Fréttablaðið - 08.03.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.03.2022, Blaðsíða 6
Rúblan hefur fallið um 49 prósent á 12 dögum. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Þorkell Sigurlaugsson hætti við formannsframboð sitt í gær en búist hafði verið við hita- fundi á aðalfundi Félags eldri borg- ara sem fram fer í dag. Ingi björg H. Sverris dóttir mun líklega gegna for- mannsstöðu áfram. „Ástæðan er sú að ég kann illa við þá andúð og átök sem virðast hafa verið á bak við tjöldin vegna þessa framboðs. Heift og úlfúð sem ég vil ekki tengjast,“ sagði Þorkell í sam- tali við Fréttablaðið í gærkvöld. Illindin sem Þorkell vísar til eru meðal annars umræða um að hann hafi verið gerður út af Sigurði Kol- beinssyni viðskiptamanni sem hafi lagt á ráðin um fjandsamlega yfir- töku í félaginu í eiginhagsmuna- skyni. Deilan tengist að hluta ferða- Dró formannsframboð sitt til baka vegna illinda Þorkell Sigurlaugsson skrifstofumálum eldri borgara. „Ég vísa því algjörlega á bug og það sem mér fannst sorglegast voru einmitt dylgjur um að ég væri leppur Sigurðar,“ segir Þorkell. „Það er dapurlegt að fá svona móttökur frá fólki sem situr þarna í stjórn,“ segir hann. Kári Jónasson, stjórnarmaður í félaginu og fyrrverandi ritstjóri og fréttastjóri RÚV, sagði í samtali við Fréttablaðið áður en ákvörðun Þor- kels lá fyrir að hann óttaðist að Sig- urður Kolbeinsson viðskiptamaður stæði á bak við formannsframboð Þorkels. Þorkell er frambjóðandi Sjálf- stæðisf lokksins og býður sig fram í 2. sætið. Hann segir að síst af öllu hafi hann viljað að þetta mál truf laði framboð hans til borgar- stjórnar. n Íslenskir veitingamenn hafa tekið rússneskan vodka úr hillum hjá sér og vinsælir kokteilar á við Moscow Mule og White Russian hafa fengið ný nöfn, sem samstöðuaðgerð með Úkraínumönnum. Einn stærsti heildsali með vodka á Íslandi sýnir samstöðuna í verki og hefur hætt sölu á vodka frá Rússlandi. ninarichter@frettabladid.is VIÐSKIPTI Vínbúðin hefur í sam- starfi við heildsöluna Vínnes tekið fjórar af fimm rússneskum vodka- tegundum úr sölu hjá sér, í samstöðu með Úkraínumönnum vegna stríðs- reksturs Rússa í Úkraínu. Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vínness, segir fyrirtækið vissulega finna fyrir minnkandi sölu. „Við eigum fjórar af þessum fimm vörum sem Vínbúðin tók úr sölu og þá er þetta í samstarfi við okkur. Mönnum er ekki heimilt að taka einhliða vörur úr sölu. Það er þann- ig. Ég þekki ekki umfangið á veit- ingastöðum en það er auðvitað eitt- hvað. Það verður væntanlega ekki mikil ásókn í rússneskan vodka á næstu dögum og vikum.“ Aðspurður hvort sala á rúss- neskum vodka sé stórt hlutfall af heildarsölu á vodka segir hann svo vera. „Fólk er þá bara að taka annan vodka, væntanlega frá samkeppn- isaðilum. Það er í rauninni lítið við því að gera,“ segir Birkir. „Og án þess að ætla að reka pólitískan áróður á hvorn veginn sem er, þá klárlega tökum við afstöðu með því að taka vöruna úr sölu í ÁTVR.“ Baldur Guðmundsson Hraun- fjörð, veitingamaður á kokteil- og vínbarnum Veðri, tekur í sama streng. „Það er búið að breyta Mos- cow Mule í Kyiv Mule og við erum ekki með neinn rússneskan vodka hjá okkur. Við erum að kalla White Russian: White Ukrainian,“ segir Baldur. „Ef einhver biður um White Russian þá eru þeir að biðja um White Ukrainian.“ Hann segir viðbrögð viðskipta- vina hafa verið með eindæmum jákvæð. „Já, viðbrögðin hafa verið mjög góð og fólk virðist mjög stolt af okkur. Alltaf kemur bros á vör þegar fólk sér Kyiv Mule,“ segir Baldur. „Fyrir fólk virðist það hafa mikla þýðingu að sýna samstöðu.“ Fréttablaðið ræddi við f leiri veitingamenn í miðborginni sem tóku í sama streng og sögðust hafa tekið allan rússneskan vodka úr hillunum hjá sér og taka með því afstöðu, en treystu sér þó ekki til að koma fram undir nafni, að sögn af ótta við að skaða orðspor vöru- merkja og birgja. n Moscow Mule verður Kyiv Mule á börum bæjarins í samstöðuaðgerð Moscow Mule, eða Moskvumúlasni, er búinn til úr rússneskum vodka, limesafa og engiferbjór. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ef einhver biður um White Russian þá eru þeir að biðja um White Ukrainian. Baldur Guðmundsson Hraunfjörð, veitingamaður á Veðri Það verður væntanlega ekki mikil ásókn í rússneskan vodka á næstu dögum og vikum. Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Vínness olafur@frettabladid.is RÚSSLAND Rúblan er í frjálsu falli sem einna helst má líkja við fall íslensku krónunnar 2008. Það sem tók marga mánuði á Íslandi hefur gerst á aðeins 12 dögum í Rússlandi. Í byrjun febrúar kostaði einn Bandaríkjadalur 77,7 rúblur. Við lok markaða 23. febrúar, kvöldið áður en her Pútíns réðst inn í Úkraínu, kostaði dollarinn 78,8 rúblur. Föstudaginn 4. mars kostaði doll- arinn 109,5 rúblur og hafði hækkað um 39 prósent. Þetta jafngildir falli rúblunnar upp á um 29 prósent á átta dögum. Um helgina lét Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þau orð falla í sjónvarpsviðtali að Bandaríkin og Evrópa væru að íhuga sniðgöngu á rússneskri olíu. Þrátt fyrir að ekki séu taldar mikl- ar líkur á slíkri sniðgöngu vegna þess hve Evrópa er háð innf lutn- ingi á olíu og gasi frá Rússlandi varð blóðbað á gjaldeyrismörkuðum er þeir opnuðu í gærmorgun. Rúblan lækkaði við opnun mark- aða, náði sér aðeins á strik aftur fyrir hádegið en var svo í frjálsu falli eftir hádegi til lokunar. Lokagengi dagsins var 154,25. Rúblan hefur því fallið um 49 pró- sent á tólf dögum frá því innrásin í Úkraínu hófst. Svona hrun gjaldmiðils á einna helst samlíkingu í því að íslenska krónan missti helming verðgildis síns árið 2008. Frá ársbyrjun til árs- loka 2008 lækkaði krónan um 48,2 prósent gagnvart dollar og raunar var lækkunin meiri á tímabili í nóv- ember og desember. Í Rússlandi hefur rúblan nú fallið um 49 prósent á 12 dögum. Þetta þýðir að allar erlendar vörur tvöfaldast í verði og stefnir í óða- verðbólgu. Höggið er gríðarlegt fyrir efnahag Rússlands og fjárhag almennings í landinu. n Rúblan helmingast frá því að innrásin hófst Bandaríkjadalur hefur tvöfaldast í verði gagnvart rúblunni á aðeins 12 dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frá samstöðufundi í Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY arnartomas@frettabladid.is RÚSSLAND Bókstafurinn zeta er orðinn að sameiginlegu tákni þeirra sem vilja sýna stuðning sinn við rússnesku ríkisstjórnina. Stuðn- ingsmenn Pútín-stjórnarinnar í Rússlandi og fleiri löndum skreyta nú fatnað sinn, bíla og annað með zetunni. Zetu-merkingin vakti heims- athygli er rússnesk landtæki voru merkt bókstafnum þegar innrásin í Úkraínu hófst. Ekki liggur fyrir hvað zetan stendur fyrir en vilja sumir túlka hana sem styttingu á Za pobedy (rússn. „Til sigurs“). n Stuðningsmenn Pútíns sameinast undir zetunni Íbúar flýja Íprín í gær. arib@frettabladid.is ÚKRAÍNA Minnst 400 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í kjölfar inn- rásar Rússa í Úkraínu samkvæmt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður ráðsins sagði við blaðamenn í gær að erfitt væri að fá réttar tölu yfir hin látnu og að kallað hefði verið eftir því að starfs- menn fengju að komast hindrunar- laust að átakasvæðunum. Harðir bardagar voru í gær í borg- inni Míjkolaív, norðvestur af Kerson í sunnanverðu landinu. Einnig hafa rússneskar hersveitir farið inn í bæinn Írpín, rétt vestan megin við Kíjív. CNN hefur eftir háttsettum embættismanni í varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna að Rússar hafi skotið 625 f lugskeytum á Úkraínu frá því innrásin hófst. Þá séu Rússar búnir að beita öllum þeim hersveit- um sem hafi verið í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu fyrir inn- rásina. n Erfitt að fá rétta tölu yfir þau látnu 6 Fréttir 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.