Morgunblaðið - 12.01.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.01.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 Í áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar gerðu hrafnarnir upp árið 2021. Þar segir um það sem var óvænt ársins: „Ísland hef- ur hlotið sílækkandi einkunn hjá einni stofnun af nokkrum sem spilling- arvísitalan byggir á. Kom á óvart að annar tveggja sérfræðinga stofn- unarinnar væri Þorvaldur Gylfa- son.“ - - - Viðskiptablaðið hafði fyrr á árinu fjallað um þessi undur og skyggnst á bak við tölurnar um meinta spillingu hér, sem Íslands- deild Transparency International (sem vitað er að samanstendur af að minnsta kosti heilum manni) hafði haldið fram að sýndu að staða Íslands færi versnandi. - - - Þegar rýnt var í tölurnar kom í ljós að það var ein stofnun, Bertelsmann Foundation, sem gaf Íslandi mjög lága einkunn og dró meðaltalið verulega niður. Ein- kunnir annarra stofnana voru prýðilegar. - - - Bertelsmann-stofnunin byggði einkunn sína á skýrslu enn einnar stofnunarinnar, Sustainable Governance Indicators, og mat þeirrar stofnunar byggði á hug- lægu mati tveggja Íslendinga, Þor- valds Gylfasonar og Grétars Þórs Eyþórssonar. - - - Vissulega er nærtækt fyrir þá sem hafa árum saman haldið því fram í opinberri umræðu að spilling grasseri hér á landi að draga undan hatti sínum skýrslur um þá umræðu og senda til er- lendra stofnana. Sú sjálfbæra starf- semi er auðvitað til fyrirmyndar. Þorvaldur Gylfason Sjálfbær spillingarstarfsemi STAKSTEINAR Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipu- lagsskrá. Þar kemur fram að alls bar 702 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi til stofnunarinnar fyrir rekstrarárið 2020. Í ársbyrjun 2022 höfðu 458 staðfestir sjóðir og stofn- anir uppfyllt þessa skyldu en árs- reikningar 244 sjóða og stofnana hafa ekki borist embættinu. Höfðu því rúmlega 65% ársreikninga borist rúmum sex mánuðum eftir eindaga skila. „Þá vekur athygli að 50 virkir sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi til embættisins þrátt fyrir árvissar ítrekanir þar um,“ segir í frétt á vefnum. Fram kemur að sjóðir og stofnanir með staðfesta skipulags- skrá eru misjöfn að stærð. Eignir 62 sjóða sem skiluðu ársreikningi fyrir 2020 eru undir 500 þús. kr. Þar af voru sautján sjóðir eignalausir í árs- lok 2020. Af 458 stofnunum og sjóð- um sem skiluðu ársreikningi fyrir árið 2020 voru 222 sjóðir með tekjur á árinu. Af þeim 236 sjóðum sem ekki höfðu tekjur á árinu voru 114 sjóðir ekki með nein gjöld og af þeim voru fjórir sjóðir hvorki með tekjur né gjöld og voru að auki eignarlausir í lok árs 2020. Sá sem ber ábyrgð á sjóði eða stofnun skal ekki síðar en 30. júní ár hvert senda Ríkisendur- skoðun ársreikning sjóðsins eða stofnunarinnar fyrir næstliðið ár. Séu ekki staðin skil á þessu eða reyn- ist reikningsskilin ófullkomin getur sýslumaður að fengnum tillögum Ríkisendurskoðunar falið lögreglu að rannsaka fjárreiður sjóðsins eða stofnunarinnar. Sumir aldrei skilað ársreikningi - Ársreikningar 244 sjóða og stofnana ekki borist Ríkisendurskoðun þótt skylt sé Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur aldrei haft jafn mikið að gera og í fyrra þegar henni bárust 184 kærumál til um- fjöllunar. Það er meira en fjórð- ungs fjölgun miðað við árið 2020. Fyrra met er frá árinu 2016 þegar nefndinni bárust 175 kærumál. Þetta kemur fram á vefsíðu nefndarinnar. Þar segir að í fyrra hafi verið lokið 180 kærumálum og kveðnir upp 175 úrskurðir. Jafn- mörgum kærumálum var lokið árið 2020 en með 151 úrskurði. Í lok ársins 2021 voru hjá nefndinni 48 óafgreidd mál, eða einungis fjórum fleiri en við upphafi ársins þótt borist hafi 43 fleiri mál en á árinu 2020. Hélt 97 fundi í fyrra Fram kemur að haldnir voru 97 nefndarfundir í fyrra og 24 þeirra sat fullskipuð nefnd, en lögum sam- kvæmt sitja fimm nefndarmenn í þeim málum sem eru viðamikil eða fordæmisgefandi. Á þessum 24 fundum voru kveðnir upp úrskurðir í átta kærumálum. Því fóru rúm 25% funda nefndarinnar á árinu í að afgreiða ríflega 4% þeirra kæru- mála sem afgreidd voru. Mun þyngri og viðameiri mál voru því til meðferðar hjá nefndinni þetta ár en áður. Lögbundinn málsmeðferðartími úrskurðarnefndarinnar er ýmist allt að þremur mánuðum, eða allt að sex mánuðum í viðameiri mál- um, og telst frá því tímamarki er henni berast gögn frá viðkomandi stjórnvaldi. Nefndinni hafa ekki borist gögn í 13 málum af þeim 48 sem eru óafgreidd og eru því 35 mál tæk til meðferðar hjá nefnd- inni. Meðalafgreiðslutími lokinna mála var 3 mánuðir síðastliðna sex mánuði (2,3 mánuðir á sex mánaða tímabilinu sem lauk 30. september 2021) og meðaltal ársins 2021 var 2,7 mánuðir. Meðalafgreiðslutími mála fyrir úrskurðarnefndinni er því undir lögbundnum máls- meðferðartíma viðaminni mála. Einungis einu máli var ekki lokið innan lögbundins afgreiðslutíma, en ástæður þess vörðuðu ekki úr- skurðarnefndina heldur var því frestað á meðan fjallað var um at- riði því tengd hjá öðru stjórnvaldi. Aldrei fleiri mál til úrskurðarnefndar - Kærumálum um umhverfis- og auð- lindamál fjölgar um fjórðung á milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.