erlendis. Þakka
þeim sem hlýddu.“ Sagan segir
að minnst einn þjóðhöfðingi
hafi svarað með like-þumal.
Næstnæstbesta deildin
Efsta deildin í íslenskri knatt-
spyrnu, sem er mæld ein
lélegasta deildin á lista UEFA,
heitir nú Besta deildin. Það er
reyndar mjög skemmtilegt nafn
og ánægjulegt að deild heiti
ekki eftir styrktaraðila, það er
líka bara tímaspursmál þangað
til það hefst keppni í Blush-
deildinni. Deildirnar fyrir neðan
Bestu deildina verða svo Næst-
besta deildin, Næstnæstbesta
deildin, Sæmilega deildin, Stutt-
buxnadeildin, Órólega deildin
og Skrímsladeildin. ■
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Formaður
Viðreisnar
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR