Fréttablaðið - 08.03.2022, Side 1
4 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 8 . M A R S 2 0 2 2
Þurrkur
hjá Erpi
Haffi er alls
ekki sár
Lífið ➤ 16 Lífið ➤ 16
Þjónustutorgið snýst um þig
Þjónustutorg Heklu www.hekla.is
Formaður Íslandsdeildar
NATO og Varðbergs segir
samstöðu um NATO ekki
meiri í áratugi. Forsætisráð-
herra segir sinn flokk enn
vilja Ísland úr NATO.
kristinnhaukur@frettabladid.is
adalheidur@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Njáll Trausti Frið-
bertsson, formaður Íslandsdeildar
NATO-þingsins og varaformaður
utanríkismálanefndar, segist finna
fyrir miklu meiri áhuga á NATO eftir
innrás Rússa í Úkraínu en fyrr. Þetta
eigi einnig við starfsemi Varðbergs,
samtaka um vestræna samvinnu og
alþjóðamál, þar sem hann er einn-
ig formaður. „Við erum að vakna
upp af þyrnirósarsvefni. Þessi mál
hafa verið svolítið í dvala í þrjátíu
ár,“ segir Njáll Trausti. „Fólk á öllum
aldri, líka börn, eru að velta því fyrir
sér sem er að gerast í Úkraínu og
samhengi hlutanna.“
Varðberg hélt hinn svokallaða
NATO skóla í Háskólanum í Reykja-
vík á laugardag. Þar er starf NATO,
varnarsamningurinn frá árinu 1951
og fleira kynnt fyrir fólki. Njáll segir
fyrirlestrana hafa verið vel sótta.
„Við höfum ekki séð aðra eins
samstöðu innan ríkja NATO um
áratuga skeið. Við höfum heldur ekki
séð aðra eins samstöðu á Alþingi,“
segir Njáll Trausti. Þessa samstöðu
megi einnig sjá innan Evrópu og
innan stjórnmálanna í Bandaríkj-
unum. Í valdatíð Donalds Trump
komu brestir í samstarf Bandaríkj-
anna og Evrópu, einkum vegna fjár-
mögnunar á vörnum NATO.
Rætt hefur verið um að Svíþjóð og
Finnland gangi í bandalagið, en þessi
ríki eru nú þegar í nánu samstarfi
við NATO. Njáll Trausti segir að það
kæmi sér ekki á óvart ef bæði ríkin
myndu sækja um aðild á þessu ári.
Skipta þar mestu umskipti hjá sósí-
aldemókrataflokkunum sem hafa
hingað til verið andvígir inngöngu.
Óttinn er þó jafnvel meiri innan
Eystrasaltsríkjanna, Póllands og
fleiri Austur-Evrópuríkja sem eru í
NATO. Njáll Trausti segist trúa því
og treysta að þessi ríki geti treyst á
5. grein Washington-sáttmálans, þar
sem segir að árás á eitt NATO-ríki sé
árás á þau öll. Einnig ef Pútín myndi
kynda undir rússneskumælandi
aðskilnaðarsinnum í Eystrasaltinu,
líkt og í Donbass-héraði Úkraínu.
Í stefnu Vinstri grænna, f lokks
forsætisráðherra Íslands, hefur frá
stofnun verið lögð áhersla á að hér
sé hvorki innlendur né erlendur her,
Ísland eigi að standa utan hernaðar-
bandalaga og segja sig úr NATO.
„Stefna Vinstri grænna hefur ekki
breyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra. „Við virðum hins
vegar þá þjóðaröryggisstefnu sem
samþykkt var á Alþingi árið 2017
með yfirgnæfandi stuðningi, en
aðild Íslands að Atlantshafsbanda-
laginu er ein af stoðum hennar,“
bætir hún við.
Í stefnu beggja samstarfsflokka
VG í ríkisstjórn er lögð áhersla á
samstarfið í NATO og segir Katrín
að í fyrstu viðræðum flokkanna um
stjórnarmyndun hafi samist um að
láta samstarfið ekki steyta á and-
stöðu flokksins við aðild að NATO. n
Mikill áhugi á NATO eftir innrásina í Úkraínu
Íbúar Írpín, rétt vestan við Kíjív höfuðborg Úkraínu, flúðu í gær átökin nærri heimilum sínum. Á meðan rússneskar hersveitir voru á leið inn í borgina var fólkið á leið yfir brú í átt að Kíjív. Úkraínu-
menn höfnuðu í gær tilboði Rússa um að hleypa almennum borgurum í áttina að Hvíta-Rússlandi og Rússlandi, þeir vilja fá svigrúm til að hleypa almennum borgurum í vesturátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Katrín Jakobs-
dóttir, forsætis-
ráðherra og for-
maður Vinstri
grænna