Fréttablaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 4
Ísland er meðal þeirra landa
sem framleiðendur kvik-
mynda, sjónvarpsþátta
og auglýsinga líta til í stað
Austur-Evrópu vegna stríðs-
ins í Úkraínu. Nágrannalönd
Úkraínu óttast að missa
verkefni.
kristinnhaukur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Kvikmynda- og mynda-
tökuverkefni hafa færst frá Aust-
ur-Evrópu til Íslands og annarra
vestrænna landa vegna stríðsins
í Úkraínu. Ekki aðeins frá átaka-
svæðunum sjálfum heldur Póllandi,
Eystrasaltslöndunum, Tékklandi og
Balkanskaganum.
„Þeir sem búnir voru að skipu-
leggja tökur í Austur-Evrópu hafa að
miklu leyti fært þær vestur. Ísland er
rosalega vinsæll staður fyrir erlend
verkefni þessa dagana,“ segir Búi
Baldvinsson, kvikmyndaframleið-
andi hjá Hero Productions.
Hann segir bæði verkefnum og
fyrirspurnum hafa fjölgað, ekki
aðeins á Íslandi heldur í Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi einnig.
Þó að ekki standi yfir stríð í löndum
eins og Póllandi og Eystrasaltsríkj-
unum finnist framleiðendum, bæði
amerískum og öðrum, stutt í átaka-
svæðið.
„Við erum alltaf svo örugg, líka
Covid-lega séð. Meðan óvissan
er svona mikil koma verkefnin
hingað,“ segir Búi. Um alls konar
verkefni sé að ræða. „Þetta eru sjón-
varpsþættir, tískuljósmyndun, aug-
lýsingar og fleira. Ameríka er mjög
dugleg að koma með kvikmyndir og
sjónvarpsseríur.“
Til að mynda sé Hero nú að vinna
með True North og Pegasus að
Hollywood-verkefni.
Tökuverkefni geta haft mikil
áhrif á viðkomandi stað, ekki
aðeins tímabundin f járhagsleg
umsvif tökuliðsins sjálfs. Heldur
geta tökustaðirnir einnig hagnast
sem ferðamannastaðir til langs
tíma. Til dæmis borgin Dubrovnik í
Króatíu sem hefur notið mikilla vin-
sælda eftir að hafa verið staðgengill
höfuðborgarinnar King’s Landing í
þáttunum Game of Thrones.
Skemmt a na iðnaða r vef síða n
Screen Daily hefur fjallað um flótta
framleiðenda frá Austur-Evrópu.
Þar er meðal annars fjallað um að
verkefni hafi færst til Spánar og
Portúgal. Einnig að sumir framleið-
endur hafi ákveðið að færa verkefni
alfarið frá Evrópu.
Mörg lönd hafa reynt að laða
framleiðendur til sín, svo sem Ung-
verjaland og Eistland, með skatta-
lækkunum eða endurgreiðslu hluta
skatts. Faraldurinn hefur valdið því
að mörg verkefni hafa frestast eða
verið sett á ís. Nú er þessum löndum
mjög í mun að halda sínum verk-
efnum. Til dæmis stórmyndinni
Dune: Part Two sem taka á upp í
Ungverjalandi.
Jurate Puodziukaite, markaðs-
stjóri litáísku kvikmyndastofn-
unarinnar, sagði við Screen Daily
að Litáen og hin Eystrasaltslöndin
væru örugg lönd til að búa og starfa
í. „Litáen er hluti af Evrópusam-
bandinu og Atlantshafsbandalag-
inu, sterkasta hernaðarbandalagi
jarðarinnar. Eftir innrás Rússa í
Úkraínu hefur öryggi Eystrasalts-
ins aukist,“ sagði hún til að ítreka
að öruggt væri að koma til landsins
og mynda. n
Reynslan sýnir okkur
ágætlega hættuna á því
að þegar hagræðingar-
krafa kemur svo seinna
meir muni enn molna
undan þjónustu víða
um land.
Logi Einarsson,
formaður Sam-
fylkingarinnar
Meðan óvissan er
svona mikil koma
verkefnin hingað.
Búi Baldvinsson,
kvikmynda-
framleiðandi hjá
Hero Produc-
tions
Framleiðendur hræðast að
mynda í Austur-Evrópu
Sjónvarpsþáttatökur við ungverska þinghúsið í Búdapest. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
bth@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA „Mér líst alls ekki
vel á þetta,“ segir Logi Einarsson,
formaður Samfylkingarinnar, um
fyrirhugað frumvarp Jóns Gunnars-
sonar dómsmálaráðherra þar sem
lagt verður til að aðeins einn sýslu-
maður verði á landinu í stað níu.
„Sú forvitnilega spurning vaknar
hvaða önnur lögmál liggi að baki
knýjandi þörf á að fækka sýslu-
mannsembættum úr níu í eitt, í nafni
skilvirkni, þegar sömu stjórnvöldum
þótti bráðnauðsynlegt að fjölga ráð-
herrum úr tíu í tólf,“ segir Logi.
Mikilvægt sé að halda í embættin
úti á landi og starfsemina sem þeim
fylgi.
„Star fsstöðvarnar veita líka
mikilvæga nærþjónustu og önnur
mikilvæg staðbundin starfsemi
þrífst í kringum embættin. Þar má
til dæmis nefna lögmannsstörf
sem er mikilvæg þjónusta við fólk í
heimabyggð og nauðsynlegt að sé í
boði víða,“ segir Logi.
Hann segir að stærsti hluti þeirrar
vinnu leysist án atbeina yfirvalda
en mikilvægur grunnur rekstrar-
þjónustu minnki ef sýslumanns-
embættum og jafnvel annarri þjón-
ustu verði kippt burt.
„Reynslan sýnir okkur ágætlega
hættuna á því að þegar hagræðing-
arkrafa kemur svo seinna meir muni
enn molna undan þjónustu víða um
land, útibú lögð niður og hún verður
fátæklegri. Atvinnulífið verður ein-
hæfara og byggðir veikjast.“
Logi bendir á að tæplega 22 pró-
sent landsmanna hafi búið á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir réttum hund-
rað árum. Nú sé það um 65 prósent.
„Stjórnvöld verða að spyrja sig
hvort það er æskilegt, réttlátt og
hagkvæmt að ýta enn undir þessa
þróun,“ segir Logi. n
Fækkun sýslumanna
veiki nærþjónustuna
kristinnhaukur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Embætti land-
læknis bárust 190 kvartanir vegna
heilbrigðisþjónustu á árinu 2021.
Þetta er hækkun um 15 prósent frá
árinu áður, sem var einnig metár
með 165 kvörtunum.
Eftir að lög voru sett um land-
læknisembættið árið 2007 hafa
kvartanir orðið sífellt stærri þáttur
í starfseminni. Fréttablaðið fjallaði
um mikla fjölgun kvartana fyrir
rúmu ári.
Þá stefndi Svandís Svavarsdóttir,
þáverandi heilbrigðisráðherra, að
því að gera kvörtunarheimildir og
málsmeðferð einfaldari og skýr-
ari með lagabreytingum. Embætti
landlæknis kvartaði undan kostn-
aði vegna sérfræðiálita, sem hafði
hækkað úr 18,7 milljónum í 27,3.
Umrætt frumvarp hefur ekki
enn komið fram og er ekki á þing-
málaskrá Willums Þórs Þórssonar,
núverandi heilbrigðisráðherra.
Kvörtun er hægt að senda inn allt
að tíu árum eftir atvik og málsmeð-
ferðartíminn hefur verið allt að tvö
ár. Starfsfólki heilbrigðisþjónustu
ber að tilkynna óvænt atvik, eins og
andlát í kjölfar byltu, alvarlega fylgi-
kvilla í kjölfar aðgerða og sjálfsvíg
til landlæknis. Flest tilkynnt atvik
eiga sér stað á sjúkrahúsum og
hjúkrunarheimilum. n
Enn annað metár í kvörtunum til
landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu
Alma Möller,
landlæknir
TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU
BJÓÐUM UPP Á 37”-40”
BREYTINGAPAKKA
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
R A M
BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM
4 Fréttir 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ