Fréttablaðið - 09.03.2022, Síða 36

Fréttablaðið - 09.03.2022, Síða 36
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Þessi óhappasaga hans er samt svo fáránlega ótrúleg að maður þarf ekki neitt að skálda inn í það. O G FÁ Ð U LÚ X U S N Ó T T Á H I LT O N Í K AU P B Æ T I 97.485 kr. S PA R A Ð U Náttborð á mynd er ekki innifalið í verði. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN 25% SERTA SPLENDID ROYAL FIMM STJÖRNU STILLANLEGT RÚM MEÐ HÖFÐAGAFLI SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR SPLENDID ROYAL heilsurúmið er virkilega vandað rúm sniðið að þínum þörfum. Botninn er fjaðrandi (box-spring) samsettur úr 20 cm háum gormum sem gefa rúminu enn meiri þægindi og lagar það fullkomlega að þér. Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er pokagormadýna skipt upp í fimm mismunandi svæði. Gormakerfið er með þéttari stuðning við bak og mjaðmasvæði en mýkri við axlir. Þannig tryggir þú rétta svefnstellingu hver sem svefnstaða þín er og hjálpar þér að ná dýpri og betri svefn. Hægt er að velja um tvo stífleika, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf heilsudýna sem vinnur á einstakan hátt með fjöðrunarkerfinu í dýnunni. Höfuðgaflinn er fágaður og stílhreinn. Hægt er að fá náttborð og bekk í stíl við rúmið, hvort tveggja er selt sér. FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM – HEIM TIL ÞÍN – Fullt verð: 552.415 kr 15% afsláttur – Ocean Splendid stillanlegt 160 x 200 cm (Botn, fætur, dýna, yfirdýna og Ocean gafl) Fullt verð: 649.900 kr. NÓTT FYRIR TVO Á HILTON Nú fylgir nótt fyrir tvo á Hilton, ásamt morgunverði og aðgangi að Spa, kaupum á Serta 5 stjörnu hótelrúmi. Verðmæti: 38.900 kr. ninarichter@frettabladid.is Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á föstudaginn og standa til 20. mars. Hátíðin er nú haldin í 13. skipti og er jafngömul starfseminni í húsinu. G a ma n my nd i n ma r g ver ð - launaða Ich bin dein Mensch eftir Mariu Schrader fjallar um konu sem ákveður að búa með vélmenni sem á að vera hinn fullkomni karlmaður. „Það eru yfirleitt fáar kvikmyndir á hátíðinni, aðeins fimm til sex, þannig að dagskráin er viðráðanleg. Þemað í ár er mannréttindi sem við höfum valið í ljósi aðstæðna í heim- inum,“ segir Ása Baldursdóttir, dag- skrárstjóri Bíó Paradísar „Þetta er þema sem okkur lang- aði mjög lengi að nota,“ segir hún og bendir á að það eigi sérstaklega við vegna ástandsins í Úkraínu. Hún nefnir síðan tvær myndir, Dear future children og The Ant and the grasshopper, sem falla fullkomlega að þemanu en aðgangur er ókeypis á þessar myndir og allir velkomnir. „Það stingur kannski í stúf að þessar myndir séu á ensku, en báðir leikstjórarnir voru með það að markmiði að hafa efnið sem aðgengi- legast, auk þess eru persónur og leik- endur ekki þýskir,“ útskýrir Ása. „Fólk býst bara við þýskum gæða- kvikmyndum í mars. Dagskráin hefur alltaf verið þverskurður af því besta í þýskum kvikmyndum það árið,“ segir Ása um hátíðina og bendir á að stjórnendur hátíðarinnar fari á Berlinale-hátíðina á hverju ári til að fylgjast með því ferskasta í þýskri kvikmyndagerð. „Við sjáum alltaf það nýjasta og erum mjög með puttann á púlsinum þarna.“ Ása segir að sín uppáhalds kvik- mynd á hátíðinni sé Grosse Freiheit. „Hún fjallar um mann sem er fang- elsaður stuttu eftir síðari heims- styrjöld, fyrir samkynhneigð, en þá var bannað með lögum að vera sam- kynhneigður. Myndin er rosalega flott og falleg og fellur vel að þema okkar um mannréttindi,“ segir Ása sem fer nánar yfir það sem segja má að einkenni þýska kvikmyndagerð dagsins í dag. ■ Mannréttindi á þýskum dögum Ása Baldurs- dóttir, dagskrárstjóri í Bíó Paradís FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Lilja Sigurðardóttir beygði út af glæpabrautinni fyrir Storytel og hitti þá fyrir sjálfan Ernest Hemingway í leikaranum Erni Árnasyni sem talar fyrir rithöfundinn ógæfusama í hljóðvarpsþáttunum um 100 óhöpp hans. MYND/AÐSEND. Bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway og þá helst ótrúleg óheppni hans lokkaði Lilju Sigurðardóttur út af glæpabrautinni þegar hún ákvað að rekja 100 óhöpp Hemingways í tíu hljóðvarps- þáttum fyrir Storytel þar sem Örn Árnason bregður sér í hlutverk hrakfallabálksins goðsagnakennda. toti@frettabladid.is „Ég elska Hemingway,“ segir rithöf- undurinn Lilja Sigurðardóttir og hlær dátt þegar hún er spurð hvort hún hafi verið með bandaríska rit- höfundinn Ernest Hemingway á heilanum lengi. „Ég hreifst af bók- unum hans bara sem unglingur og svo hef ég alltaf verið að lesa meira og meira um hann,“ heldur Lilja áfram og bendir á að enginn skortur sé á bókum hvorki um höfundinn sjálfan né verk hans. „En það er einhvern veginn einn þráður í ævi hans sem mér finnst svo áhugaverður og hefur ekki endi- lega verið mikið skrifað um sem er þessi furðulega óheppni hans,“ segir Lilja, sem er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar en hefur nú gert hrakförum Hemingways skil í tíu þátta hljóðvarpsseríu sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Storytel þar sem sjálfur Örn Árnason bregður sér í hlutverk Hemingways. Örn Hemingway „Örn Árnason er sko bara alveg frá- bær í þetta hlutverk. Erni tekst þetta rosalega vel og það var mjög gaman að vinna með honum. Hann er nátt- úrlega ofboðslega flinkur leikari og svo er röddin hans einhvern veginn hlý og falleg og passar rosalega vel inn í þetta,“ segir Lilja. „Hann hefur þessa dýpt og líka þessa aldurs- breidd þannig að hann getur ein- hvern veginn túlkað Hemingway alveg frá því að hann er ungur þangað til hann er orðinn gamall maður. Eða hann varð náttúrlega ekkert rosa gamall. Hann dó 61 árs,“ segir Lilja og snýr sér aftur að kjarna málsins. „Maðurinn var auðvitað alltaf fullur og ástundaði mikla áhættu- hegðun. Var alltaf að veiða með byssum og eitthvað svona en öll þessi óhöpp voru ekkert endilega alltaf öll honum að kenna. Hann var einhvern veginn bara svo oft á röngum stað og röngum tíma. Þetta verður svo yfirgengilega mikið að þetta er pínulítið næstum því eins og bölvun,“ segir Lilja og bætir við að hana hafi lengi langað að rekja þennan þráð frekar. Sjálfsagt skáldaleyfi Hún hafði oft hugsað hvernig hún geti gert þessu efni skil og segist hafa látið slag standa þegar hún sá fyrir sér að efnið gæti fallið vel að hljóðmiðlinum sem hefur verið í mikilli sókn undanfarið. „Storytel hefur lengi verið að biðja mig um að gera eitthvað skemmtilegt efni og þannig small þetta einhvern veginn saman. Af hverju geri ég ekki bara eitthvað um Hemingway? Við vitum ekki alveg hvað á að kalla þetta. Þetta var kall- að svona fléttuþáttur í gamla daga og þetta er svolítið svoleiðis hjá mér. Ég segi frá lífi hans og svo koma leikarar inn og það eru leiknir kaflar og leikin samtöl og svo eru ákveðnir hlutar sem ég skálda bara sem eru svona frá sjónarhorni Hemingways eins og ég ímynda mér að hann hafi séð hlutina.“ Lilja segist þarna njóta þess að vera hvorki sagn- né bókmennta- fræðingur og rithöfundar hafi að sjálfsögðu skáldaleyfi. „Maður getur ímyndað sér og sett sig í sporin og leyft sér aðeins að fylla inn í. Þessi óhappasaga hans er samt svo fáránlega ótrúleg að maður þarf ekki neitt að skálda inn í það og ég er svona kannski frekar svona að ímynda mér hans viðhorf til þess arna. Og það var svolítið gaman og þetta kemur skemmtilega út þótt ég segi sjálf frá.“ ■ Hrakfarir Hemingways 20 Lífið 9. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.