Fréttablaðið - 08.03.2022, Blaðsíða 28
Já, ég er bragðarefur.
Kem sífellt á óvart.
Rapphundurinn Erpur
Eyvindarson, ekki síður
þekktur sem Blaz Roca, hefur
vanið sig á að gera róttækar
lífsstílsbreytingar í nokkra
mánuði á ári og setur þá
tappann í flöskuna og gerir
tilraunir með mataræðið.
svavamarin@frettabladid.is
„Ég tek alltaf þriggja mánaða þurrk,
stundum alveg fjóra mánuði á ári án
áfengis,“ segir rapparinn og romm-
gæðingurinn Erpur Eyvindarson
sem minnir sig þannig reglulega
á hversu vel honum líður áfengis-
lausum. „Maður gleymir því oft
hvað þetta er frábært.“
Erpur hefur tekið þátt í veganúar
í nokkur ár en seinkaði því átaki
að þessi sinni um mánuð og gerði
febrúar að vegrúar.
„Gallinn við að vera vegan í
febrúar er að maður þarf að redda
sér sjálfur en í janúar er vegan ætt-
bálkurinn geðveikt að peppa mann
og hjálpa til með næringarfræðina
og svona,“ segir Erpur og bætir
við að honum hafi reynst erfiðast
að finna út úr því hvað geti helst
komið í stað mjólkurafurða, fisks
og kjöts. Þá hafi vegan hópeflið auð-
veldað honum lífið í leitinni að réttu
baunategundunum.
Fiskfars-mars
„Í mars er ég að stúdera pescat-
arian,“ segir Erpur um áherslu sína
á sjávarfang þessa dagana undir
formerkjum þess sem hann kýs að
kalla fiskfars-mars.
„Ég er auðvitað ekki að fara að
fá mér fiskfars. Þetta hljómar bara
betur,“ segir hann og hlær áður en
hann upplýsir að apríl sé óráðinn
hjá honum en hann sé opinn fyrir
öllu.
„Mér líður rosalega vel að sleppa
mjólkurafurðum og maður fattar
mjög snemma hvað allt kerfið er
sátt við að sleppa því að blanda
þeim í allt,“ segir Erpur sem finnst
mjög skemmtilegt að gera tilraunir
á sjálfum sér með því að prófa hinar
ýmsu matarvenjur.
„Það er verið að hvetja mig til að
prófa að fasta í nokkra daga. Það
gæti verið gaman.“ Hann bendir þó á
að föstur séu honum ekki framandi
þar sem hann stundi slíkt vanalega
í um tólf til átján tíma á sólarhring.
„Það er allt annað að prófa að
fasta í nokkra daga í röð. Menn
segja að maður verði miklu skýrari
í hausnum.“ Þá segist hann stefna
á að taka einn mánuð í hráfæði á
næsta ári.
Asískt og einfalt
Þegar Erpur er spurður hvernig
honum hafi gengið að gera vegan
rétti segir hann það ekkert mál að
gera góðan mat þar sem hann eldi
mikið taílenskt.
„Minn uppáhalds réttur er vegan
Pad Ka Pow en uppistaðan í honum
er heilög basilíka, chili, hvítlaukur
og vegan fiskisósa.
Ef þú hefur farið til Indlands þá
eru langt flestir veitingastaðir vegan
vegna þess að hindúarnir borða
ekki nautakjöt, múslimar borða
ekki svínakjöt og Búddarnir borða
engar dýraafurðir. Þannig að ef þú
ferð í asískar uppskriftir þarftu ekk-
ert að vera að vera að rembast neitt
við þetta og að ná fram góðu bragði
af matnum.“
Bragðarefur sem kemur á óvart
Erpur svarar því játandi að hann
komi fólki vissulega á óvart með
þessum lífsstílsbreytingum sínum
miðað við þá mynd sem hann dreg-
ur upp af sér í tónlistarheiminum.
„Já, ég er bragðarefur. Kem sífellt
á óvart. Ég er líka mikið að labba og
synda og lifi nokkuð heilbrigðu lífi,“
segir Erpur og hlær.
„Ég hleyp ekki en finnst miklu
Árlegt þurrkatímabil í lífi Erps
Erpur leynir á
sér þegar matur
og drykkur eru
annars vegar
enda annálaður
bragðarefur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Erpur fílar sig í botn í nýja laginu um Babar. MYND/KIDDI HJÁLMUR
Erpur og Egill Ólafsson í góðum
fíling. MYND/KIDDI HJÁLMUR
skemmtilegra að ganga rösklega.
Líka núna þegar það er orðið svo
gott að labba um Reykjavík miðað
við hvernig það var þegar ég var að
alast upp og Sjálfstæðisflokkurinn
réði öllu,“ segir hann háðskur og
bætir við að borgin hafi verið eins
og bílastæði fyrir utan Walmart í
Detroit.
„Einhver bílageðveiki skilurðu.
Það er svo gaman að labba út um
allt og heilinn verður svo frjór í
fersku lofti,“ segir Erpur sem þannig
afgreiðir flesta sína fundi og stefnu-
mót á göngu um götur Reykjavíkur.
Slaki Babarinn
Erpur gaf nýlega út lagið Slaki
Babarinn með Agli Ólafssyni og
Memfismafíunni. „Lagið fjallar um
fílinn Babar sem stóð í ströngu í
Afríku þar sem hann tróð illsakir
við nashyrninginn og keyrir svo
um í blæjubíl með kórónu um götur
Parísar,“ útskýrir Erpur og auðheyrt
á honum að honum er mjög létt við
að bókanir eru komnar aftur á fullt
eftir langt veirutímabil.
„Það eru fjögur eða fimm ár síðan
ég gaf út lag síðast og núna er gott
útlit fyrir að við séum í alvörunni að
fara að lifa alvöru lífi ef við náum að
sneiða hjá kjarnorkustríði.“
Hægt er að fylgjast með tilraun-
um Erps í eldhúsinu á Instagram
undir nafninu: Slakibabarinn. n
odduraevar@frettabladid.is
Tónlistarmaðurinn Haffi Haff seg-
ist alls ekki sár yfir því að hafa ekki
komist í úrslit Söngvakeppninnar
sem hið svokallaða „aukalag“ sem
framkvæmdastjórnin velur.
Reglur keppninnar gera stjórn-
inni kleift að velja eitt lag í úrslitin
þrátt fyrir að það hafi ekki komist
áfram í símakosningu. Dúettinn
Amarosis varð að þessu sinni fyrir
valinu með lagið Don't you know.
Heyra mátti harmakvein í þó
nokkrum netverjum yfir því að
Haffi Haff var ekki valinn. „Nei, nei,
,nei,“ segir Haffi hlæjandi aðspurð-
ur hvort þetta séu vonbrigði.
„Það er svo mikið af f lottum
atriðum í ár. Við vorum bara að
reyna að skemmta okkur. A guy
is just doing his job, þú veist hvað
ég meina?“ segir Haffi. Hann segir
hópinn sinn afar stoltan og segir
Íslendinga geta verið stolta af
keppninni í ár.
„Við erum með ótrúlega hæfi-
leikar íkan og my ndarlegan
blindan mann sem syngur og
hann er ekki bara söngvari
heldur líka íþróttamaður,“
segir Haffi hlæjandi og hrósar
Amarosis í hástert.
„Það hefði verið gaman að fá
að sýna þjóðinni það sem við
ætluðum okkur í úrslitunum.
Sem viðskiptaþenkjandi maður
ákvað ég að sýna ekki á öll spilin
strax, en við grátum það samt ekk-
ert. Við skemmtum þjóðinni vel
og þetta var heljarinnar verk-
efni.“
Haff i segist ekki eiga sér
uppáhalds atriði í keppninni.
„Stefanía var samt frábær og ég hef
dáðst að henni í keppninni. En ég
vil ekki velja einhvern sem er eftir,
því þetta skiptir engu, við erum öll
sigurvegarar og allir þarna verða
frábærir fulltrúar Íslands. Það er
ótrúlegt að vera hluti af þessu og
þessu ferli.“ n
Haffi Haffi alls ekki sár
Haffi Haff gengur sáttur af velli.
MYND/AÐSEND
Friðartónleikar í Hallgrímskirkju verða þriðjudaginn 8. mars kl. 18.
Ávörp flytja Kári Stefánsson og Cristofer Cristofer.
Úkraínumenn sæta nú miskunnarlausum árásum af hálfu nágranna sinna, Rússa.
Við fyllumst sorg, reiði og varnarleysi yfir þessari mannvonsku og illsku.
Komum saman og sýnum samhug okkar með úkraínsku þjóðinni og líka með rúss-
neskum almenningi sem mætir grimmd og harðræði fyrir að mótmæla innrásinni.
Þessi mikli harmleikur snertir okkur öll.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir
og hægt verður að kveikja á friðarljósi fyrir Úkraínu.
Fram koma
Ragnar Kjartansson • KK • Ellen Kristjánsdóttir • Alexandra Chernyshova
Þorsteinn Einarsson í Hjálmum • Kór Hallgrímskirkju • Eyþór Gunnarsson
Sigga, Beta og Elín Ey • Jói P. og Króli • Bubbi og fl.
Úkraína
Friðartónleikar
í Hallgrímskirkju
•
toti@frettabladid.is
Þegar úrslit lágu fyrir í forvali
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar varð ljóst að sagn-
fræðingurinn Stefán Pálsson hafði
komist þangað sem hann ætlaði sér, í
2. sætið. Stefán, sem er einhver helsti
sérfræðingur þjóðarinnar þegar
myndasögubækurnar um Sval og Val
eru annars vegar, deildi frétt Mbl.is
af úrslitunum á Facebook-síðu sinni
á laugardaginn og fagnaði því að nú
væri „hægt að snúa sér að slagnum
við hina“ eftir óhjákvæmileg átök
við samherja. Í kjölfarið rigndi
hamingjuóskum yfir hann í löngum
athugasemdahala þar sem einmitt
einn „hinna“, Andrés Magnússon,
fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu,
kom sterkur inn með kveðju sem
hann sótti orðrétt á kápubak Svals
og Vals bókanna sem eru Stefáni svo
hugleiknar.
„Nú byrjar gamanið, en það verður
hættulegt!“ Svalur og Valur hafa hildi
háð í bæði Feluborg og Bretzelborg
en engum sögum fer enn af ævin-
týrum þeirra í Reykjavíkurborg. En
telur Stefán að Andrés hafi eitthvað
til síns máls og að gamanið í Reykja-
vík eigi eftir að verða honum hættu-
legt?
„Getur nokkuð verið gaman sem
ekki er að minnsta kosti smá hættu-
legt?“ spyr Stefán á móti eins og
alvöru stjórnmálamanni sæmir og
sprengir síðan pólitíkina út í enn
stærra Svals og Vals samhengi en
Andrés: „Annars er það sérdeilis
skuggalegt fyrir okkur S&V buffin að
sjá að Rússlandsher taki upp Z-una
hans Zorglúbbs sem einkennistákn
sitt.“ n
Hættulegt gaman
í Reykjavíkurborg
Stefán Pálsson
16 Lífið 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGUR