Fréttablaðið - 25.02.2022, Side 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.
is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Bragi Þorgrímur Ólafsson
ver í dag doktorsritgerð sína
þar sem hann rýnir í bréfa-
skriftir frelsishetjunnar Jóns
Sigurðssonar, sem varpa ljósi
á nokkuð umdeilda hand-
ritasöfnun sem sumum þótti
óþjóðleg.
ninarichter@frettabladid.is
„Ritgerðin fjallar um handrita-
söfnun á Íslandi á 19. öld, og þá aðal-
lega út frá Jóni Sigurðssyni. Hann
var svolítið mikill handritasafnari.
Sú hlið hefur ekki verið áberandi í
umfjöllun um hans ævi og störf,“
segir Bragi Þorgrímur Ólafsson
um doktorsritgerð sína „Í útlendra
höndum. Jón Sigurðsson og hand-
ritasöfnun á Íslandi 1840-1880.“
„Þegar ég fór að skoða þessa sögu
og bréfasöfn og annað, þá kom í ljós
að út af því að Jón Sigurðsson bjó
lengst af í Kaupmannahöfn fékk
hann mörg handrit send til sín,“
segir Bragi Þorgrímur, sem ver rit-
gerðina í dag, og bætir við að Jón sé
talinn mesti handritasafnarinn á
eftir sjálfum Árna Magnússyni.
Töluvert magn handrita
Handritin voru samtals um 2.000
talsins og því um töluvert magn að
ræða. Handritin voru send beint til
Jóns, til vörslu í eigin safni, en Jón
var einnig forseti Hins íslenska bók-
menntafélags sem safnaði hand-
ritum undir hans stjórn.
„Þegar ég fór að skoða þessa sögu
nánar, og bréfin sem Jóni bárust,
kom í ljós að það voru margir mjög
ósáttir við þetta,“ segir Bragi Þor-
grímur. „Margir höfðu orð á því að
þeim fyndist beinlínis óþjóðlegt að
senda handrit úr landi.“
Ósætti í Danmörku
Að sögn Braga Þorgríms svaraði Jón
fyrir sig með því að handritin væru
þrátt fyrir það í eigu Íslendings og
í íslenskri umsjón. „Jón Árnason
þjóðsagnasafnari beinlínis velti
því upp: Hvað gerist þegar Jón deyr,
hvað verður um þessi handrit? Fara
þau bara á uppboð og dreifast um
Danmörku, munu Danir taka yfir
Bókmenntafélagið og safnið, og svo
framvegis?“ segir Bragi Þorgrímur
og bætir við að þessar deilur séu
helsta viðfangsefni ritgerðarinnar.
„Jón Sigurðsson sagði að aðstæður
til að rannsaka og gefa út íslensku
handritin væru miklu betri í Kaup-
mannahöfn heldur en á Íslandi.
Það voru margir alveg sammála
því, fræðasamfélagið á Íslandi var
afskaplega lítið,“ útskýrir Bragi Þor-
grímur.
„En þá sögðu aðrir: Er ekki miklu
betra að efla bara fræðasamfélagið
sem er á Íslandi og reyna að hlúa að
því frekar en að senda handritin
út?“ Þannig hafi mörg ólík sjónar-
mið verið á ferðinni. Bragi Þorgrím-
ur segir niðurstöðu rannsóknanna
helst felast í því að þetta hafi verið
umdeilanlegt mál á sínum tíma og
það hafi verið upphitun fyrir hand-
ritamálið á 20. öld.
Sterkar tilfinningar
Bragi Þorgrímur er með BA-próf í
sagnfræði frá Háskóla Íslands og
MA-próf í opinberri stjórnsýslu og
stefnumótun frá sama skóla. Hann
starfar sem fag stjóri handritasafns
við Landsbókasafnið í Þjóðarbók-
hlöðunni. „Þar á meðal er hand-
ritasafn Jóns varðveitt. Upphaflega
ætlaði ég að skoða sögu fólksins sem
átti handritin áður en
Jón eignaðist þau.
Kanna alþýðu-
fólk ið, hand-
ritin sem það
átti og hvaða
gildi þau höfðu
fyrir það,“ svarar
Bragi Þorgrímur,
aðspurður um
efnisvalið.
Umdeild handrit
Jóns Sigurðssonar
Rannsóknir Braga Þorgríms Ólafssonar, doktorsefnis, benda til þess að Íslendingum hafi verið heitt í hamsi þegar
kom að vörslu handrita í Danmörku á nítjándu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Jón Sigurðsson.
Myndlist
Birgir Andrésson: Eins langt
og augað eygir. Kjarvalsstaðir
Við hér á Fréttablaðinu eigum
við vart orð yfir hrifningu okkar á
sýningu á verkum Birgis Andrés-
sonar á Kjarvalsstöðum. Árið er
rétt að hefjast en við veðjum samt
á að þetta sé myndlistarsýning
ársins. Sýningin, sem ber titilinn
Eins langt og augað eygir, nær yfir
svo að segja allt húsið og er ein-
staklega skemmtilega upp sett.
Verk Birgis einkennast af húmor
og hugmyndaríki og næmri tilfinn-
ingu fyrir því óvenjulega. Sýningin
stendur fram í maí og þið megið
alls ekki missa af henni. ■
„En þegar ég fór að skoða bréfin
nánar sá ég að þráðurinn í þessum
bréfum frá þessu alþýðufólki var
svolítið slitinn. Og svo sá ég að
þetta brann svo heitt á fólki. Það
er að segja, það hafði svo sterkar
tilfinningar gagnvart því að senda
handritin úr landi. Sumum fannst
það bara í fínu lagi og fannst þau
vera í góðum höndum hjá Jóni, en
aðrir voru bara – það sauð á fólki,“
segir hann.
Unnusti í gullgreftri í Kaliforníu
„Bréfasafn Jóns er rosalega stórt og
fólk úr öllum þjóðfélagshópum sem
sendi Jóni Sigurðssyni bréf.“ Bragi
Þorgrímur segir Íslendinga oft hafa
beðið Jón og Ingibjörgu, konu hans,
um aðstoð við stúss og útréttingar
í Kaupmannahöfn og hafi oft látið
handrit fylgja sendingunni til að
liðka fyrir. Sum bréf stóðu þó meira
upp úr en önnur.
„En ég hef séð bréf frá konu þar
sem hún er að biðja Jón um að hafa
uppi á unnusta sínum sem hún
kynntist á Íslandi, en hún hafði
frétt að hann hefði siglt og stungið
hana af og væri að grafa eftir gulli í
Kaliforníu,“ segir Bragi Þorgrímur.
„Pabbi hennar sendi Jóni Sigurðs-
syni líka bréf og óttaðist að hún
myndi stökkva um borð í næsta skip
og sagði bara: Geturðu plís komið
fyrir hana vitinu, og svo fram-
vegis.“ Bragi Þorgrímur segir fjölda
örlagasagna af þessum toga felast
í bréfunum, þar sem alþýðufólk sé
að biðja Jón um greiða af ýmsu tagi.
Jarðbundinn fræðasinni
Aðspurður hvort sýn hans á Jón
hafi breyst í gegnum rannsóknirn-
ar svarar Bragi Þorgrímur: „Maður
sér bara hvað hann var ofboðslega
jarðbundinn og fræðilega sinn-
aður. Hann notaði handritin ekki í
þjóðernislegum áróðursstíl eins og
hefði verið svo auðvelt,“ segir hann.
„Hann leit bara á handritin sem
vísindaleg gögn sem þyrfti að rann-
saka og gefa út. Á meðan aðrir sem
voru svona rómantískari vildu hafa
handritin á Íslandi og þess háttar.“
Bragi Þorgrímur minnir þó á
að hér sé ekki um að ræða frægu
miðaldahandritin sem eru í Árna-
safni, heldur handrit sem send hafi
verið úr landi á nítjándu öld. Hann
segir þekktasta handritið í safni
Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt
er talið einn merkasti dýrgripur
Landsbókasafnsins, vera eigin-
handrit Hallgríms Péturssonar að
Passíusálmunum. „Það er bara til
eitt annað handrit sem Hallgrímur
skrifaði sjálfur og það er varðveitt í
Bretlandi,“ segir hann.
„Sumir gangast upp í því að fella
Jón af stalli við alls konar tilefni.
En það sést að hann var kannski
umdeildari en margir halda,“ segir
Bragi Þorgrímur, sem frá og með deg-
inum í dag er doktor í sagnfræði. ■
FERMINGARBLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ferminguna kemur út föstudaginn 11. mars.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Áhugasamir auglýsendur hafi samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími 550 5654
jonivar@fr ttabladid.is
Arnar Magnússon
Sími 550 5652
arnarm@frettabladid.is
Jóhann Waage
Sími: 550-5656
johannwaage@
frettabladid.is
Ruth Bergsdóttir
Sími 694 4103
ruth@frettabladid.is
■ Allra best
Bækur
Bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda í
Laugardal
Hinn árlegi Bókamarkaður er
hafinn. Þar eru bækur fyrir alla
þannig að enginn sem gengur inn
á að fara erindisleysu. Við mælum
með að fjölskyldan fari saman og
gert verði sérlega vel við börnin
og þeim leyft að fara heim með
fangið fullt af bókum. Þau munu
minnast þessar heimsóknar með
mikilli gleði. Gleymum því ekki
að það er göfugt verk að leggja
sitt af mörkum til að gera börn að
bókasöfnurum og áhugasömum
lesendum. Bókamarkaðurinn
stendur til 13. mars og opið er frá
klukkan 10 til 21 alla daga. ■
22 Lífið 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ