Eldhúsbókin - 10.11.1959, Blaðsíða 4
14S
teLDHÖSBÓKlN
FÓTSNYRTING
. .Beriö umhyggu fyrir fótum y'öar,
því að „Engum líður vel, sem líður
illa á tánum,“ eins og frægur kín-
verskur heimspekingur sagði einu
sinni.
Oss þykir óviðurkvæmilegt að sýna
ekki vel hirtar hendur og fingurnegl-
ur, og það kemur okkur sannarlega
í koll ef við ekki leggjum dyggilega
rækt við heilbrigði og fegrun fót-
anna, sem bera uppi líkamsþunga
okkar á lífsleiðinni. Hver nýtur þess
t. d. að fara á dansleik ef tærnar eru
þaktar líkþornum!
Hér á landi eru ýmiskonar l'óta-
mein ákaflega algeng, enda engin
furða, þar sem vandaður og fótunum
hæfandi skófatnaður hefur verið
næsta ófáanlegur í marga mannsaldra,
og okkar óþyrmilega loftslag gerir
manni sjaldan kleift að fara úr skóm
og láta sól, loft og vatn leika um
fæturna til heilsubótar. Þar við bæt-
ist, að þar sem við kvenfólkið erum
þrælar tízkunnar, eiga fætur okkar í
enn meiri hættu vegna támjóu skónna,
sem nú eru svo mjög í tízku. Og enda
þótt hagur fótasérfræðinga dafnist
mjög þessa dagana, ljúka þeir hvar
sem er upp einum munni um það, að
támjóu skórnir séu stórskemmandi
fyrir fótinn. Hér fara á eftir nokkuf
heilræði fótasérfræðingsins til við-
hald heilbrigðum og fögrum fótum.
Fótasérfræðingur ráðleggur:
1. Baðið fæturna daglega úr volgu
sápuvatni, nuddið harða húð með
sápuðum pimpsteini, nuddið fæturna
síðan í 2—3 mínútur með mýkjandi
kremi, einkum vandlega kringum
neglurnar. Þurrkið og stráið á ilm-
góðu fótadufti (talkum) á eftir.
2. Látið skóna aldrei meiða fæturna,
losið yður heldur við skóna eða reyn-
ið að öðrum kosti að líma hlífðar-
bætur innan í skóinn þar sem hann
særir fótinn.
3. Hugsið yður tvisvar um áður en
þér kaupið of támjóa skó. Ef þér haf-
ið svo breiðan fót, að tærnar kremj-
ast óeðlilega saman í skónum, getur
hlotizt óbætanlegt mein af.
4. Naglabönd á tám (og fingrum) skal
helzt ekki klippa með skærum, því
að húðinni kringum neglurnar hættir
þá við að rifna upp, og úr því orðið
naglrótarbólga og ígerð. Losið nagla-
böndin með fljótandi naglabanda-
eyðir, og burstið síðan neglurnar
með naglabursta.
JMg.
Beinbygging fótanna er þá ekki
nógu bogamynduð, og þegar fótur-
inn hefur ekki eðlilega Iögun, þreytist
hann fljótt; það getur einnig verið
bein orsök höfuðverkar (migraine),
>T-0