Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 6
Evrópa ætti fjárhags- lega mjög auðvelt með að verða sterkt hern- aðarveldi. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði Fimm þúsund manna við- bragðsherlið Evrópusam- bandsins hefur æfingar á næsta ári. Fjöldi Evrópuríkja hefur boðað stóraukin útgjöld til varnarmála. kristinnhaukur@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Evrópusambandið vinnur nú að því að koma á fót 5 þúsund manna viðbragðsherliði. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hafa fundað í vikunni og stefnt er að því að fyrstu æfingar geti hafist á næsta ári, bæði á landi og á sjó, og að deildin geti verið til taks árið 2025. Deildin er talin vera fyrsti vísir að samevrópskum her. Umræðan um her ESB hefur verið í gangi í meira en 30 ár. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir aðallega Breta hafa komið í veg fyrir þetta, því þeir vildu hafa varnarmálin alfarið innan NATO. Nú eru Bretar hins vegar komnir út úr samband- inu sem liðkar fyrir umræðunni innan sambandsins. Þeir sem vilja sjá ESB þróast í átt til sambandsríkis hafi viljað sameigin- legt herlið. Þjóðverjar og Frakkar hafa stutt tillögur um samevrópskt varnarlið áður, til dæmis árin 1991 og 2003. ESB samþykkti 1.500 manna færanlegt varnarlið árið 2007 en það var aldrei kallað saman. Guðmundur segir hins vegar að Þjóðverjar hafi ekki haft mikinn áhuga á vígvæð- ingu vegna sinnar sögu. „Evrópa ætti fjárhagslega mjög auðvelt með að verða sterkt hern- aðarveldi,“ segir Guðmundur. 21 af 27 ESB-ríkjum er hins vegar í NATO, sem er á forræði Bandaríkj- anna. „Allt frá dögum Carters hafa Bandaríkjaforsetar verið að reyna að fá Evrópuþjóðirnar til að greiða meira fyrir sín varnarmál en þær streist á móti.“ Umræðan um aukna hervæðingu Evrópu hefur farið vaxandi á und- anförnum árum. Guðmundur segir innrás Rússa í Úkraínu hins vegar hafa virkað eins og vekjaraklukku, fyrst meira að segja Þjóðverjar séu farnir að tala um stóraukna víg- væðingu. Viðmið NATO er að þjóðir verji 2 prósentum ríkisútgjalda í varnar- mál en aðeins þriðjungur ríkjanna nær því, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og nokkrar þjóðir Aust- ur-Evrópu. Síðan stríðið í Úkraínu hófst hafa Þjóðverjar, Belgar, Ítalir, Norðmenn, Rúmenar og Pólverjar tilkynnt að þær ætli að auka hern- aðarútgjöld upp í 2 prósent. Einnig Svíar sem eru í ESB en ekki NATO. „Þegar Þjóðverjar auka útgjöldin upp í 2 prósent eru það ansi miklar f járhæðir. Þetta er því veruleg brey ting,“ seg ir Guðmundur. Spurningin til langs tíma sé hvort varnir Evrópu verði áfram á for- ræði Bandaríkjanna eða hvort ESB myndi mótvægi. Josp Borell, utanríkisráðherra ESB, fullyrti á mánudag að við- bragðsherliðið sem boðað hefur verið sé ekki „ESB-herinn“. Hvert ríki myndi áfram hafa sinn her en samvinna yrði meiri héðan í frá. Guðmundur segir að það eigi eftir að koma í ljós hversu varanlegt þetta verður og hversu mikil sam- staðan um þetta sé. Hann segir Vesturlönd almennt frekar óttast hernaðaruppbyggingu Kínverja en Rússa. Rússar séu hins vegar mikið kjarnorkuveldi. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að kjarnorkuvopnum fækki því verið er að leggja alla afvopn- unarsamninga niður,“ segir Guð- mundur um horfur í þeim málum. Þegar hefur verið ræddur sá mögu- leiki að Rússar beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Frakkar eru eina kjarnorkuveldið í ESB en ekki hefur verið umræða um frekari uppbyggingu kjarnorku- vopna innan sambandsins. Guð- mundur telur að Bandaríkin verði áfram kjarnorkuvörn álfunnar í gegnum NATO. ■ Evrópusambandið vinnur að vísi að evrópskum her Olaf Scholz Þýskalands­ kanslari er meðal þeirra Evrópuleiðtoga sem boðað hafa stór­ aukin hernaðar­ útgjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Fríar forskoðanir fyrir laseraðgerðir út apríl Tímapantanir 414 7000 /Augljos Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði. Rannís er umsýsluaðili sjóðsins. Markáætlun í tungu og tækni styður við verkefni í máltækni sem hafa það að markmiði að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Hlutverk hennar er að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum. Áhersla er á hagnýtingu, þ.e. að koma máltæknibúnaði í almenna notkun í íslensku málsamfélagi. Lausnin þarf að standa notendum til boða innan tveggja ára. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Markáætlun í tungu og tækni fyrir styrkárin 2022-2024. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 28. apríl 2022. Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Markáætlunar í tungu og tækni áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/ markaaetlun-i-tungu-og-taekni/ Markáætlun í tungu og tækni Umsóknarfrestur er 28. apríl 2022 urduryrr@frettabladid.is bth@frettabladid.is ÚKRAÍNA Sléttur mánuður er lið- inn í dag síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þúsundir hafa látist þótt tölur séu mjög á reiki, hundruð þúsunda búa við mjög bág skil yrði og milljónir flóttamanna eru á faraldsfæti. Banda rísk yfir völd áhafa áætlað dauðs föll úkraínskra her manna milli tvö og fjögur þúsund. Sam- kvæmt upp lýsingum frá Alls herjar- þingi Sam einuðu þjóðanna hafa 953 al mennir borgarar látist frá upp hafi stríðsins, þar af 78 börn. For stjóri Flótta manna stofnunar Sam einuðu þjóðanna (UN HCR), Filippo Grandi, telur að meira en tíu milljónir Úkraínu búa hafi lagt á f lótta vegna stríðsins. Það jafn- gildir því að fjórðungur allra íbúa Úkraínu hafi þurft að yfir gefa heimili sín. Lang mesti straumur f lótta fólks liggur yfir landa mærin til Pól lands eða rúmar tvær milljónir. Næst- mestur straumur liggur til Rúmeníu þar sem rúm lega hálf milljón hefur farið yfir landa mærin. Sjálf boða liðar í ná granna löndum Úkraínu hafa unnið hörðum hönd- um við að taka á móti f lótta fólki. Rauði krossinn á ætlar að um á tján milljónir Úkraínu búa þurfi mann- úðar að stoð sem stendur. Í byrjun þessarar viku höfðu 319 með úkraínskt ríkis fang sótt um vernd á Íslandi, þar af 174 konur, 92 börn og 53 karlar. ■ Nánar á frettabladid.is Blóðugur mánuður að baki © GRAPHIC NEWS Athugið að öldi óttafólks hefur haldið áfram til annarra Evrópuríkja. Samanlagður öldi er hærri en heildar öldi þar sem hann inniheldur einnig þá sem fara y„r landamæri Moldóvu og Rúmeníu. Heimild: UNHCR 200 km 125 mílur Ú K R A Í N A KRÍMSKAGI S v a r t a h a f HVÍTA-RÚSSLAND 4.938 RÚMENÍA 555.021 SERBÍA MOLDÓVA 371.104 RÚSSLAND 271.254 PÓLLAND 2.144.244 HEILDARFJÖLDI 3.626.546 SLÓVAKÍA 256.838 UNGVERJALAND 324.397 Fólk á ótta frá stríðinu í Úkraínu Alls hafa tíu milljónir yfir­ gefið heimili sín vegna innrásar­ innar. Þar af hafa 3,6 milljónir flúið land. bth@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra f laug til Brussel í gærkvöld þar sem hún mun hitta aðra leiðtoga aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins í dag á neyðar- fundi. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í hópi þeirra sem mæta á fundinn, einnig Mette Frederiksen, Justin Trudeau, og Fumio Kishida. Leiðtogar G7-ríkjanna, Evrópu- sambandsins og NATO munu á fundinum hittast í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Sam- kvæmt Reuters hafa íbúar í Brussel orðið varir við stórfjölgun lögreglu- manna á götum borgarinnar. Búið er að setja upp tálma og loka Arts- Loi-lestarstöðinni. Fundurinn mun lama samgöngukerfi Brussel að einhverju leyti, sérstaklega þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti mætir með sínu fylgdarliði. Volodímír Selenskíj, forseti Úkra- ínu, mun flytja ávarp í gegnum fjar- fundarbúnað. ■ Neyðarfundur vegna Úkraínu í dag 6 Fréttir 24. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.