Eldhúsbókin - 10.11.1959, Blaðsíða 7
E L D H Ú S B Ó K I Ky
151
Sparið hitann
Stofuhitinn eykst og hitaútgjöldin
minnka, ef veggirnir bak við mið-
stöðvarofnana eru einangraðir með
plötum, sem kasta hitanum út frá
sér. Veggurinn gleypir mikið af ofn-
hitanum, en væri slíkri einangrun-
arplötu komið fyrir bak við ofninn,
myndi 90 % af hinum glataða hita
endurkastast frá henni. Er því auð-
sýnilega mikill hitasparnaður við slík-
an útbúnað.
Uppsetning geisla Uppsetning geisla
ptötn á steinuegg. plötu á steinvegg
sem einangraöur
er meö gljúpri
plötu.
Deir, sem eru að byggja sér hús,
gerðu þá hyggilegast í því, að fá þetta
gert samtímis húsinnréttingunni, og
er þá bezta aðferðin sú, að klæða
trétexplötu málmi, helzt aluminium.
Einnig eru til málmhúðaðar plötur
(gljáandi), sem lagðar eru með gljúp-
um plötum úr sama efni og holt á
milli, og auka þær mjög á einangr-
unarhæfni veggjarins.
Á teikningunum má sjá hvernig
haga má uppsetningunni á 2 mis-
munandi vegu.
Mjúkur pappi klæddur málmi
(geislapappi).
Auk einangrunarplötu úr trétexi er
einnig til mjúkur pappi klæddur
málmi. Málmurinn er aluminium og
er öðru megin á plötunni. Pappinn
er svo sveigjanlegur, að hægt er að
vefja honum saman, og er því hand-
hægur í meðferð, einkum fyrir ófag-
lærða menn, sem leggja vilja slíka
einangrun hjá sér án þess að fjar-
lægja þurfi iniðstöðvarofnana. Papp-
ann má klippa, en þó er hann svo
stífur, að auðvelt er að koma honuin
fyrir. Ef miðstöðvarofninn er felld-
ur inn í vegg, verður að einangra allt
innskotið, en það er þynnri veggur,
og er jiá enn meir til bóta. Ef glugga-
kista er yfir ofninum, skal sveigja
plötuna undir henni eins og mynd
2 sýnir,
Reynist erfitt að losa ofninn frá
veggnum, er einfalt ráð að klippa úr
plötunni fyrir ofnfestingunum eins
'~iy
og mynd 4 sýnir.
(ABC). Þá er
plötunni ýtt ofan
og niður með
veggnum, og þeg-
ar búið er að
festa liana, eru
ræmurnar, sem
klipptar voru út,
festar við á sín-
um stað. Einnig
iná klippa úr plöt
unni eins og
mynd 5 sýnir.
Hliðarsaykkin
(mynd 5) eru sett
mynd 5 sýnir.
á vegginn frá hlið eftir að klippt hef-
ur verið lir einangrunarplötunni fyrir
ofnfestingunni. Bezt er að festa plöt-
urnar með pappasaum eða öðrum til
þess hæfum saum, með 10 cm milli-
bili.
Einangrunarðaferð þessi hefur
reynzt mjög vel bæði í stórum og
litlum íbúðum og sparað hitaútgjöld
að miklum mun.
4 5
' V I i
' □ ' □ .
A I B 1
' *
Myndir 4 og 5 sýna mismunandi «S-
feröir til þess aö klippa úr einangr-
unarplötunni fyrir ofnfestingunum.
Einangrunarplötur þessar fást í verzl-
unum hér í Reykjavík.
í* nr ■ —
!5 £
U ppsetning
mjúkrar plötu úr
geislapappa
( reflexpappa).
HÚSRÁÐ
FESTIÐ KRÓKA eins og myndin sýn-
ir, í bollaskápinn, og hengið á þá
bollana, þá nýtist skápurinn enn bet-
ur,