Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Stórsýningin Verk og vit hefst í dag í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugar- dal. Þetta er í fimmta skiptið sem sýningin er haldin en um eitt hundrað sýnendur kynna starfsemi sína og nýjungar í vörum og þjón- ustu. Sýningin stendur yfir alla helgina. elin@frettabladid.is Elsa Giljan Kristjánsdóttir er sýningarstjóri Verks og vits. Hún hefur unnið sem sýningarstjóri á öllum fimm Verks og vits sýning- unum og býr því að góðri reynslu. Sýningin hefur ekki verið haldin frá árinu 2018 en hún átti að fara fram árið 2020 en var frestað vegna Covid eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Elsa segir að í rauninni hafi undirbúningur fyrir sýninguna núna hafist árið 2019. „Þegar sýningunni var frestað árið 2020 var allt sett á bið og síðan fórum við í gang aftur í vetur,“ segir hún. Elsa segist finna fyrir miklum áhuga fyrirtækja á sýningunni, jafnt innlendra sem erlendra. „Margir starfsmenn erlendra birgja koma á Verk og vit ásamt erlendum gestum sem hafa áhuga á að skoða það sem hér er í boði. Stórsýningar á borð við þessa skila sér mjög vel og þykja góð markaðssetning. Það hefur verið virkilega áhugavert að starfa að undirbúningnum, að Allir tilbúnir fyrir Verk og vit Elsa er að vonum kát með að nú er loksins hægt að opna Höllina og bjóða gesti velkomna á stórsýninguna Verk og vit. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sýningin er fjölbreytt og þar mun bera fyrir augu alls kyns nýjungar á sviði byggingariðnaðar og mann- virkjageirans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Gestir munu verða margs vísari eftir að hafa gengið um Höllina á sýningunni Verk og vit. Myndin var tekin í gær þegar undirbúningur stóð sem hæst. Árið 2018 þegar Verk og vit var síðast í Laugardalshöll komu um 25 þúsund gestir. Búist er við jafnmörgum núna ef ekki fleiri. fresta svona stórri sýningu var mikil áskorun. Þolinmæði hefur einkennt alla þá sem komið hafa að þessu verkefni,“ upplýsir Elsa. Fjöldi nýjunga „Á sýningunni verður sýndur fjöldi nýjunga varðandi spennandi lausnir í tækni og hugbúnaði. Ég sá það nýlega á sýningu erlendis að það hefur margt verið að gerast á því sviði. Maður fann glöggt fyrir því að veröldin er á hraðri leið inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir hún. „Margvíslegar nýjungar hafa sömuleiðis litið dagsins ljós í hug- búnaðargeiranum sem varða bók- haldsþjónustu fyrirtækja þannig að öll skráning er orðin mun skilvirkari.“ Elsa segir að flestir sem tengist byggingar- og mann- virkjaiðnaði að einu eða öðru leyti komi að sýningunni. „Í dag og á morgun er sýningin ætluð fagað- ilum en um helgina er allir boðnir velkomnir. Fagaðilar hafa tækifæri til að afla sér upplýsinga og nýta sér það sem er í boði á sýningunni. Það er margt afar forvitnilegt fyrir fólk að sjá og uppgötva enda hefur verið mikið um framkvæmdir á heimilum undanfarið,“ segir hún. Opið alla helgina Stórsýningin Verk og vit var haldin annað hvert ár fyrir heimsfaraldur. Mikill áhugi hefur ávallt verið fyrir sýningunni. Sýningin hefur auk þess sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir aðila í bygg- ingar- og mannvirkjageiranum til að hittast, styrkja viðskiptasam- bönd og kynna sér nýjungar í vöru og þjónustu. Meðal sýnenda eru byggingarverktakar, verkfræði- stofur, skólar, fjármála-, ráðgjafar-, og hugbúnaðarfyrirtæki, sveitar- félög og tækjaleigur, svo eitthvað sé nefnt. Opnunartímar eru: Í dag frá kl. 17-21, föstudag frá 11-19, laugardag frá 11-17 og sunnudag frá 12-17. WWW.HAMMERGLASS.COM WWW.SKRALLI.IS H E I M I L I V E R S L A N I R I Ð N A Ð I N N V I Ð I ÖRYGGISRÚÐUR H A M M E R G L A S S ÓBRJÓTANLEGT ELDTEFJANDI HLJÓÐDEMPANDI 300X STERKARA EN GLER OG HELMINGI LÉTTARA EN SAMBÆRILEGT ÖRYGGISGLER KÍKTU Á BÁS A51 FYRIR ALLAR UPPLÝSINGAR OG SJÁÐU MÖGULEIKANA SEM HAMMERGLASS BÝÐUR UPP Á. ÓTÆMANDI MÖGULEIKAR! STUÐ STUÐ 0 STUÐ » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi? Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu? Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun. Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is STUÐ 1 2 kynningarblað 24. mars 2022 FIMMTUDAGURVERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.