Fréttablaðið - 09.03.2022, Side 2

Fréttablaðið - 09.03.2022, Side 2
Okkur hefur verið sagt að það að moka snjó út í sjó sé svokallað varp í hafið. Hjalti Stefánsson Þetta er frekar lítil eyja en þessar stóru kosta miklu, miklu meira. Magnús Leópoldsson, fasteignasali Plebbar í stuði „Við köllum okkur Plebbana,“ segir Viktor Benóný Benediktsson sem ásamt félaga sínum Daníel Frey Steinarssyni brá á leik í göngum undir Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gær. Þar hafði vatn flætt yfir bakka Lækjarins og valdið talsverðum vandræðum og jafnvel flætt inn í bílskúra. Viktor og Daníel létu tækifærið ekki fram hjá sér fara og bjuggu sig til vatnsleikja og voru að taka upp myndband fyrir Tik Tok þegar ljósmyndari rakst á þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Reykjavíkurborg bárust í febrúar 3.500 ábendingar frá íbúum um ófærð í íbúðagötum vegna snjóa. „Það hefur verið erfitt að missa þetta svona í klakann en við erum á fullu eins og við höfum verið,“ segir Hjalti Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg mokar ekki snjó út í sjó eins og nágrannasveitar- félögin. „Okkur hefur verið sagt að það að moka snjó út í sjó sé svokallað varp í hafið og geti verið óæskilegt út frá umhverfisáhrifum. Þess vegna erum við með okkar á þurru úti á Geldinganesi, en snjórinn lekur svo þaðan út í sjóinn hvort sem er,“ segir Hjalti. Helgi Guðjónsson, verkefnisstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segist vita að mörg sveitarfélög losi sig við snjó í sjó. Ekki sé um bann í borginni að ræða heldur fremur tilmæli. Snjór sem kunni að vera mengaður megi helst ekki fara í sjó nálægt ósum. Hins vegar henti ágætlega að aka honum í hafnir þar sem botnsvæði séu röskuð fyrir. Það væri til bóta ef sveitarfélögin kæmu sér saman um reglur sem næðu yfir allt höfuðborgarsvæðið. n Sendu þúsundir kvartana vegna ófærðar á borgina Snjórinn hefur á sér ýmsar hliðar. Sumar til ama – aðrar til ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Eyjan Ólafsey á Breiðafirði er til sölu á 35 milljónir króna. Á eyjunni stendur um 45 fer- metra hús og gestahús en um 45 mínútur tekur að sigla til eyjunnar frá Stykkishólmi. Eyjurnar í Breiðafirði eru náttúruparadís sem ganga oft kaupum og sölum. Björk átti einu sinni að fá að búa þar leigulaust í þakklætisskyni fyrir starf sitt í þágu þjóðar. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta er ekki fyrsta eyjan sem ég sel. Ég er búinn að selja, á þessum 35 ára ferli mínum, nokkrar eyjar á Breiðafirði en þessi er minni í sniðum,“ segir fast- eignasalinn Magnús Leópoldsson sem hefur fengið til sölu Ólafsey á Breiðafirði. Ásett verð á Ólafsey, sem telur 2,5 hektara, er 35 milljónir króna. Þar er 45 fermetra hús sem er einnig með gestahúsi og geymslu. Stóru-Tungueyjar, sem Ólafs- ey tilheyrir, er eyjaklasi utan til á Hvammsfirði nokkuð fyrir innan Röst, breiðasta og dýpsta eyja- sundið sem er á milli Breiðasunds og Hvammsfjarðar. Langey er nyrst af Stóru Tungueyjum. Við hana eru tveir hólmar, sá vestari kallaður Stöng en sá austari Reiðingshólmi. Nokkru sunnar er Ólafsey. Vestan til við eyjuna er Bjarnarey en hún er syðst af Stóru-Tungueyjum og stutt frá skipaleiðinni þegar farið er inn Hvammsfjörð. Magnús segir að það taki um 15 mínútur að sigla frá Arnarbæli en um 45 mínútur frá Stykkishólmi. „Þetta er frekar lítil eyja en þessar stóru kosta miklu, miklu meira,“ segir hann. Árið 2018 fjallaði Fréttablaðið um að nokkrar eyjar á Breiðafirði væru til sölu. Ein þeirra var Arney með íbúðarhúsi og góðu vatnsbóli en með henni fylgdi hálf eyjan Bíldsey auk tíu annarra smáeyja og hólma. Var ásett verð 150 milljónir króna. Þá var Snóksey sem sögð var „fal- lega gróin eyja með fögru útsýni frá háum hólum yfir söguslóðir elstu Íslendingasagna, með frábæru báta- lægi, dúntekju og óspilltri náttúru,“ en sú kostaði 32 milljónir króna árið 2018. Þá sagði Davíð Oddsson, þáver- andi forsætisráðherra, í ræðu sinni um aldamótin að Björk Guðmunds- dóttir fengi að reisa sér hús á Elliða- ey á Breiðafirði og búa þar leigulaust í þakklætisskyni fyrir starf hennar í þágu lands og þjóðar. Björk þáði ekki boðið og er eyjan nú í eigu Stykkishólmsbæjar. Þó gætir enn þess misskilnings að Björk búi þar en erlendur aðdáandi hennar tísti þegar Covid stóð sem hæst að hún vildi vera í einangrun með Björk á eyjunni hennar. Sú birti reyndar mynd af Elliðaey í Vestmannaeyjum og þótt íslenskir aðdáendur reyndu að leiðrétta misskilninginn fékk konan, Sarah McGonagall, um sjö þúsund læk á færsluna sína. „Það er smá mál að eiga eyju,“ segir Magnús en hann bendir á að húsið sem stendur í Ólafsey hafi allt- af fengið gott viðhald og núverandi eigendur hafi verið mjög sniðugir þegar komi að lausnum varðandi kalt vatn. n Afskekkt eyja og sumarhús á Breiðafirði á 35 milljónir Húsið á eyjunni er 45 fermetrar og hefur fengið gott viðhald alla tíð. MYND/FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN arib@frettabladid.is COVID-19 Staðan á Landspítala er mjög þung vegna Covid-19 farald- ursins, samkvæmt upplýsingum frá farsóttarnefnd voru í gær 60 sjúklingar í einangrun með virkt smit. Þar af voru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Í fyrradag létust tveir karlmenn með Covid á gjörgæsludeildum. Samkvæmt tölum almannavarna hafa um 3 prósent þjóðarinnar greinst með Covid síðustu fimm daga. Samkvæmt farsóttarnefnd þurfa hlutfallslega fáir á sjúkrahúsvist að halda í ljósi samfélagslegrar útbreiðslu, þeir sem streymi nú inn séu einstaklingar með ónæmisbæl- ingu, þeir sem hafa alvarlega undir- liggjandi sjúkdóma og aldraðir sem þola illa sýkinguna. n Ónæmisbældir streyma inn 2 Fréttir 9. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.