Fréttablaðið - 08.03.2022, Qupperneq 26
Mig langaði að líta á
sýninguna í safninu
eins og landslag, ég er
að búa til einhvers
konar landslagsupp-
lifun með manngerð-
um hlutum.
Maður og náttúra mætast
á sýningu Tinnu Gunnars-
dóttur í Hafnarborg, Snert
á landslagi. Þungamiðja
sýningarinnar byggist á til-
viksrannsókn sem hún vann í
eyðifirði á Tröllaskaga.
tsh@frettabladid.is
Vöruhönnuðurinn Tinna Gunn-
arsdóttir opnaði nýlega sýninguna
Snert á landslagi – 66°05’35.2”N
18°49’34.1”W sem er framlag
Hafnarborgar til HönnunarMars.
Sýningin tengist yfirstandandi
doktorsverkefni Tinnu í menning-
arfræði við Háskóla Íslands þar sem
hún rannsakar hvort fagurferðileg
upplifun í landslagi geti verið af l
til umbóta á tímum mannaldar og
loftslagsbreytinga.
„Að undirstrika að maðurinn sé
hluti af náttúrunni, ekki aðskil-
inn, það er svona heimspekilegi
grunnurinn,“ segir Tinna. Höfundur
hugtaksins fagurferði er Njörður
Sigurjónsson, doktor í menningar-
stjórnun við Háskólann á Bifröst.
Spurð um hver sé munurinn á fagur-
ferði og fagurfræði segir Tinna:
„Þetta er svo skemmtilega skrýtið
hugtak og hljómar alltaf eins og
mismæli. En það er þannig að þegar
maður talar um fagurfræðilega
upplifun, til dæmis í landslagi, þá
er í rauninni ekkert fræðilegt við
þá upplifun heldur er hún fyrst og
fremst tilfinningaleg.“
Tinna setur þetta í samhengi við
muninn á hugtökunum siðfræði og
siðferði, þar sem fræðigreinin sið-
fræði fjallar um mannlegt siðferði.
Þannig mætti segja að fagurfræðin
fjalli um fagurferðilega upplifun
mannsins.
„Mér finnst líka svo áhugavert
að fagurfræðihugtakið er svo rosa-
lega vítt, það tengist ekki endilega
fegurð, það spannar allan skalann
frá ægifegurð til ljótleika. Fagur-
ferðileg upplifun er það þegar eitt-
hvað þarna úti snertir við þér og það
þarf ekki að vera einhver klisja um
fullkominn blómavasa eða eitthvað
slíkt heldur bara að þú staldrir við
og veitir því athygli að það er eitt-
hvað sem gerist á milli þín og þess
sem þú mætir, horfir á, eða snertir,“
segir Tinna.
Sýningin samanstendur af alls
konar hönnunarhlutum frá löngum
ferli Tinnu. Elsta verkið á sýning-
unni má rekja til BA-verkefnis
hennar frá Bretlandi árið 1992 og
nýjustu verkin eru frá 2022. Tinna
segir þó ekki um hefðbundna yfir-
litssýningu að ræða. Þungamiðja
sýningarinnar varð til í áralangri til-
viksrannsókn Tinnu í Héðinsfirði á
norðanverðum Tröllaskaga sem fór
úr byggð um miðja síðustu öld.
„Mig langaði að líta á sýninguna
í safninu eins og landslag, ég er
að búa til einhvers konar lands-
lagsupplifun með manngerðum
hlutum. Mér finnst svo áhugavert
að hugsa um að allt sem dýr gera
lítum við á sem náttúrlega ferla en
svo tölum við um manngerða ferla
þegar við mannfólkið eigum í hlut.
Hver er munurinn? Jú, við náttúr-
lega höfum meiri tækni og mann-
gerð efni en í raun og veru kemur
allt frá náttúrunni,“ segir Tinna.
Sem dæmi um hluti sem finna
má á sýningunni eru tveir Árstafir
sem standa upp úr grasþökum í sal
Hafnarborgar. Stafirnir eru fram-
leiddir úr rafhúðuðu áli og ryðfríu
stáli og sérhannaðir fyrir umhverfi
Héðinsfjarðar. Flestir hlutanna eru
hannaðir með tilliti til notagildis
en sumir þeirra eru þó á mörkum
hönnunar og myndlistar eins og til
dæmis pinni sem ber heitið Mið-
punktur og er eins konar stækkuð
útgáfa af kortapinna, nema hvað
að þessi er hannaður til að standa
í landslagi.
„Ég er mikið að velta fyrir mér
notagildi og hvað skiptir máli í
dag og einstaka sinnum þá sleppi
ég notagildinu, það gerist mjög
sjaldan, oftar er það þannig að það
er hluti af verkinu en ekki endilega
aðal markmiðið,“ segir Tinna.
Stór hluti af hugmyndafræði
sýningarinnar snýst um að varpa
ljósi á samband manns og náttúru
á tímum mannaldar. Að sögn Tinnu
hefur verið lögð rík áhersla innan
hönnunargeirans á undanförnum
árum á að fjalla um samfélagslegar
áskoranir á borð við loftslagsbreyt-
ingar. Tinna er prófessor í vöru-
hönnun við Listaháskóla Íslands
og segist leggja mikla áherslu á að
miðla slíkri hugsun til nemenda
sinna.
„Mér finnst mikilvægt í dag að
skoða hvað vöruhönnun getur gert
til þess að taka þátt í þessu sam-
tali og þessu stóra verkefni sem við
stöndum frammi fyrir. Hún getur
líka gert það í sambandi við græna,
umhverfisvæna fjöldaframleiðslu
en hún er ekki beint til staðar hérna
á Íslandi. Vöruhönnun er ungt fag
á heimsvísu og sérstaklega ungt á
Íslandi svo þetta er áhugavert við-
fangsefni sem er í stöðugri mótun,“
segir Tinna. n
Fagurferði og landslag
á tímum mannaldar
Á sýningunni má finna ýmsa hönnunarhluti frá löngum ferli Tinnu. Elsta
verkið er frá árinu 1992 og þau nýjustu eru frá 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Tinna segir sýninguna undirstrika að maðurinn sé hluti náttúrunnar, en ekki aðskilinn henni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
tsh@frettabladid.is
Fjöruverðlaunin voru afhent í Höfða
í gær. Í f lokki fagurbókmennta var
skáldsagan Merking eftir Fríðu
Ísberg verðlaunuð. Í rökstuðningi
dómnefndar segir að Merking kall-
ist „skýrt á við íslenskan samtíma
þó að sagan sé vísindaskáldsaga
sem gerist í framtíðinni.“ Í f lokki
barna- og unglingabókmennta var
bókin Reykjavík barnanna eftir
Margréti Tryggvadóttur og Lindu
Ólafsdóttur verðlaunuð. „Bókin er
ríkulega myndskreytt og er hver
opna afmörkuð innsýn í sögu
borgarinnar,“ segir í rökstuðningi.
Í f lokki fræðibóka og rita almenns
eðlis var ritið Sigurður Þórarinsson:
Mynd af manni eftir Sigrúnu Helga-
dóttur verðlaunað. „Saga Sigurðar er
samofin sögu jarðfræðirannsókna,
jöklaferða og náttúruverndar á
Íslandi,“ segir í rökstuðningi. n
Fjöruverðlaunin 2022 afhent í Höfða
*Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar
með fyrirvara um prentvillur.
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
Fyrir lifandi
heimili
PINNACLE
Hægindastóll með
innbyggðum skammel.
Sveif á hlið leggur
stólinn aftur og lyftir
um leið upp fótaskemli.
129.990 kr.
EIGHTMOOD FLOWING
Loftljós. Gyllt eða svart. Ø90 cm.
49.990 kr.
14 Menning 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGUR