Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 2
Guðrún Helgadóttir látin Gult og blátt var ekkert svona vinsælt áður og við finnum alveg fyrir vinsæld- unum. Katrín Rán Bjarnadóttir hjá Vogue Mikil vinna að setja upp Verk og vit Sýningin Verk og vit hefst í dag í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin stendur fram á sunnudag. Mikill metnaður er lagður í sýningarsvæðin en unnið var hörðum höndum að því að klára þau í gær. Alls munu um hundrað fyrirtæki og stofnanir kynna vörur sínar og þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Viltu láta sumar húsið vinna fyrir þig? Kynntu þér málið á viator.is/eigendur Við sjáum um öll samskipti við gesti Öflug markaðssetning á erlendum mörkuðum Það kostar ekkert að vera á skrá Yfir 20 ára reynsla Grensásvegur 5, 108 Reykjavík info@viator.isViator 544 8990 Í Vogue í Síðumúla rúllar út blátt og gult í metravís. Svo mikið fer af metravörunni að eftir er tekið. Þeir sem setjast við saumavélina hafa gert hettupeysur, húfur og nánast allt sem hugurinn girnist úr efninu. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta er efni sem fólk er að kaupa og búa sér til fána, hettu- peysur, húfur og ýmislegt f leira,“ segir Katrín Rán Bjarnadóttir hjá Vogue í Síðumúla en þar er ein vin- sælasta álnavaran í bláum og gulum litum sem viðskiptavinir sauma úr allt milli himins og jarðar í úkra- ínsku fánalitunum. Fréttablaðið leit við í Síðumúl- anum þar sem margt var um mann- inn og ýmislegt rauk út en þó var töluvert keypt af bláum og gulum. Einn viðskiptavinurinn ætlaði að gera hettupeysu fyrir frænku sína í framhaldsskóla. Íslendingar hafa verið duglegir að styðja við Úkraínu síðan innrásin hófst þar í landi. Samstöðutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Úkraínu verða í Hörpu í kvöld þar sem allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroska- hjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. „Eins og aðrir Íslendingar höfum við tekið fréttir af innrásinni í Úkraínu afar nærri okkur. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og stríðið í Úkraínu snertir marga í hljómsveitinni með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Allur ágóði af veitingasölu í Hörpu á tón- leikakvöldi mun einnig renna til hjálparstarfsins. Þá er Fella- og Hólakirkja með samstöðu- og söfnunarmessu fyrir Úkraínu á sunnudag klukkan ell- efu. Þar koma meðal annars fram Diddú og Lay Low, Alexandra Chernyshova sópran og kór kirkj- unnar sem mun bera barmmerki í úkraínsku fánalitunum, ásamt Arn- hildi, organista kirkjunnar. Í lokin verður fluttur þjóðsöngur Úkraínu. Mannúðarástand í Úkraínu er mjög alvarlegt, þegar er orðinn mikill skortur á matvælum víða í landinu og vopnuð átök hindra bæði að almennir borgarar geti f lúið á örugga staði sem og birgða- flutninga víða. Rauði krossinn gerir sitt besta til að greiða fyrir öruggum flutningi fólks þaðan og koma þang- að vistum. „Hugur okkar er hjá þeim sem þjást vegna átakanna,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en fyrirtækið hefur ákveðið að veita um 35 milljónir króna til mannúð- arstarfs Rauða krossins í Úkraínu. Venjulegt fólk getur ekki stutt mannúðarstarf um marga tugi milljóna en það getur lýst stuðn- ingi sínum með heimasaumuðum fötum. „Þetta er tekið mikið og mun meira en áður. Gult og blátt var ekkert svona vinsælt áður og við finnum alveg fyrir vinsældunum,“ segir Katrín í Vogue. ■ Fánalitir Úkraínu orðnir ein vinsælasta álnavaran Katrín Rán Bjarnadóttir og Íris Kristjánsdóttir með vinsælustu álnavöruna í Vogue. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK bth@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Það er enn nokkur stund í að það verði farið í þessa aðgerð, það er farið að losna um ísinn norðanvert en of snemmt að segja hvenær aðstæður leyfa að við hefjumst handa,“ segir Oddur Árna- son, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enn á eftir að ná flaki f lugvélar- innar TF-ABB af botni Ölfusvatns- víkur í Þingvallavatni. Eins og Oddur nefnir hefur tíðarfar allt um það að segja hvenær hægt verður að ná flakinu upp. Viðbragðsaðilum tókst að koma líkum þeirra fjögurra sem létust, íslensks f lugmanns og þriggja erlendra ferðamanna, af botni vatnsins nokkrum dögum eftir slysið. Þótti það mikið afrek. „Við erum alveg rólegir, eftir að við náðum fólkinu upp,“ segir Oddur. „Vélin ætti ekki að brotna neitt meira þarna í vatninu þótt líði smá tími,“ bætir Oddur við. ■ Bíða eftir því að ísinn bráðni ofan af Þingvallavatni til að ná í flugvélina Það þótti mikið afrek að ná fólkinu upp úr vatninu eftir flugslysið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ritstjorn@frettabladid.is ANDLÁT Guð rún Helga dóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, lést í gær 86 ára að aldri. Guð rún fædd- ist í Hafnar firði þann 7. septem- ber 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út árið 1974 en alls komu út eftir hana 25 bækur. Sam hliða rit störfum tók Guð rún sæti í borgar- stjórn fyrir Alþýðubanda- lagið árin 1978 til 1983. Í fram- haldinu settist hún á þing og var alþingismaður árin 1979 til 1995 og varaþingmaður til ársins 1998. Guðrún var forseti Alþingis árin 1988 til 1991 og varð fyrst kvenna til að gegna því emb- ætti á sameinuðu þingi. Hún flutti margar eftirminnilegar ræður á Alþingi og meðal hennar helstu baráttumála voru réttindi barna og eldri borgara. Guðrún lætur eftir sig fjögur uppkomin börn og fjölda annarra afkomenda. Fjöldi fólks minntist hennar á samfélagsmiðlum í gær. ■ Guðrún Helgadóttir 2 Fréttir 24. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.