Fréttablaðið - 24.03.2022, Page 13

Fréttablaðið - 24.03.2022, Page 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 24. mars 2022 Hildur er litaglöð í fatavali og hér er hún í glæsilegri grænni dragt sem klæðir hana einstaklega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fatavalið endurspeglar persónuleika Hildar Björns Hildur Björnsdóttir, nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lögfræðingur og stjórnmálafræðingur að mennt. Hildur er þekkt fyrir sína fáguðu framkomu og vandaðan fatastíl. Hún er ávallt glæsileg og útgeislun hennar fangar augað hvar sem hún kemur. 2 Baldvin Hlynsson píanóleikari kemur fram á Óskalögum hlustenda. starri@frettabladid.is Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu nefnast Óskalög hlustenda en þá leika píanóleikar- inn Baldvin Hlynsson og Leifur Gunnarsson, sem spilar á kontra- bassa, nokkur vel valin óskalög. Þetta er í annað sinn sem fasta- gestir tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu móta dagskrána en gestir fengu að senda inn óskalög. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Borgarbókasafninu Grófinni, í dag fimmtudag kl. 12.15-13. Þeir verða endurteknir í Borgarbókasafninu Gerðubergi föstudaginn 25. mars kl. 12.15-13 og síðan í Borgarbóka- safninu Spönginni, laugardaginn 26. mars kl. 13.15-14. Jazz í hádeginu er tónleikaröð sem hefur fest sig í sessi á Borgar- bókasafninu en markmið hennar er að færa djasstónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nærumhverfinu. Baldvin Hlynsson er píanóleik- ari og tónlistarmaður sem hefur unnið með ýmsu tónlistarfólki og hljómsveitum á Íslandi. Auk þess að vinna sem framleiðandi, laga- höfundur og sessionleikari í popp- tónlist hefur Baldvin BA-gráðu í djasspíanóleik frá Konunglega tón- listarháskólanum í Stokkhólmi. Hann hlaut Íslensku tónlistarverð- launin sem bjartasta vonin í Jazz og blús árið 2017. Frítt er á tónleikana og allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. n Hlustendur fá að velja óskalögin ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.