Eldhúsbókin - 10.11.1959, Blaðsíða 6
150
ELDHÚSBÓKIN
FALLEG SKÓLAPEYSA með raglan-ermum.
— Audprjóiiaö munstur. —
12—18 ára.
STÆRÐ: 38 (40) 46 (48) crn.
BRJÓSTVlDD: 84 (88) 92 (96) cm.
LENGD: 56 (58) 61 (63) cm.
EFNI: 550 (600) 650 (650) sr meðal-
gróft garn.
MUNSTUR cleilanlegt með 4 + 21.
PRJÓNFESTA: 24 1 á 10 cm.
1. umferó er prjónuð slétt.
2. umferó er prjónuð brugðin.
3. umferó: 1 sl, 1 br + 2 sl, 2 br,
endurtaka frá + ljúka umf. með 1
br, 1 sl.
4. umferð: 2 sl + slá garninu yfir
hægri prjón, 2 sl, draga garnið yfir
þessar tvær sléttprjónuðu lykkjur,
endurtaka frá + út prjóninn. Byrja
næstu umferð eins og þá fyrstu, og
halda þannig áfram þessum 4 umf.
Bak.
Fitja upp 110 (114) 118 (122) 1 á
prjóna nr 3 og prjónið fit 1 sl og 1
br 6 cm. Skipta á prjóna nr 3}£ og
byrja á munstrinu. Aauka út í báðum
hliðum 116. hvern cm 3 (3) 4 (4)
sinnum.
Þegar lengdin er orðin 36 (37) 39
(40) cm skal fella af 3 (3) 4 (4) í
livorri hlið. + Taka síðan úr hand-
veginum 1 1 í hvorri hlið í annarri
liverri umferð 4 sinnum (8 umf) og
einnig í þeirri 9. Endurtaka frá +.
Þegar lengdin er 53 (55) 58 (60)
cm eru miðlykkjurnar 16 (16) 18 (20
settar á aukaprjón, og fellt af 3, 2,
1 1 í hvorri hlið.
Brjóst:
Fitja upp 110 (114) 118 (122) á
prjóna nr 3 og prjóna fit 6 cm eins
og á bakhl. Skipta yfir á 3% og
prjóna í munstri, auka 1 1 í hvorri
hlið 6. hvern cm 3 (4) 4 (5) sinnurn.
Þegar lengdin er 36 (37) 39 (40)
cm eru felldar af 3 (4) 4 (5) 1 í
hvorri hlið. Taka úr í hliðunum eins
og í baki. Þegar lengdin er 34 (36) 38
(40) er stykkinu skipt í miðju, og
hlutarnir prjónaðir sinn í hvoru lagi.
Taka úr fyrir hálsmáli 113. hverja
umferð 3 sinnum og 4. hverja umf
15 (15) 16 (17) sinnum.
Ermar:
Fitja upp 46 (48) 56 (58) á prjóna
nr 3 og prjóna fit 7 cm. Skipta á
prjóna nr 3(4 og prjóna munstur,
auka 10 1 jafnt yfir 1. umferð. Auka
1 1 í báðum hliðum 8. hverja umf
þar til lykkjufjöldinn er 76 (80) 90
(94). Þegar ermin er orðin 43 (44)
46 (47) löng, eru felldar af 4 (4) 6
(6) í hvorri hlið 4. hverja umferð.
Þegar lengdin er 55 (56) 58 (59) er
erminni skipt í miðju, tekið úr á
miðkanti 114. hverja umf 7 sinnum.
Þegar 9 (9) 10 (11) lykkjur eru eftir,
er fellt af framkantinum í 2 umf.
Hinn kanturinn prjónaður eins, en
fellt af miðkantinum.
Samselning og hálsmál.
Teygja stykkin svo að brjóstvídd
verði ca 10 cm meiri en uppgefið
mál, leggið rakan dúk á og látið
þorna. Saumið peysuna saman á
vinstri axlarsaumnum á baki. Teknar
upp með garni 60 (60) 64 (64) 1 á
vinstri hlið hálsmálsins frá opna
saumnum niður að oddi hálsmálsins,
bætt við 1 1 fyrir saum. Prjónað slétt
á prjóna nr 3%. Byrjað á annarri
umf og tekin úr 1 1 í framkanti í
hverri umf. Þegar listinn er ca 2 cm
breiður er skipt á nr 3 og prjónað
1 sl, 1 br. Haldið áfram að taka úr
1 1 í hverri umf í framkanti og fellt
af þegar brugðni listinn er 2% cm
breiður.
Teknar upp jafnmargar lykkjur á
hægri hlið hálsmáls og auk þess 36
(36) 38 (40) á bakhálsmáli. Prjónið
eins og vinstri kant, og takið úr eftir
3 umf 4 1 með jöfnu millibili á bak-
lykkjunum. Saumið axlarsaumana og
listann í oddi hálsmálsins.