Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Qupperneq 15

Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Qupperneq 15
Börnin sem villtusi í Hyde-Park*) Fred og Mary — tvíburarnir litlu — höfðu nærri því daglega heyrt sagða söguna um það, hvernig á því hefði staðið, að foreldrar þeirra skiidu, Pabbi þeirra, James Ferguson hafði skömmu eftir brúðkaupið drukkið sig þreifandi fullan, Og þá skömm og hneisu hafði ekki Elsie móðir þeirra viljað þola. Þau höfðu lent í háa rifrildi, sem lauk með því, að Elsie skellti útihurðinni á eftir sér og fór heim til foreldra sinna. f*ar grét hún lengi og sárt, en var hugguð eftir beztu getu og sofnaði svo út frá öllu saman. En er hún hélt heim aftur með hjartað fullt af fyrirgefningu, var maðurinn hennar ekki í húsinu og fannst hvergi. Síð- an hafði hún aldrei séð hann, og votu þó liðin fimm ár frá því þetta'hendi. Elsie vöknaði um augu í hvert sinn, og hún sagði sögulokin. Og tvíburarnir grétu einnig ofurlítið mömmu sinni til samlætis. — — — *) Hyde Park er stærsti lystigarðurinn i Lundúnum, og er geysimikið landflæmi. Þýð.

x

Sögur og skrítlur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.