Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það eru stór­ pólitísk tíðindi að formaður Framsókn­ arflokksins taki hér af skarið og tali fyrir því að ríku­ legum og óskiljan­ legum skatta­ afslætti rík­ asta hluta þjóðar­ innar linni. Nú stendur fyrir dyrum að gervi­ greindar­ væða Ísland. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Það var bæði djarft og þarft af Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Fram­ sóknarflokksins, að brýna raustina gagnvart leigjendum fiskveiðiauð­ lindarinnar á nýafstöðnu flokksþingi. Þar setti hann fram skýra og klára kröfu um hækkun veiðigjalds í tilviki stórefnaðra útgerða hringinn í kringum landið. Það er ekki á hverjum degi sem formaður Framsóknarflokksins ber svo áberandi í borðið, einmitt leiðtogi flokks sem ásamt öðrum gömlum fjórflokkum ber mesta ábyrgð á að kvótakerfið, sem blessunarlega tók við af sóknarkerfinu, breyttist þó smám saman í eigin­ lega eignaupptöku – og í öllu falli mestu eignatil­ færslu í samanlagðri lýðveldissögu þjóðarinnar. Ástæðan fyrir þessum orðum formannsins er öllum augljós. Þeir útgerðarkóngar landsins sem hagnast hafa mest og lengst á því að gjalda fyrir aðganginn að fiskimiðum við landið svo langt undir markaðsvirði og raun ber vitni, eru beinlínis að þiggja ríkisaðstoð, sem allt eins má kalla ölmusu, en í besta falli niðurgreiðslu. Alþýða manna á Íslandi hefur horft upp á þessi ósköp svo áratugum skiptir, ýmist gáttuð eða hneyksluð, en er í mörgum tilvikum orðin svo háð valdi útgerðarauðvaldsins að það fer best á því að þegja. Þessa sér stað í öflugustu sjávarþorpunum um allt land þar sem stór­ útgerðin er orðin að eins konar hliðarsjálfi bæjarsjóðs sem deilir út fjármagni til íþrótta­, frístunda­ og menningarstarfs í svo ríkum mæli að það skiptir deildum í orðspori og árangri. Og svona er þá komið fyrir þjóðinni, þeirri sömu og sameinaðist gegn ránshendi breskra útgerða á Íslandsmiðum upp úr miðri síðustu öld, en nú er höndin bara önnur – og eigin vasi tútnar út af trilljónum. Það eru stórpólitísk tíðindi að formaður Framsóknarflokksins taki hér af skarið og tali fyrir því að ríkulegum og óskiljanlegum skattaafslætti ríkasta hluta þjóðarinnar linni. Og þeir tímar komi að mestu auðkýfingar landsins rísi undir nafni kapítalismans og borgi markaðsverð fyrir þau forréttindi að hafa svo til tímalausan og óskoraðan aðgang að verð­ mætustu auðlind þjóðarinnar. Og kannski er nokkur von til þess að for­ maður Framsóknarflokksins geti hrist upp í umræðunni við ríkisstjórnarborðið og fái aðra stjórnmálaleiðtoga við þá fjölina til að hugsa sinn gang í þessum efnum, en mun þar vera annars vegar um sósíalista að ræða og hins vegar kapítalista sem eru að verða vanir því að tala sama máli. En formaður Framsóknarflokksins er maður að meiri sakir orða sinna um helgina. ■ Ölmusan Árið 1999 sendi ég mitt fyrsta bréf af ótalmörgum til málsmetandi fólks víða í veröldinni til að vekja athygli á þörfinni á að hrint verði af stokkunum alþjóðlegu átaki til leitar lækningu við lömun/mænuskaða. Þetta fyrsta bréf var til Gro Harlem Brundtland þáverandi yfirmanns Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Jafn grátlegt og það er hefur á þessum 23 árum sem síðan eru liðin mikið vatn runnið til sjávar og með því ótalmörg tækifæri í átt að lækningu fyrir þá lömuðu og hina sem eiga eftir að lamast. Ástæðan er meira og minna skeytingarleysi. Það sem þarf að gera er að taka málið föstum tökum og greina og samkeyra með aðstoð gervigreindar þá þekkingu sem nú er til staðar í miðtaugakerfinu. Þegar það verður loksins gert munu kraftaverkin gerast og ekki aðeins fyrir þá lömuðu heldur alla sem búa við meinsemdir í taugakerfinu. Eftir langa og stranga vegferð er nú loksins að hilla undir að WHO taki forustu og ýti úr vör áratugi aðgerða í þágu umönnunar, meðferðar og lækninga í taugakerf­ inu. Í framhaldinu mun WHO leita eftir því við þjóðir heims að þær innleiði átakið. Með þessu er WHO að opna vettvang fyrir þjóðir til að vinna skipulega saman að framförum á öllum sviðum taugakerfisins næstu tíu árin og fer árangurinn eftir því hve mikinn metnað stjórnvöld þjóða leggja í verkefnið. Á þessu tímabili á ég von á að ríkisstjórn Íslands muni leggja sérstakan metnað í þáttinn um lækningu á lömun/mænuskaða sem utanríkisþjónustan og Mænuskaðastofnun Íslands hafa lagt ríka áherslu á í allri vinnu sinni innan WHO í þessu sambandi. Nú stendur fyrir dyrum að gervigreindarvæða Ísland. Í samtölum sem ég hef átt við Katrínu Jakobs­ dóttur forsætisráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörns­ dóttur vísindamálaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Gylfa­ dóttur utanríkisráðherra um að lömun/mænuskaði verði eitt af gervigreindarverkefnum Íslands hefur því verið vel tekið hingað til og vonandi verður framhald þar á þegar áratugarátaki WHO í þágu taugakerfisins verður ýtt úr vör. Mænuskaðastofnun Íslands þakkar utanríkisþjónustunni fyrir frábæra vinnu og öðrum þeim Íslendingum sem stutt hafa verkefni þetta í stóru og smáu. ■ Þegar kraftaverkin gerast Auður Guðjónsdóttir hjúkrunar­ fræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofn­ unar Íslands arib@frettabladid.is Fagdrykkjumenn Núna þegar ÁTVR hefur verið gert afturreka í dómsmálum gegn bjór­ skutlurum og frönskum vínsölum auk þess sem löggum og ömmu þeirra er sama um starfsemina þá hefur að þeirra eigin mati fótunum verið kippt undan starfseminni. Hefur því Vínsýslu ríkisins verið gert að selja allt innihald lagersins í kvöld. Hefur verið gagnrýnt að fagdrykkjumenn fá 10 prósent lægra verð á lítrann en almennir bjórsötrarar og hvítvínsbeljulið. Margir hafa sett spurningarmerki við tímasetninguna en augljóst er að aðgerðin miðast við að halda fólkinu nógu mikið í glasi þannig að þeir geti beðið lengur eftir afglæpa­ væðingu á einhverju sterkara. Skaflar Lóan lét loksins sjá sig eftir sitt langa Tene­ferðalag í vetur. Miðað við algengi fjarvinnu þá stefnir í að allir Íslendingar fylgi henni á næsta ári og komi sér upp suðrænni vetrarnýlendu með leikskóla og almennilega upphitaðri sundlaug. Slíkt er ekki á dagskrá strax. Nú þarf að flokka alla gráu snjó­ skaflana sem virðast vera komnir til að vera. Örnefnanefnd er komin í málið og þarf að finna 700+ nöfn fyrir lok mánaðarins. Mun það hjálpa til við samræður í lok júní um að loksins sé Lönguhlíðarhrúga byrjuð að minnka og það þurfi bara tvær rigningarvikur fyrir norðan til að Helgamagrajökull hreinlega hverfi. ■ Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ www.xprent.is KYNNINGARSVÆÐI SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.