Fréttablaðið - 24.03.2022, Page 11

Fréttablaðið - 24.03.2022, Page 11
ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2022 ORKUSJÓÐUR Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Styrkir geta numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. Verkefnastyrkir Umsóknafrestur er til 7. maí 2022 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is orkusjodur.is 2. Minnkun olíunotkunar í iðnaði: Búnaður sem nýtir vistvæna orku í stað olíu. 1. Bætt orkunýting: Búnaður sem minnkar raforkunotkun til beinnar hitunar í rafkyntum varmaveitum og/eða minnkar olíunotkun. 3. Raf- og lífeldsneyti og metan: Bættir innviðir (t.d. dreifing, varaafl) og/eða framleiðsla raf- eða lífeldsneytis úr orku sem tryggð hefur verið til þess verkefnis. Nýting líf- og rafeldsneytis og metans skal einnig vera tryggð (t.d. í tæki), hvort heldur sem orkugjafi eða til frekari framleiðslu. 4. Hleðslustöðvar fyrir samgöngur: Uppsetning hleðslu- eða áfyllingarstöðva til þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfið sem og gististaði, frístundasvæði (t.d. íþróttahús, sundlaugar), verslanir og fjölsótta ferðamannastaði. Ef um hraðhleðslustöðvar er að ræða (150 kW og stærri) getur kostnaður við sérlausnir verið innifalinn (t.d. rafhlöður, sólarsellur, vindrellur). 5. Orkuskipti í haftengdri starfsemi: Aðgerðir sem nýta vistvæna orku í haftengdri starfsemi og siglingu til og frá höfn. Eftir kosningar hefur ríkisstjórnin aðeins tekið eina stefnumarkandi ákvörðun í efnahagsmálum. Hún er sú að fresta því að taka á skulda- vanda ríkissjóðs þar til á næsta kjörtímabili. Í utanríkis- og varnarmálum hefur engin ný stefnumarkandi ákvörðun verið tekin. Aðvörunarskot seðlabankastjóra Í byrjun þessa mánaðar kom Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fund efnahagsnefndar Alþingis. Boðskapur hans var pólitískt aðvörunarskot: Það verður að eyða hallanum. Val ríkisstjórnarflokkanna er niðurskurður eða hækkun skatta. Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að seðlabankastjóri lét þessi orð falla. Ríkisstjórnin situr enn þögul og aðgerðalaus. Flóttaleiðin Eina framlag ríkisstjórnarinnar til umræðna um stöðu þjóðarbúskap- arins er tilkynning forsætisráð- herra um að hún hafi boðað þjóð- hagsráð til reglulegra funda. Þar sitja aðilar vinnumarkaðarins og Seðlabankinn með ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um annað en að fresta vandanum. Flóttaleiðin er að bíða eftir tillögum aðila vinnu- markaðarins í tengslum við kjara- samninga og hugsanlega fram- kvæma þær. Afleiðingin er sú að hags- munasamtökin ráða í lokuðum bakherbergjum en ríkisstjórnin ber ábyrgð gagnvart Alþingi og þjóðinni. Ádeila sem stjórnarandstaðan trompar ekki Athyglisvert er að stjórnarand- staðan tekur ekki mest upp í sig í gagnrýni á þá stóru ákvörðun að skjóta skuldavandanum yfir á næsta kjörtímabil. Stærstu orðin koma frá Seðlabankanum og aðilum í innsta kjarnanum í bak- landi Sjálfstæðisflokksins. Seðlabankastjóri fórnaði heiðri sínum á síðustu dögum kosninga- baráttunnar til að hjálpa ríkis- stjórninni með fordæmalausum pólitískum afskiptum. Eigi að síður mætir hann á fund efna- hagsnefndar Alþingis fimm mán- uðum síðar með þung aðvörunar- orð vegna stóru ákvörðunarinnar um frestun á skuldavandanum. Fyrrum forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins fór þeim háðungarorðum um stóru ákvörðunina að hún fæli í sér að flytja vandann yfir á næstu ríkis- stjórn. Og fyrrverandi aðstoðar- maður fjármálaráðherra sagði í umsögn Viðskiptaráðs um stóru ákvörðunina að með henni væri ríkisstjórnin að kynda undir verð- bólgu. Stjórnarandstaðan getur varla trompað þessa gagnrýni þótt hluti hennar taki hraustlega undir hana. Kjölfestuímyndin í efnahagsmálum farin Þessi innanbúðargagnrýni skilur þingflokk Sjálfstæðismanna eftir á berangri. Hann hefur fórnað kjarnanum í efnahagsstefnu sinni og þar með þeirri gömlu ímynd að vera kjölfestan í efnahagsmálum. Augljóst er að ákvörðun af þessu tagi er ekki tekin út í loftið. Það er ekki þannig að enginn hafi áttað sig á stöðunni. Hún er ekki afleiðing gáleysis. Veruleikinn er sá að engin ríkis- stjórn með VG í forystu getur gert neitt annað en að flytja skulda- vandann yfir á næstu ríkisstjórn. Frumkvæðið í varnar- og öryggismálum horfið Flestar þjóðir Evrópu eru nú að endurmeta utanríkispólitíska stöðu sína. Það kemur fram í auknu umfangi varnarmála, þétt- ara samstarfi innan Atlantshafs- bandalagsins og öflugri pólitískri og efnahagslegri samvinnu innan Evrópusambandsins. Á Alþingi hafa þingmenn Við- reisnar flutt tillögu um sams konar þríþætt mat á utanríkispólitískri stöðu Íslands í breyttum heimi. Þá hafa þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata flutt tillögu um að þjóðin fái að ákveða hvort viðræður um fulla aðild að Evrópu- sambandinu verði hafnar á ný. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja aftur á móti að engin þörf sé á endurmati og fráleitt sé að stíga skref fram á við í fjölþjóða- samskiptum. Þeir vilja ekki ganga skrefi lengra en VG treystir sér til. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkur- inn ekki lengur frumkvæðisafl í utanríkis- og varnarmálum. Pólitískri stöðu fórnað fyrir sérhagsmuni Hvað veldur því að þingflokkur Sjálfstæðismanna tekur yfirvegaða ákvörðun um að fórna gömlu ímynd sinni? Svarið er einfalt: Þingflokkurinn veit að hann getur ekki farið í ríkisstjórn með neinum öðrum flokki en VG til þess að koma í veg fyrir að þeir, sem hafa einkarétt á að nýta sjávarauðlindina, greiði eðlilegt gjald fyrir tímabundin afnot. Varðstaðan um þessa sérhags- muni er talin miklu mikilvægari en það gamla hlutverk að vera kjölfestan í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Af sömu ástæðu vilja þingmenn Sjálfstæðismanna að sá flokkur hafi forystu fyrir ríkisstjórn, sem ekki trúir á málstað landsins í utanríkis- og varnarmálum. Sérhagsmunagæslan ein og sér er dapurleg. En þessi víðtæku áhrif hennar eru hættuleg. n Mikil fórn fyrir sérhagsmuni Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Undanfarin misseri hefur öðru hverju blossað upp umræða um umferðarljósastýrikerfið á höfuð- borgarsvæðinu. Því miður hefur sú umræða og fjölmiðlaumfjöllun tengd henni litast mjög af pólitík og átökum á þeim vettvangi en að litlu leyti af þekkingu og yfirsýn um þann flókna tæknibúnað sem um er að ræða. Nú síðast birtist okkur hin pólitíska hlið málsins í bókunum á borgarstjórnarfundi þann 15. mars þar sem því var meðal annars haldið fram að notaður væri eld- gamall þýskur og úreltur búnaður við umferðarstýringuna og jafnframt að ekkert hefði áunnist við snjall- væðingu umferðarljósastýringa á höfuðborgarsvæðinu! Hvað svo sem hugtakið snjallvæðing felur hér í sér. Málið er mér mjög skylt og því fyr- irtæki sem ég veiti forstöðu, Smith & Norland hf. Fyrirtækið hefur í marga áratugi selt margvíslegan rafbúnað á íslenskum markaði í umboði hins þekkta þýska stórfyrirtækis Siemens sem einmitt er framleiðandi umferð- arljósakerfisins í borginni. Siemens er í fararbroddi á sviði umferðarljósa- stýringa og þeirrar tækni sem þar kemur við sögu. Fyrirtækið situr þó ekki eitt að þessum markaði heldur eru þar fjölmörg önnur fyrirtæki sem eiga í harðri innbyrðis samkeppni víða um heim, svo sem Swarco í Þýskalandi, Stührenberg, Dynniq, Vialis o.fl. Sú samkeppni, heiðarleg samkeppni, er af hinu góða og stuðl- ar að tækniþróun og veitir aðhald í verðlagningu á búnaði. Tekið skal fram að umferðarljósasviði Siemens hefur nú verið breytt í sjálfstætt fyrir- tæki er nefnist Yunex Traffic. Vegagerðin og Samtök sveitar- félaga á höf uðborgarsvæðinu ákváðu fyrir tveimur árum að fela óháðum aðila, sænska ráðgjafar- fyrirtækinu SWECO, að gera úttekt á umferðarljósabúnaðinum á höfuð- borgarsvæðinu, í samanburði við nokkrar aðrar borgir í nágranna- löndum okkar. Skýrsla SWECO var tilbúin haustið 2020 og efni hennar kynnt. Skýrslan er yfirgripsmikil og viðfangsefnið nálgast frá mörgum hliðum. Í skýrslunni má meðal ann- ars finna umsagnir um umferðar- ljósabúnaðinn hér í borg, eins og: „Kerfin, sem nú eru í notkun í Reykjavík, eru sambærileg eða í sumum tilvikum betri en þau sem notuð eru í hinum borgunum. Leggja ætti áherslu á að ná meiri afköstum út úr núverandi kerfum.“ og „Samanborið við meirihluta við- miðunarborga er Reykjavík með kerfi og vélbúnað sem að mörgu leyti er tæknilega í fremstu röð.“ og „Allar viðmiðunarborgirnar, rétt eins og Reykjavík, láta farartæki stjórna umferðarljósum að meira eða minna leyti. Enn og aftur er Reykjavík, í samanburði, í fremstu röð í þessum efnum með því að nýta kerfi eins og TASS og háþró- aða alumferðarstýringu eins og MOTION.“ Ljóst má vera að sænsku sérfræð- ingarnir taka ekki undir sjónarmið borgarfulltrúanna á fundinum þann 15. mars um gæði umferðarljósa- stýribúnaðarins. Öðru nær. Málefnaleg umræða, er byggist á þekkingu og yfirsýn, er alltaf góð. Sömuleiðis þegar um er að ræða umferðarljósabúnað höfuðborgar- svæðisins. Ég vil því hvetja alla þá, sem áhuga hafa, einnig borgar- stjórnarfulltrúa, til að kynna sér efni og niðurstöður SWECO-skýrslunnar. Vonandi verður umræðan þá mál- efnalegri og til hagsbóta fyrir veg- farendur á höfuðborgarsvæðinu. n Stýring umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu Jón Norland, forstjóri Smith & Norland hf. FIMMTUDAGUR 24. mars 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.