Fréttablaðið - 25.02.2022, Side 28
„Þegar þú ert mér
nærri fæ ég nýrnakast.“
Þessi lína, þetta er bara
geggjað.
toti@frettabladid.is
Líklega eiga f lestir sér einhvern
uppáhaldstexta eftir Þorstein Egg-
ertsson og þá jafnvel án þess að hafa
hugmynd um hver höfundurinn sé.
Slíkur er fjöldinn, úrvalið og breidd-
in í höfundarverki hans.
Sjálfur sagðist Þorsteinn, í viðtali
við Fréttablaðið á 70 ára afmælis-
degi sínum, ekki eiga neinn sér-
stakan eftirlætistexta eftir sjálfan
sig. „Þetta er allt komið í sama pott-
inn,“ sagði textahöfundur Íslands
fyrir tíu árum.
„Ég yrki mest um hamingjuna
og leitina að henni,“ sagði hann við
sama tækifæri og benti á að kveð-
skapur sem falli algerlega inn í
samtímann eldist oft verr en sá sem
fjallar um sígild efni.
Bragi Valdimar lendir einnig í
vandræðum þegar hann er spurður
hvort hann geti nefnt uppáhalds-
texta sína eftir Þorstein. „Sko, ég
veit ekki, þeir eru svo ólíkir.“ Hann
nefnir síðan Einn dans við mig, sem
Hemmi Gunn söng á sínum tíma og
Frikki Dór hefur dustað rykið af.
„Þetta er ekki merkilegur texti
þannig, en hann er alveg geggjaður.
Þú veist: „Ég drakk og drakk, fór á
f lakk, það kostar puð að koma sér
í stuð.“ Þetta er svo einfalt og mikið
popp,“ segir Bragi Valdimar.
„Svo er bara Himinn og jörð
og alls konar f lottir svona stærri
textar,“ heldur Bragi Valdimar
áfram og minnir á að svo sé fullt af
jóladóti. „Aðfangadagskvöld, fyrsta
aðfangadagskvöld. Bara að koma
því orði, að-fanga-dags-kvöld, að
þannig allir gauli með. Þetta er alveg
kúnst.
Og Fjólublátt ljós við barinn.
Þetta er endalaust. „Gefðu mér séns,
mig langar í glens,“ þú veist þetta er
svo mikil tyggjókúla og þetta er svo
vel gert, sko. Því það er alveg kúnst
að gera þetta vel. „Komiði með, ég
spara ekki féð.“ Þú ert ekki að fara
að lesa þetta innan um einhver
hátimb ruð ljóð eftir Einar Ben sko,
en mér finnst þetta alveg eiga heima
þar.“
Þá bendir Bragi Valdimar á að
dægurmenningin sé svo mikill
gluggi inn í stemningu og lífið eins
og það var og nefnir Verbúðina sem
nærtækt dæmi um hvernig nost-
algían flæði.
„Hann er bara ein stór nostalgía
og hann les einhvern veginn sam-
félagið á hverjum tíma.“ Bragi Valdi-
mar minnir síðan á að Þorsteinn
hafi verið „náttúrulega algjörlega í
banastuði“ á áttunda áratugnum.
„Þá rann þetta út. Haaa! Ég þarf bara
að henda í fyrirlestur um kallinn.“ ■
Allt milli himins og jarðar í fjólubláu ljósi
1942 Fæddist 25. febrúar, eina
mestu óveðursnótt ársins, á
grænum dívan í húsi afa síns
og ömmu í Keflavík.
1952 Samdi fyrsta ljóðið sitt með
stuðlum, höfuðstöfum og
endarími.
1954 Seldi fyrsta málverkið sitt
og fékk sérsaumaðan frakka
fyrir það.
1957 Söng opinberlega í fyrsta
sinn og samdi sjálfur texta
við lögin sem hann flutti.
1958 Flutti í nýtt herbergi á
Héraðsskólanum á Laugar-
vatni og varð herbergisfélagi
Ingimars Eydal.
1960 Valinn í dægurlagasöngvara-
keppni K.K. sextettsins.
Vann keppnina og varð
fastráðinn söngvari með
hljómsveitinni í hálft ár.
1961 Stofnaði hljómsveitina Beat-
niks ásamt kunningjum úr
Keflavík og Hafnarfirði.
1964 Gerðist fréttaritari Alþýðu-
blaðsins í Kaupmannahöfn
og tók viðtal við The Beatles
í júní.
1965 Tók viðtal við The Rolling
Stones í apríl. Samdi sinn
fyrsta dægurlagatexta sem
kom út á plötu, lagið Ást
í meinum, fyrir Savanna-
tríóið.
1968 Valinn textahöfundur ársins
af gagnrýnendum dag-
blaðanna.
1973 Skrifaði undir samning sem
söngtextahöfundur fyrir
Orange Records í London.
1975 Vinsælasti söngtexti Þor-
steins fyrr og síðar, kom út,
Heim í Búðardal, og var á
Topp 10 listanum í 84 vikur.
1989 Skrifaði og setti upp þrjár
sýningar fyrir Broadway og
Hótel Ísland.
1994 Þýddi söngtexta fyrir kvik-
myndina Aladdin.
1995 Flutti til Dublin.
1996 Leigði stúdíó í Dublin og
málaði þar myndir daglega.
1999 Sýndi teikningar sínar á al-
þjóðlegri listahátíð í Ankara,
Tyrklandi. ■
Áttatíu ára saga
Þorsteinn varð heiðursfélagi FTT í nóvember 2013 og að hátíðlegri athöfn
lokinni var þeim Fjólu ekið til Bessastaða. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þorsteinn Eggertsson, eitt-
hvert ástsælasta og afkasta-
mesta söngtextaskáld lands-
ins, fagnar 80 ára afmæli sínu í
dag. Eftir hann liggja óteljandi
dægurlagatextar sem öðlast
hafa eilíft líf með þjóðarsál-
inni. Bragi Valdimar Skúlason,
stallbróðir hans af yngri kyn-
slóðinni, fer ekki leynt með
aðdáun sína á brautryðjand-
anum og þótt hann slái hvergi
af gangi hægt að saxa á forseta
öldungadeildarinnar.
odduraevar@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
„Ég er enn að reyna að ná í skottið
á honum,“ segir textahöfundurinn
Bragi Valdimar Skúlason um þá
botnlausu uppsprettu grípandi
dægurlagatexta sem afmælisbarn
dagsins, Þorsteinn Eggertsson,
hefur verið í gegnum áratugi í sögu
lands og þjóðar.
„Ég er eitthvað búinn að saxa á
hann. Ætli ég sé ekki kominn upp
í kringum fjögur hundruð núna,“
segir Bragi Valdimar tólf árum eftir
að þeir kollegarnir mættu saman í
viðtal við Fréttablaðið en þá taldist
Braga til að Þorsteinn ætti um sjö
hundruð texta en sjálfur væri hann
„einungis“ kominn upp í um tvö
hundruð.
„Þorsteinn náttúrulega dældi
þessu út,“ heldur Bragi Valdi-
mar áfram og dregur hvergi dul á
aðdáun sína á Þorsteini þegar hann
er spurður út í áhrif hins dægurlaga-
meistarans.
Aldrei stífur
„Þetta er bara svo brilljant. Hann
kemur þarna í rokkinu og fer að
yrkja og búa til dægurlagatexta. Ég
held hann hafi einhvern tímann
sagt að það sé markmið hjá honum
að vera ekki stífur,“ segir Bragi um
stíl Þorsteins. „Stuðlar, höfuðstafir.
Þorsteinn kann þetta allt. Hann
leikur sér að þessu og flæðið skiptir
svo miklu. Bara hljómurinn í orð-
unum er eitthvað sem maður hefur
tekið svolítið frá honum.“
Bragi rifjar síðan upp texta Þor-
steins úr Harðsnúnu Hönnu, lagi
Ðe lónlí blú bojs. „Þegar þú ert mér
nærri fæ ég nýrnakast.“ Þessi lína,
þetta er bara geggjað. Og nánast
ómögulegt að syngja þetta.“
Bragi Valdimar segir engu máli
skipta um hvað Þorsteinn semur,
snilldin sé sú sama. „Hvort sem það
er alvarlegt eða um alheiminn eða
bara einmitt Búðardalinn. Það er
bara verið að leika sér og þetta eig-
inlega bara rennur upp úr honum
þarna á tímabili, sama hvað það er.“
Þrjú tonn af fjöri
Bragi Valdimar víkur að tröllauknu
höfundarverkinu sem inniheldur
ekki aðeins frumsamin lög. „Kata-
lógurinn er svakalegur. Það er líka
þessi kúnst sem hann svona byrjaði
með, eins og til að mynda Þrjú tonn
af sandi, þar sem hann er með svona
hljóðlíkingar. Bara þannig að þetta
hljómaði nú þokkalega á ballinu en
væri með íslenskum texta. „Return
to sender“ verður að „Þrjú tonn af
sandi“ – engin merking þarna en
þetta er bara fjör,“ segir Bragi Valdi-
mar og veltir fyrir sér hvort það sé
kannski eðli góðs dægurlagatexta að
hann festist í höfði áheyrenda.
Bragi Valdimar segir Þorstein
hafa ýmislegt mjög gott á samvisk-
unni hvað áhrif hans á sína kyn-
slóð varðar. „Ég held hann hafi bara
haft áhrif á mína kynslóð og þetta
einhvern veginn var bara það sem
maður hlustaði á. Auðvitað síast
þetta inn.
Maður var ekkert að spá í hver var
að gera textann eða hvernig hann
var gerður. En þú veist, bara það að
hann er svolítill talmálskall. Aldrei
uppskrúfað eða einhvern veginn
fyrir ofan mann.“
Náttúrutöffari
Með stríðsfréttir frá Úkraínu í bak-
grunninum segist Bragi Valdimar
hafa verið að lesa texta lagsins
Söngur um lífið sem þeir Rúnar
Júlíusson og Páll Óskar hafa gert
góð skil. „Þetta er bara svo flott sýn
á heiminn. Endalaus svartsýni og
stríð og vesen og þá vill hann bara
syngja um björtu hliðarnar. Og
svo náttúrlega þetta geggjaða: „Ef
þú vilt fá skammt af ánægju, gleði
og hamingju og von þá ættirðu að
hlusta á texta eftir hann Þorstein
Eggertsson.“
Gott að koma bara sjálfum sér að
í þetta. Er það ekki eina leiðin fyrir
textahöfundinn til að koma sér á
framfæri, að skella nafninu sínu í
textann?“ spyr Bragi Valdimar.
„Svo er þetta bara svo góður kall
sko. Hann er svona náttúrutöffari.
Hann og Rúni, það er bara allt töff
við hann. Svona eilífðar, ég veit ekki
hvort eigi að kalla hann hippa eða
bítnikk.“ ■
Þrjú tonn af textagullsandi
Þorsteinn og Bragi báru saman textabækur sínar 2010.
Þá var staðan um það bil 700:200. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heiða Ólafsdóttir og Matthías Matthíasson verða með
Þorsteini á afmælistónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Þorsteinn Eggertsson textasmiður.
Þorsteinn og
eiginkona hans,
Fjóla Ólafs-
dóttir, á æfingu
fyrir afmælis-
tónleikana sem
verða í Salnum
í Kópavogi í
kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR
20 Lífið 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR