Fréttablaðið - 08.03.2022, Blaðsíða 4
Þau geta lært að lesa
íslensku á sama tíma
og við kennum þeim
íslensku.
Dr. Sigríður Ólafsdóttir, lektor
á Menntavísindasviði Háskóla
Íslands
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
WWW.ISBAND.IS • WWW.JEEP.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F
JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 7.479.000 KR.
ÁRA ÁBYRGÐ
8 ÁRA ÁBYRGÐ Á
DRIFRAFHLÖÐU
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX. KOMDU OG REYNSLUAKTU!
Jeep rafknúnu jepparnir henta íslenskum aðstæðum um allt land
Langstærstur meirihluti inn-
flytjenda er undir viðmiði
þegar kemur að íslensku-
kunnáttu. Lektor við Háskóla
Íslands segir slæma íslensku-
kunnáttu gera nemendum
erfiðara fyrir. Mennta-
málaráðuneytið segir þetta
áhyggjuefni.
birnadrofn@frettabladid.is
MENNTAMÁL Í janúar voru 36 pró-
sent fimmtán ára nemenda undir
lágmarksviðmiði í lestri. Samkvæmt
lesfimiprófum Menntamálastofn-
unar hefur frá síðustu aldamótum
um þriðjungur 15 ára nemenda
verið undir lágmarksviðmiði í lestri.
Niðurstöður PISA-könnunar-
innar fyrir árið 2018 sýndu að
einn þriðji hluti drengja hafði ekki
lágmarksfærni í lesskilningi og
helmingur nemenda af erlendum
uppruna. Þá séu 92,5 prósent inn-
flytjenda á rauðu eða gulu viðmiði
þegar kemur að íslenskukunnáttu
og þurfi því aðstoð við íslenskunám.
Doktor Sigríður Ólafsdóttir, lekt-
or á Menntavísindasviði Háskóla
Íslands, segir málþroska og læsi
barna fara verulega eftir því hversu
góð tækifæri þau fá til að nota
tungumálið, hlusta á og segja sögur,
tala saman um nýja þekkingu og
velta fyrir sér ólíkum sjónarhorn-
um.
Í hvert sinn sem ákveðin við-
fangsefni séu tekin fyrir í mál-
legum samskiptum, jafnvel með
ungum börnum í leikskóla, sé lagður
grunnur að framtíðarfærni barna í
að af la sér þekkingar og nýta sér
hana. „Íslenskufærnin eykst síðan
þegar börn lesa sjálf og sum börn
þurfa meiri stuðning en önnur,
markvissan stuðning með kennslu-
aðferðum sem rannsóknir sýna að
skila bestum árangri,“ segir Sigríður.
Spurð að því hvort börn sem ekki
kunni íslensku, það er börn sem
f lytja til landsins á ýmsum aldri,
geti lært að lesa á íslensku um leið
og þau takist á við tungumálið segir
Sigríður það gagnlegt. „Þau geta lært
að lesa íslensku á sama tíma og við
kennum þeim íslensku. Það er ein-
mitt mjög æskilegt að lestur og mál-
örvun fari saman með nemendum á
grunnskólaaldri, því auðveldara er
að læra orðin þegar maður heyrir
þau og sér þau líka skrifuð með bók-
stöfum,“ segir hún.
Þá segir Sigríður að lestur tungu-
máls sem nemendur skilji ekki færi
þeim þó einungis tækni í lestri, það
að kunna illa tungumál skólans geri
þeim námið erfiðara. Þó verðum
við að átta okkur á því að fram-
farir í náminu leiði til þess að færni
í tungumáli skólans eflist samhliða.
„Ef við tökum stærðfræði sem dæmi,
hvernig getur barn náð framförum í
stærðfræði í íslenskum skóla án þess
að íslenskukunnátta fylgi með, það
er bara ómögulegt,“ segir hún.
„Það sem er mjög alvarlegt hjá
okkur á Íslandi er að munur á
íslenskufærni barna með íslensku
sem móðurmál og þeirra sem nota
önnur tungumál en íslensku heima
fer vaxandi,“ bætir Sigríður við.
Strax í leikskóla séu tækifæri til
að gefa börnum færni í íslensku, að
þau myndi tengsl við starfsfólk og
önnur börn og eigi í gagnkvæmum
tjáskiptum. „Einkenni ungra barna
sem skilja illa tungumál leikskólans
er að þau draga sig í hlé. Taka ekki
þátt í því sem krefst málnotkunar
og fara því á mis við markvisst nám
leikskólans og framfarirnar verða
því minni.“
Í skrif legu svari menntamála-
ráðuney tisins v ið f y r irspur n
Fréttablaðsins segir að takmörkuð
íslenskukunnátta innf lytjenda í
grunnskólum sé áhyggjuefni. „Þetta
á einnig við um börn innflytjenda
sem fædd eru á Íslandi. Þessi mál eru
í forgangi innan ráðuneytis og mikil
vinna að eiga sér stað að færa þessi
mál til betri vegar.“
Þar segir að búið sé að endur-
skoða kafla um íslensku sem annað
móðurmál í aðalnámskrá grunn-
skóla og að meðal annars hafi verið
sett ný hæfniviðmið fyrir íslensku.
Nú sé unnið að innleiðingu þessara
breytinga. SJÁ SÍÐU 9 n
Áhyggjuefni að mikill meirihluti
innflytjenda kunni ekki íslensku
Niðurstöður
könnunarinnar
sýna að 92,5
prósent inn
flytjenda séu á
rauðu eða gulu
viðmiði þegar
kemur að ís
lenskukunnáttu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
sbt@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Heildarkostnaður
ríkissjóðs við skimanir vegna Covid-
19 var rúmir níu milljarðar á um
tveggja ára tímabili frá febrúar 2020
til og með desember 2021.
Þetta kemur fram í svari Willums
Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn frá Bergþóri Óla-
syni, þingmanni Miðflokksins, um
kostnað af skimunum innanlands og
á landamærunum.
PCR-próf voru dýrust, en kostnað-
urinn við þau var um 5,3 milljarðar
á umræddu tímabili. Kostnaðurinn
við hraðpróf var um einn milljarður
og landamæraskimanir kostuðu 2,3
milljarða.
Í svari heilbrigðisráðherra var
einnig útlistaður kostnaður við aðra
þætti, svo sem sóttkví, rakningar og
ferðamannavottorð en samtals var
kostnaðurinn við þessa þrjá þætti
um 350 milljónir króna.
Hraðprófin voru kynnt til sögunn-
ar síðastliðið sumar en með tilslök-
unum á sóttvarnaaðgerðum sama
haust jókst kostnaður vegna þeirra
verulega en með þeim var heimilt
að halda viðburði fyrir allt að fimm
hundruð manns með skilyrði um
framvísun hraðprófs. n
Skimanir kostuðu ríkið um níu milljarða króna
PCR-próf 5.361.253.085 kr.
Hraðpróf 1.011.158.275 kr.
Landamæraskimun 2.291.672.579 kr.
Sóttkví 215.325.213 kr.
Rakning 16.551.003 kr.
Ferðamannavottorð 330.625.698 kr.
Annað 746.887 kr.
Samtals 9.227.332.740 kr.
Kostnaður ríkissjóðs við
skimanir vegna Covid-19
kristinnhaukur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt nýju
frumvarpi Willums Þórs Þórssonar
heilbrigðisráðherra verður stofnað
sjö manna notendaráð heilbrigðis-
þjónustu. Munu sjúklingasamtök
tilnefna fulltrúa í ráðið og forstjór-
ar og stjórnir heilbrigðisstofnana
hafa samráð við ráðið til að tryggja
að sjónarmið notenda séu til hlið-
sjónar við ákvarðanatöku er varðar
hagsmuni sjúklinga.
MND á Íslandi, Geðhjálp og fleiri
sjúklingasamtök gagnrýndu upp-
runalegt frumvarp ráðherra þar
sem ekki var gert ráð fyrir neinni
aðkomu notenda að stjórn. Töldu
þau eðlilegt að notendur fengju sæti
í stjórn Landspítala. n
Notendaráð gæti
hags sjúklinga
Willum Þór
Þórsson, heil
brigðisráðherra
jonthor@frettabladid.is
ALÞINGI Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir utanríkisráðherra flutti
munnlega skýrslu um innrás Rússa
í Úkraínu á Alþingi í gær. Þar kom
fram að Ísland væri á lista Rúss-
lands yfir óvinveitt ríki. Þórdís Kol-
brún sagði veru Íslands á listanum
ekki óvænta og benti á að áhrif hans
væru óljós, félagsskapur Íslands á
listanum væri „ekki slæmur“.
Síðari ræðu sinni beindi hún að
þeim þingmönnum sem nefndu að
Ísland væri herlaus þjóð. Sagði hún
að þakka mætti fyrir það en það
ætti ekki að gorta sig af því, það væri
einnig sjálfsmynd Íslands að vera
aðili að Atlantshafsbandalaginu. n
Segir Ísland í
góðum félagsskap
á lista Rússlands
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir,
utanríkis
ráðherra
4 Fréttir 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ