Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 08.03.2022, Qupperneq 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ef við hættum ein- hvern tímann í tón- listinni þá getur þetta orðið einhver hliðar- bransi hjá okkur. Raftvíeykið Ultraflex gefur í dag út lagið Relax sem er það fyrsta sem frá þeim kemur í tvö ár. Myndband við lagið verður frumsýnt á YouTube í kvöld og tekur af öll tvímæli um að lagið stendur undir nafni enda ekki aðeins í meira lagi frumlegt heldur vægast sagt róandi. odduraevar@frettabladid.is „Það er ákveðin pressa frá okkur sjálfum,“ segir tónlistarkonan Katr- ín Helga Andrésdóttir þegar hún er spurð hvort velgengni fyrstu plötu rafdúósins Ultraflex hafi tafið fyrir gerð og útgáfu nýja lagsins, Relax. Hún og Kari Jahnsen skipa tví- eykið en frumraunin Visions of Ultraflex, sem kom út 2020, uppskar einróma lof og hlaut bæði Kraums- verðlaunin og Íslensku tónlistar- verðlaunin, sem plata ársins í flokki raftónlistar, auk fjölda alþjóðlegra tilnefninga. „Við vorum byrjaðar að semja nýtt efni þegar við fengum verð- launin þannig að þau voru mjög mikil hvatning,“ segir Katrín. „Við fyrstu plötu eru kannski engar væntingar en svo þegar fólk er búið að mynda sér skoðun þá er svo auð- velt að mikla þetta fyrir sér og við vorum á ákveðið sársaukafullu stigi lagasmíða þegar verðlaunin duttu í hús. Svo þau voru mikil hvatning.“ Róandi hugmyndafræði Hljóðheimur Ultraf lex er inn- blásinn af diskói og fönki níunda áratugarins í bland við nýaldarlega tilfinningasemi og óvænta djassaða hljóma. Myndbandið við nýja lagið ber sterk merki þessa en þar sjást þær stöllur meðal annars skera sápu og handfjatla slím á seiðandi og ákaflegan róandi hátt. „Þetta byrjaði bara á því að Kari sendi mér Instagram-vídeó af svona sápuskurði sem er auðvitað stórt dæmi á netinu og þetta var akkúrat það sem ég þurfti þarna þennan dag og það var æðislegt að horfa á þetta,“ segir Katrín og skýrir fyrirbærið sem „hugmyndafræði þægilegra myndbanda, með alls konar efni og áferðum sem fólki finnst skemmti- legt að horfa á.“ Þær hafi síðan í kjölfarið ákveðið að nýta sér þessa róandi hugmynda- fræði í myndbandinu. „Við horfðum í raun á ógeðslega mikið af svona myndböndum og skrifuðum hjá okkur hugmyndir og pöntuðum svo á netinu slím og alls konar svona dót. Svo réðum við naglalistakonu og förðunarfræðing og myndatöku- manneskju og svo vorum við bara að leika okkur. Það var ógeðslega gaman að búa þetta til og ef við hættum einhvern tímann í tón- listinni þá getur þetta orðið einhver hliðarbransi hjá okkur.“ Út úr kófinu Katrín og Kari stofnuðu hljómsveit- ina örskömmu fyrir heimsfaraldur og segir Katrín þær fegnar að geta nú spilað á fleiri tónleikum. „En við einbeittum okkur í staðinn að því að gera rosalega mikið sjónrænt efni,“ segir Katrín. „En okkur finnst geðveikt gaman að vera loksins aftur komnar af stað, enda höfum við gert mjög miklar kröfur til okkar sjálfra og vonum að þetta verði skemmtilegt,“ segir Katrín en Ultraflex hyggur á tón- leika í Berlín og mun koma fram á fjölda tónlistarhátíða hér á landi. Tónlistarmyndbandið við Relax verður frumsýnt á YouTube klukkan 20.00 í kvöld. ■ Ultraflex snýr aftur með sultuslakandi myndband Kari og Katrín gera miklar kröfur til þeirra sjálfra og setja stefnuna á Berlín á næst- unni. MYND/AÐSEND toti@frettabladid.is Hlaupahópurinn HHHC elskar mal- bik og stundar regluleg langhlaup í einkennislitum sínum, kóbalt- bláum eða hvítum, en ætlar nú að hlaupa til hjálpar flóttafólki frá Úkraínu í sérmerktum fagurgulum treyjum „Þetta er u mjög f l o t t i r b ol i r o g þetta er náttúrlega bara svona sérstök útgáfa,“ segir Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Boss búðarinnar og for- sprakki hópsins, um bol- ina sem verða seldir til styrktar þeim börnum sem hingað koma á flótta frá Úkraínu. Bolurinn er seld- ur á 9.900 krónur og Pétur reiknar með að rúmur helmingur upp- hæðarinnar geti runnið beint í söfnunina. „Þetta er samstarfsverkefni með Newwave sem er með umboðið fyrir Craf t-íþrótt a- fatnaðinn á Íslandi sem tekur enga álagningu og merkir þetta frítt fyrir okkur og svo sel ég þetta svíndýrt,“ segir Pétur um þær leiðir sem farnar verða til þess að afla sem mests fjár. „Þessu hefur verið tekið alveg gríðarlega vel í hlaupaheiminum og eftir fyrsta daginn er búið að selja ein- hverja 55 boli,“ segir Pétur sem ætlar að taka á móti pöntunum út miðvikudaginn en allar frekari pöntunar- upplýsingar má finna í Facebook-hópnu m Hlauparar á Íslandi. Pétur segir HHHC-hóp- inn telja um 40 virka með- limi og að þeir hafi keypt tæpan helming þess sem hefur selst. „Þannig að þetta fer alveg út fyrir hópinn. Við höfum náttúrlega áður styrkt góð málefni og hluti hópsins hefur hlaupið þrisvar í jakkafötum, þá í samstarfi við Boss búðina, og safnað samanlagt fimm milljónum. Og núna var þetta bara málið,“ segir Pétur um fjársöfnunina fyrir flótta- börnin og bendir á að burtséð frá peningunum þá verði stuðningur- inn við Úkraínu sýnilegur í verki þegar hlaupið er í bolunum. ■ Hlaupið í gulu fyrir Úkraínu Gulu bolirnir gera stuðninginn við Úkraínu sýnilegan á malbikinu. Pétur Ívarsson. 18 Lífið 8. mars 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ C M Y CM MY CY CMY K Dorma_AD_Blad_v01.pdf 1 15.2.2022 09:17:46 Sealy WASHINGTON heilsurúm með classic botni Sealy SEATTLE heilsurúm með classic botni Sealy PORTLAND heilsurúm með classic botni Virkilega vönduð dýna og hentar fólki á öllum aldri. Washington heilsudýnan er með einstaklega vönduðu, tvöföldu svæðaskiptu pokagormakerfi, kantstyrkingum og vandaðri yfirdýnu sem færir þér enn meiri þægindi og stuðning við líkamann. Ótrúlega vönduð og góð dýna á frábæru verði. Fæst í 160/180/200x200 og 180x210 cm. Verðdæmi 160 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 269.900 kr. Tilboð: 215.920 kr. Verðdæmi 180 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 194.900 kr. Tilboð: 155.920 kr. Virkilega vönduð dýna. Millistíf heilsudýna með pokagormum sem gefa fullkominn stuðning. Henni er skipt upp eftir svæðum þannig að það er meiri stuðningur þar sem við erum þyngri eins og öxlum og mjöðmum. Náttúrulegt Talalay latex í bland við mismunandi svamptegundir gefa henni gott loftflæði. Virkilega vönduð dýna sem hentar fólki á öllum aldri. Fæst í 120/140/160/200 x 200 cm. Gæði á góðu verði. Portland er með góðum og sterkum poka gormum og kant- styrkingum. Millistíf dýna með pillow top úr mismunandi stífum svamplögum og trefjalagi. Mýkt á móti stífum og góðum gormum. Mjúkt og gott bómullar áklæði sem andar einstaklega vel. Dýna sem hentar öllum sem vilja gæða vörumerki og vandaða vöru. Fæst í 120/140/160/200 x 200 cm. Verðdæmi 120 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 160.900 kr. Tilboð: 128.720 kr. www.DORMA.is Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.