Eldhúsbókin - 10.09.1983, Qupperneq 3

Eldhúsbókin - 10.09.1983, Qupperneq 3
úr einu í annað Hrísgrjónarönd með rækjum Hér kemur auðveld uppskrift að rækjurétti. 2 dl hrísgrjón (notið brún hrísgrjón, þau eru hollari), 1 tesk salt, vatn til suðu, farið eftir leiðbeiningum á hrísgrjónapakkanum, 1 dl rjómi, 1 dl majones, 1 tesk karrý, 400 gr rækjur, blaðsalat, sítrónur. — Sjóðið hrísgrjónin og kælið þau síðan í rennandi vatni (notið sigti). Þeytið rjómann, hrærið majones saman við og kryddið með karrý, aukið magnið ef ykkur finnst það betra. Blandið þessu saman við hrísgrjónin og setjið það í hringmót og þrýstið vcl niður. Látið á kaldan stað, skemmst í eina klst. Hvolfið hrisgrjónaröndinni á fat og fyllið inn í hringinn með salatblöðum og rækjum, raðið sítrónubátum utan með hringnum. Eggjarauðuna má geyma þann- ig að hún þorni ekki, með því að láta hana í bolla og láta kalt vatn renna varlega, þann- ig að það fljóti yfir hana. Fennikel er gömul og mikið not- uð kryddjurt. Upphaflega kem- ur hún frá suður-Evrópu, þar sem hún er einnig nýtt sem græn- meti. Við þekkjum þessa jurt lít- ið, þar sem hún hefur ekki feng- ist hér fyrr en á síðari árum. Fennikel má nota á ýmsan hátt. Sem kryddjurt er hún liöfð með basilikum og dilli og sem græn- meti má steikja hana í smjöri með lauk- og paprikustrimlum. Gott með ýmsum kjöt- eða fiskréttum. Asta. KÁL — (Framhald af bls. 66) Hreinsið rósakálið og skiptið hverju þeirra í tvennt. Setjið i pott baconbita, Iaukhringi og smjör eða smjörlíki. Látið krauma þar til laukurinn er mjúkur og ljósgulur. Setjið þá í pottinn rósakál og paprikuræmur. Látið allt malla í 5 mín og hrærið í pottinum allan tímann. Bætið þá soði í pottinn það miklu að það rétt fljóti yfir grænmetið. Látið malla þar til rósakálið er mjúkt. Bragðbætt með salti og kryddi. Borðað með soðnum kartöflum. Blómkál er oft hægt að fá á tilboðsverði á þessum tíma. Það er ágætt til frystingar. Kaupið það þegar það er sem ódýrast, skiptið því í hrxslur og látið það liggja í sjóðandi vatni í nokkrar mín. Snöggkælið það undir rennandi vatni, látið renna af því og pakkið því síðan í plastpoka í þeirri stærð sem óskað er. Blómkálssalat með bacon 1 litið blómkálshöfuð, 225 gr frosnar grænar baunir, i/> agúrka, nokkrar radisur, 1 /2 dl sýrður rjómi, graslaukur, 4 harðsoðin egg, ca. 150 gr bacon. Hreinsið blómkálið og skiptið því í hríslur. Sjóðið það i létt- söltuðu vatni (1 tesk salt í 1 lítra af vatni) i 5 mín. Skerið baconið í ræmur og steikið það á pönnu og kælið það. Þiðið grænu baun- irnar. Skerið agúrkuna í teninga og radísurnar í sneiðar. Setjið allt grænmetið í salatskál og hellið sýrða rjómanum yfir sem bragðbæta má eftir smekk. Skreytið með eggjabátum og baconbitum og stráið klipptum graslauk yfir. Blómkál í ostasósu 1-2 blómkálshöfuð eru soðin mátulega mjúk í léttsöltuðu vatni. Búið til sósu úr smjörlíki, hveiti, blómkálssoði og rjómablandi og bragðbætið hana með rifnum osti, salti, pipar og múskati. Hrærið 1-2 msk af majones saman við. Setjið blómkálið á djúpt fat, hellið sósunni yfir. Setjið dálítið af tómatsósu efst ásamt saxaðri stein- selju. Borðað með reyktri medisterpylsu eða öðrum pylsuréttum. Blómkál með eggjum og rækjum 1 blómkálshöfuð, 1 msk smjörliki, 2 msk hveiti, 4 dl mjólk, 40 gr rifinn ostur, salt, pipar, cayennapipar, 4 harðsoðin egg, 100 gr rækjur, dill eða steinselja. Blómkálið er soðið mátulega mjúkt í léttsöltuðu vatni, það má 67 ekki sjóða það svo mikið að það detti í sundur. Sósa er búin til úr smjörlíkinu, hveitinu og mjólkinni. Rifnum ostinum bætt i og sósan er krydduð eftir smekk. Nokkur korn af cayennapipar gefa sósunni gott bragð en nota verður hann með gætni þar sem hann er mjög sterkur. Blómkálshöfuðið er sett varlega á stórt kringlótt fat og sósunni hellt yfir. Skreytt er með eggjabátum, rækjum og dilli eða stcinselju. Borðað með heitu snittubrauði. Bakað blómkál Skiptið einu blómkálshöfði í hríslur og setjið það í sjóðandi léttsaltað vatn. Sjóðið kálið mátulega mjúkt. Hellið þvx í gata- sigti og látið renna vel af því. Setjið kaldar blómkálshríslurnar í smurt eldfast mót og setjið nokkra smjörbita ofan á. Þeytið stífar 2 eggjahvítur og hrærið þær saman við 4 msk af majonesi, og kryddið með salti, pipar esdragonediki og muskati. Ef majonesið er mikið kryddað verður að krydda sósuna með gát. Setjið sósuna yfir kálið og setjið fatið í 275°C heitan ofn þar til yfirborðið hefur fengið fallegan lit. Blómkál og skinka 1 stórt blómkálshöfuð er soðið mátulega mjúkt og síðan skipt í hríslur sem raðað er í smurt eldfast mót. Sósa er búin til úr smjörlíki, hveiti, blómkálssoði og rjómablandi. Bragðbætt eftir smekk. Að lokum er einu þeyttu eggi lirært saman við. Skinku- bitum er raðað yfir blómkálið og sósunni hellt þar yfir. Sett í 225°C heitan ofn, þar til sósan hefur fengið aðeins lit. Borið fram með brauði og smjöri.

x

Eldhúsbókin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.