Fréttablaðið - 08.03.2022, Page 12

Fréttablaðið - 08.03.2022, Page 12
Sköpunarsmiðjan er spennandi námskeið á vegum Stílvopnsins þar sem markmiðið er að uppgötva innri sköpunarkraft í gegnum ólík listform. „Ég hlakka svo til,“ segir Björg Árnadóttir þegar hún minnist á Sköpunarsmiðju sína sem haldin verður helgina 18.-20. mars. Björg hefur í áratugi þróað og kennt margvísleg ritlistarnámskeið en Sköpunarsmiðjan er af svolítið öðrum toga. Hana sækir fólk ekki til að tileinka sér ákveðið listform, heldur til að uppgötva innri sköp- unarkraft sinn og nýta hann til að takast á við áskoranir daglegs lífs. „Sköpunarsmiðjuna byggi ég á hugmyndum um hlutverk flæðis í hamingjunni og að lífið sé einn allsherjar leiðangur í átt til aukins þroska. Þarna eru ekki endilega sköpuð áþreifanleg listaverk held- ur fyrst og fremst skoðað hvað ger- ist hið innra í sköpunarferlinu og hvernig listsköpun eflir og þroskar. Ég nota aðferðir ólíkra listgreina, ritlistar, myndlistar, tónlistar, leiklistar og sagnamennsku en einnig sjálfsskoðunaraðferðir eins og samtöl og speglun, leidda hugleiðslu, ígrundun og ritúöl. Fólk þarf ekkert að kunna – bara að mæta! Smiðjan er öllum opin og hana sækir fjölbreyttur hópur, eins og reyndar öll námskeiðin mín, fólk sem annars færi á mis við þetta samtal fjölbreytileikans. Eftir áratuga kennslu segir reynslan mér að fólk vill fyrst og fremst fá að tala saman og sú þörf hefur aukist í kóvídinu. Stundum miðar mér hægt með efnið af því að tjáningarþörfin er svo rík en það er að sjálfsögðu bara gott. Fáumst við ekki við fyrst og fremst við listir til að tjá okkur?“ spyr Björg. Öruggt umhverfi til tjáningar Björg hóf náms- og starfsferil sinn í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem myndlistarkennari árið 1983. Svo lærði hún til blaðamanns í Svíþjóð og hefur haft atvinnu af skrifum síðan. Seinna hnýtti hún saman menntun í ritlist og myndlist með meistaranámi í menntunar- fræðum skapandi greina. „Ég hef líka verið í tónlist frá unga aldri en það var ekki fyrr en á síðustu árum að ég þorði að kíkja inn á það svið sköpunar sem ég óttast mest, leiklistina,“ segir hún. Meðfram kennslu, rit- og stjórn- unarstörfum hefur hún um árabil tekið þátt í norrænum og evrópsk- um verkefnum á sviði skapandi greina. „Þannig lenti ég óvart í því sem ég vil kalla hitt háskólanámið mitt. Þvílík gæfa að fá að taka þátt í Grundtvig-, Erasmus+-, EES- og Nordplus-verkefnum! Þar hef ég aflað mér reynslu og þekkingar en einnig fengið að kenna öðrum mínar eigin aðferðir til að virkja almenning til samfélagsþátttöku og þá ekki síst jaðarsetta og ber- skjaldaða hópa samfélagsins. Stundum fæ ég að kenna aðferða- og hugmyndafræði rit- listarkennslu en finnst eiginlega skemmtilegra að kenna smiðju sem ég kalla „Að skapa örugg rými“. Hún fjallar um þær aðferðir og hugarfar sem þarf til að öryggi og traust ríki í hópum sem vinna náið saman. Þótt ég hafi lært þessar aðferðir í vinnu með jaðar- settum virka þær víðar, til dæmis á vinnustöðum. Fyrir kemur að ég fæ tífalt betur borgað en venjulega fyrir margfalt auðveldari vinnu: það er þegar ég er beðin um að kenna stjórnendum í atvinnu- lífinu,“ segir Björg og bætir við, svolítið hreykin: „Það sem ég er ánægðust með þegar ég lít yfir farinn veg er að hópar, sem voru á námskeiði hjá mér fyrir mörgum árum, eru enn að hittast.“ Öllum til heilla: Samtal um samfélagslistir Fyrstu reynslu sína af vinnu með jaðarsettum hópum fékk Björg þegar hún, nýútskrifuð úr mynd- listarámi, tók þátt í verkefni um brothættar byggðir á slóðum Sama í Norður-Svíþjóð. „Síðan hef ég alltaf öðru hverju unnið með fólki í félagsvanda, fólki með margvíslegar greiningar, fátæku fólki og heimilislausu, föngum, fíklum og flóttamönnum, bæði hérlendis og erlendis. Ég hef enga sérhæfingu né heldur hef ég leitast eftir vinnu með ákveðnum hópum, heldur bara tekið því sem til mín hefur komið. Ég vona að ég hafi einhver áhrif á þau sem ég fæ að vinna með en veit að sjálf verð ég fyrir meiri umbreytandi áhrifum. Í yfirburðastöðu minni er ég alltaf að segja og gera eitthvað sem er óviðeigandi í aðstæðunum en þá er mér bara vinsamlegast bent á það og af því læri ég,“ segir Björg. Um þessar mundir stýrir hún almannaheillaverkefninu Öllum til heilla, samtali um samfélagslistir, verkefni sem varð til að frumkvæði ReykjavíkurAkademíunnar, fjöl- faglegs vettvangs fræðafólks sem Björg er félagi í. Akademían fékk til liðs við sig í verkefnið jafn ólíka aðila og Öryrkjabandalagið, Lista- háskólann, Listahátíð í Reykjavík, List án landamæra, Reykjavíkur- borg og Borgarleikhúsið. „Það hefur verið gjöfult að eiga þetta samtal um mikilvægi lista í svo fjölbreyttum hópi. Undir- búningur hefur staðið með hléum í tvö ár enda hefur verkefnið risið og hnigið í kófinu og viðburðum þess frestað hvað eftir annað. Loks erum við þó farin af stað með við- burðaröð sem lýkur í tengslum við Listahátíð í sumar. Markmiðið er þó ekki eingöngu að búa til við- burði í sal og á neti heldur fyrst og fremst að blása til samtals ólíkra aðila um mikilvægi samfélagslista.“ Samfélags– og þátttökulistir Hugtökin samfélagslistir (e. Community Art) og þátttökulistir (e. Participatory Art) eru tiltölulega lítt þekkt hérlendis en viðburða- röðinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi lista við að efla gagn- kvæman skilning ólíkra samfélags- hópa og varpa ljósi á margbreyti- leikann sem oft er svo hulinn. „Við viljum ná til sem flestra fag- og hagaðila á sviðinu, þeirra sem dvelja á jaðrinum og hinna betur settu sem að sjálfsögðu glíma flest við einhvers konar jaðarsetningu líka. Grundvallarspurningin er kannski hvað það sé að vera normal. Okkar langar að fá faglært og ófaglært listafólk í umræðuna, fagfólk á sviði velferðar, heilbrigðis og menntunar, fólk í stjórnmálum og stjórnsýslu, félagasamtök og fyrirtæki sem vinna að almanna- heillum – já, bara öll sem áhuga hafa á að nota umbreytingarmátt listanna samfélaginu til heilla,“ segir Björg. Og eftir nokkra umhugsun útskýrir hún hvernig hún sjálf hefur upplifað þennan umbreyt- ingarmátt. „Skapandi ferli hafa áhrif á innri mann. Sjálfri finnst mér sköpun mín og listkennsla einna mest hafa mótað mig í lífinu. Ég óttaðist til dæmis og forðaðist leiklistina svo að það var sannar- lega umbreytandi reynsla að fá fyrir nokkrum árum að standa á sviði í Bratislava, setja mig í spor og túlka aðra manneskju í leikriti sem ég hafði sjálf tekið þátt í að semja. Ég skynjaði umbreytingu í sjálfri mér gegnum salinn og fannst stundin jafn gefandi og ótal sál- fræðingssamtöl. Þá er ég alls ekki að gera lítið úr störfum sálfræðinga heldur eingöngu að benda á að þátttaka listum er líka ákaflega öflugt tæki öllum til heilla,“ segir Björg og lítur björtum augum til betri tíma fyrir sjálfstætt starfandi kennara að kófinu loknu. n Nánari upplýsingar á stilvopnid.is. Sími: 899-6917. bjorg@stilvopnid.is. Björgu finnst listkennsla og sköpun vera það sem einna mest hefur mótað hana í lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Mikil samstaða myndast meðal nemenda og fólk sem var á námskeiði hjá Björgu fyrir mörgum árum er sumt hvert enn að hittast. MYND/AÐSEND Öllum til heilla – samtal um samfélagslistir, er almannaheillaverkefni um mikilvægi sköpunar í samfélaginu. Upplýsingar á síðunni akademia.is/ollum. Það sem ég er ánægðust með þegar ég lít yfir farinn veg er að hópar, sem voru á námskeiði hjá mér fyrir mörgum árum, eru enn að hittast. 2 kynningarblað A L LT 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.