Fréttablaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 1
Uppsafnað rekstrar-
tap á póstþjónustu
Íslandspósts á síðustu
tíu árum nemur nálega
sjö milljörðum króna
ef væntanlegur tap-
rekstur síðasta árs er
tekinn með í reikning-
inn.
5 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 7 . M A R S 2 0 2 2
Sigrún með
bók og leikrit
Töfraheimur
hljóðs og tóna
Menning ➤24 Lífið ➤ 26 samkaup.is/app
SÆKTU
APPIÐ
Betra verð
á matvöru
Krónan
mælir með!
Mmm ...
Safaríkur ananas
er bestur núna!
Póstþjónusta á vegum ríkisins
er áfram rekin með tapi
þrátt fyrir mikla ríkisaðstoð
síðustu tveggja ára, en keppi-
nautar segja undirverðlagn-
ingu á samkeppnismarkaði
vera ástæðuna.
ser@frettabladid.is
SAMKEPPNI Útlit er fyrir að póst-
þjónusta ríkisfyrirtækisins Íslands-
pósts hafi áfram verið rekin með
umtalsverðu tapi á síðasta ári þrátt
fyrir hundraða milljóna króna inn-
spýtingu ríkissjóðs til að bjarga
rekstri fyrirtækisins.
Þetta herma heimildir Frétta-
blaðsins, en tilkynnt verður um
tapreksturinn á aðalfundi félagsins
á morgun.
Þetta gerist þrátt fyrir að Íslands-
pósti hafi verið ákvarðað framlag
úr ríkissjóði vegna ársins 2021 að
fjárhæð 563 milljónir króna til að
mæta ítrekuðum og uppsöfnuðum
taprekstri síðustu ára. Fyrirtækið
fékk líka rösklega 500 milljóna
króna aðstoð úr ríkissjóði árinu
áður, en það ár var samt sem áður
750 milljóna króna óútskýrt tap á
póstþjónustunni.
Keppinautar Íslandspósts á
almennum markaði hafa verið
gagnrýnir á undirverðlagningu
ríkisfyrirtækisins um árabil og segja
hana vera þvert á lög og reglur.
Íslandspósti beri að haga gjald-
skrá sinni í samkeppnisrekstri
á þann veg að tap verði ekki af
honum.
Opinberu eftirliti með því sé ekki
sinnt af Byggðastofnun, en hún tók
við því hlutverki af Póst- og fjar-
skiptastofnun á síðasta ári og hafi
hún látið reglubrotin átölulaus.
Þar af leiðandi fái ríkisfyrirtæki á
samkeppnismarkaði að halda úti
gjaldskrá undir kostnaðarverði sem
geri einkafyrirtækjum á sama sviði
erfitt um vik. n
Milljarðatap á póstþjónustu þrátt
fyrir endurtekna aðstoð frá ríkinu SAMFÉLAG Hluti Íslendinga leggur
ofuráherslu á vöðvamassa, ekki síst
ungir karlmenn. Rannsóknir sýna
að steranotkun hefst hjá sumum
ungmennum allt niður í 10. bekk.
Sálfræðingur segir að foreldrar þurfi
að ræða við börn um að styrkur sé
ekki bara líkamlegur, ekki bara það
sem sést.
Áætlað er að tæplega fimm pró-
sent Íslendinga líði fyrir vöðvafíkn
eða bigorexíu sem kalla mætti öfuga
anorexíu. Öfgafull og skaðleg sókn
eftir stæltum líkama er að líkindum
svar einstaklinga við því sem þeir
telja vera kröfur samfélagsins, að
sögn Ársæls Arnarssonar, prófess-
ors á Menntasviði Háskóla Íslands.
Röskunin nær til allra kynja og yfir
öll aldursbil. SJÁ SÍÐU 8
Öfug anorexía
heltekur drengi
Daníel, 18 mánaða gutti frá Úkraínu, var hæstánægður í húsnæði Fíladelfíu í gær þegar Fréttablaðið bar að garði. Stjórnvöldum stendur til boða að nýta húsnæðið sem tímabundið úrræði fyrir dagvistun
flóttabarna sem koma frá Úkraínu þar til langtíma úrræði liggur fyrir. Arnaldur Máni Finnsson, sérþjónustuprestur hjá Biskupsstofu, sem situr í samráðsvettvangi þjóðkirkjunnar um viðbrögð við komu
flóttamanna frá Úkraínu, sagði í gærkvöldi að erindi þess efnis hafi verið sent til menntamálaráðuneytisins eftir stöðufund. Ekki sé hægt að slá á föstu um hvort úrræðið verði notað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI