Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 28
Á ráðstefnunni verður meðal annars horft til nýrra krafna og sjónarmiða sem allir sem koma að mannvirkjagerð verða að tileinka sér. starri@frettabladid.is Samtök iðnaðarins (SI) standa fyrir ráðstefnu um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð í til- efni af opnun stórsýningarinnar Verks og vits. Ráðstefnan ber heit- ið Mannvirkjagerð á tímamótum – grípum tækifærin í vistvænni uppbyggingu og stendur yfir milli klukkan 14 og 16, fimmtudaginn 24. mars. Á ráðstefnunni verður meðal annars horft til nýrra krafna og sjónarmiða sem allir sem koma að mannvirkjagerð verða að tileinka sér. Einnig verður leitast við að svara því hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi til að f lýta fyrir árangri. Fjöldi fyrirlesara úr einka- geiranum og opinbera geir- anum heldur erindi, þar á meðal Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, Sylgja Dögg Sigurjóns- dóttir, sérfræðingur á byggingar- sviði Eflu og meðlimur í fagráðinu Betri byggingar, Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Sigurður Ingi Jóhannsson inn- viðaráðherra. Ráðstefnustjóri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI. Verk og vit sýningin hefst form- lega að ráðstefnunni lokinni. n Skráning fer fram á si.is þar sem einnig má finna nánari upp- lýsingar. Áhugaverð ráðstefna Ráðstefnan Mannvirkjagerð á tímamótum verður haldin í dag mili kl. 14 og 16. MYND/AÐSENDVið erum á Verk & vit & tökum vel á móti ykkur í bás C–13 Komið & prófið hljóðvistina HLJÓÐVISTAR- & NÆÐISKLEFAR Falleg hönnun & notendavæn upplifun WWW.A4.IS // HUSGOGN@A4.IS // SÍMI 580-0085 A4 HÚSÖGN SKEIFUNNI 17 // OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9 – 17 12 kynningarblað 24. mars 2022 FIMMTUDAGURVERK OG VIT Sýningarsvæði Tækni- skólans vekur alltaf mikla athygli gesta á Verki og viti en skólinn hefur tekið þátt nánast frá upphafi. starri@frettabladid.is Tækniskólinn hefur tekið þátt í Verki og viti nánast frá upphafi og hafa sýningarsvæði skólans iðulega vakið mikla athygli gesta að sögn Ólafs Sveins Jóhannes- sonar, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans. „Helsta markmiðið með þátt- töku Tækniskólans í sýningunni er fyrst og fremst að minna á skólann okkar, Tækniskólann, skóla atvinnulífsins. Margt af því fólki sem er í forsvari fyrir þau fyrirtæki sem kynna á Verki og viti er fólk sem lokið hefur námi í Tækni- skólanum, eða sambærilegum iðn- og tæknimenntaskólum. Við viljum mennta framúrskarandi fagfólk fyrir atvinnulífið og til þess að það sé mögulegt þurfum við að vera í góðum tengslum við atvinnulífið.“ Frábær vettvangur Öflugur hópur frá Tækniskólanum stendur vaktina um helgina að sögn Ólafs. „Á sýn ing unni mun glæsi legur hópur nem enda í húsa- smíði standa vaktina fyrir hönd skólans og í sam starfi við BYKO og Hilti reisa nem end urnir 9 fermetra smá hýsi. Hrafn kell Marinósson, kennari í húsasmíði, heldur utan um hópinn sem samanstendur af fimmtán nemendum. Utan þessa hóps koma margir starfsmenn skólans að skipulagi og undir- búningi. Við vonumst til þess að gestir og fagfólk á sýningunni gefi þessu flotta verkefni gaum. Von- andi mæta foreldrar á sýninguna með börnum sínum, því þetta er frábær vettvangur til þess að sjá tækifærin sem felast í iðn- og tæknimenntun.“ Sýnileiki mikilvægur Hann segir afar mikilvægt fyrir skóla eins og Tækniskólann að vera sýnilegur á sýningum á borð við Verk og vit. „Slagorð Tækniskólans er „Byrjaðu hjá okkur og breyttu heiminum“ og við viljum geta staðið undir eins kröftugu slagorði. Það er því okkar mat að sýni- leiki á stærstu fagsýningu bygg- ingariðnaðarins hér á landi sé ekki aðeins mikilvægur heldur sé það okkar hlutverk að vera sýnileg fyrir okkar helstu fagaðila.“ Nýtt og spennandi nám Það eru alltaf einhverjar spenn- andi nýjungar fyrirhugaðar hjá Tækniskólanum, að sögn Ólafs. „Það er mjög gaman frá því að segja að Tækniskólinn er að byrja með nýja námsbraut í haust, sem tengist byggingariðnaðinum á stóran máta, en það er nám í jarð- virkjun. Miðað er við að námið taki tvö ár og er almennur kjarni (íslenska, stærðfræði, enska, lífsleikni, íþróttir) hluti af því. Tækniskólinn hefur fest kaup á sérstökum vélahermum og von- umst við til þess að einn þeirra verði kominn til landsins og inn í kennslustofu í húsnæði skólans í Hafnarfirði, fyrir opið hús sem er dagsett 31. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um nýtt nám í jarðvirkjun er að finna á vefsíðu skólans, tskoli.is.“ n Mennta framúrskarandi fagfólk Þorkell Sigurðsson (t.v.) og Kristján Vilhelm Gunnarsson verða á sýningarsvæði Tækniskólans á Verki og viti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hluti nemenda og starfsmanna Tækniskólans sem tók þátt í Verki og viti árið 2018. MYND/AÐSEND

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.