Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 8
6
Sög'ur og skrítlur.
að vera eins rólegan og honum væri Jrekast unnt og varast
að komast í geðshræringu. Pá myndi allt ganga vel,
Reginald stillti sig, þótt honum félli það eriiðlega,
llann var námuverkstjóri frá Wales, 32 ára að aldri,
En hann lét sig samt ekki, fyrr en Gladys lofaði hon-
um því að biðja vin hans að blístra Wales lög, þegar
hann gengi fram hjá sjúkrahúsinu, Hann varð að fá
eitthvert lífsteikn frá Edgar Smith,
Það var erfitt fyrir Gladys Wilson að halda tárunum
f skefjum, Hún var sjálf frá Wales og þekkti báða
piltana vei. En nú voru mörg ár liðin, síðan þeir fóru
að heiman og fengu vinnu í námunum. Edgar hafði
skrifað henni öðiu hvoru, en frá Reginald hafði hún
ekkert heyrt árum saman, þó hún einu sinni hefði
haldið, að honum þætti vænt um hana. Nú þekkti hann
hana ekki einu sinni aftur á röddinni.
Daginn eftir, þegar Gladys hafði hlé, heyrði Beginald
gömlu Wales-lögin blístruð fyrir utan gluggann á stofu nr.
7. Edgar gerði sitt til að gleðja og hughreysta hinn veika
félaga sinn. Og daginn eftir blístraði hann líka. En svo liðu
2 — 3 dagar, þangað til Reginald heyrði aftur blístrað.
Það var eins og þessi gömlu lög ýttu undir batann.
Og senn leið að því, að óhætt væri að taka umbúðirn-
ar frá augum sjúklingsins. Og Gladys varð að lofa
því, að þegar sá tími kæmi, skyldi Edgar fá að koma
og heilsa upp á Reginald.
Daginn áður en átti að taka bandið frá augum hans,
kom yfiriæknirinn inn á nr. 7. Hann fór að spjalla
yið Thornton um námuslysið, Og áður en hjúkrunar-