Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 13
Sögur og skrístlur
11
nú blaut Ramóna þó að hafa lært það, að bænsni voru
friðhelg. Og svo var hún leyst úr bandi.
En undireins daginn eftir, þegar Ramóna fór út með
börnunum. fékk hún þef af bústinni og þriflegri hænu
á einum bænum og elti hana og hætti ekki, fyrr en
hún hafði stútað henni og fært börnunum hana. Um
kvöldið kom konan á bænum og barmaði sér illa yfir
árans tíkinni, sem dræpi allt lifandi nálægt sér. Og
leikslokin urðu þau. að við urðum enn á ný að borga
fyrir hænu og hafa hana til miðdegisverðar.
Að þessu sinni var það húsmóðirin sjálf, sem tók að
sér að kenna tíkinni mannasiðu. Refsingin var hátíðleg
og ýtarleg mjög. En tíkin opnaði ekki sinn munn,
hún stóð grafkyr og róleg og tók öllu með þögn og
þolinmæði og varð ekki einusinni þykkin — bún skildi
hvernig í öllu lá, — og fyrirgaf það.
>Óskepnan þín,< sagði húsmóðirin, »óhræsis Ramóna,
hvað hefirðu nú gert einusinni enn? Sko hérna, sérðu
hænuna þá arna? Og nú skaltu verða barin!* En
það sveið ekkert undan prikinu. Húsmóðirin var of
hjartagöð, og tíkin hafði of þykkan feld.
Eins og við var að búast, hafði þetta engin áhrif á
syndarann. Ramóna stóð nú bundin allan daginn, en
var leyst á kvöldin, þegar allt íiðrað hafði setzt til
svefns á vögluni sínum.
Það var aðeins eitt, sem brást í þessari áætlun.
Hver vaknar eins snemma og hundarnir? Ekki fólk
að minnsta kosti. En hænsnin eru árvökur. Og svo
hendi það, að Ramónu tókst að kverka eina eða tvær