Morgunblaðið - 12.01.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 12.01.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 AÐALFUNDUR VIÐSKIPTARÁÐS ÍSLANDS 2022 FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR KL. 9.00 Í HÚSI ATVINNULÍFSINS Fulltrúum allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs er heimilt að sækja fundinn. Frestur til að koma lagabreytingatillögum til stjórnar er þremur vikum fyrir auglýstan fund. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins: Skýrsla stjórnar. Umræða um reikninga. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt. Lagabreytingar. Kosning kjörnefndar. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð. Önnur mál. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Nánari upplýsingar um aðalfund, stjórnarkjör og atkvæðagreiðslu má finna á vi.is Rúmlega helmingur muni smitast - Rúmlega sjö milljón smit í Evrópu á fyrstu viku ársins - Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað í álfunni - Tvö ár liðin frá fyrsta dauðsfallinu - Fimm milljónir manna settar í útgöngubann í Kína Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hans Kluge, yfirmaður Evrópu- deildar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar WHO, sagði í gær að sam- kvæmt spálíkönum stofnunarinnar myndi rúmlega helmingur allra Evr- ópubúa smitast af Ómíkron-afbrigð- inu á næstu sex til átta vikum, miðað við núverandi þróun faraldursins. Ómíkron-afbrigðið hefur valdið mikilli fjölgun nýrra tilfella, ekki síst í Evrópu, og sjá flest ríki álfunnar nú fjölgun innlagna á sjúkrahús, en andlátstíðnin hefur ekki aukist enn sem komið er. Í máli Kluges kom fram að Ómí- kron-afbrigðið hefði greinst í 50 af þeim 53 ríkjum í Evrópu og Mið-As- íu sem Evrópudeild WHO nær yfir. Þá hefðu 26 af þeim ríkjum greint frá því að rúmlega 1% af íbúafjölda þeirra smitaðist af kórónuveirunni í hverri viku, en sjö milljón ný tilfelli voru tilkynnt í ríkjum Evrópu á fyrstu viku þessa árs. Sagði Kluge að rannsóknir WHO hefðu staðfest að Ómíkron-afbrigðið væri mun meira smitandi en fyrri af- brigði, og að það gæti smitað jafnvel þá sem hefðu fengið sjúkdóminn áður eða verið bólusettir. Lagði hann þó sérstaka áherslu á að bóluefni þau sem þróuð hefðu verið veittu enn góða vörn gegn alvarlegum einkenn- um og dauðsföllum af völdum Co- vid-19, og ætti það einnig við um Ómíkron-afbrigðið. Þróa þurfi ný bóluefni Sérfræðingateymi á vegum WHO varaði jafnframt við því í gær að það gengi ekki til lengdar að gefa endur- tekna örvunarskammta af upphaf- lega bóluefninu sem þróað var gegn kórónuveirunni. Sagði í yfirlýsingu hópsins að ólík- legt væri að slík stefna væri rétt eða sjálfbær til lengdar, og því þyrfti að þróa nýja útgáfu af bóluefnunum, sem gætu náð betri tökum á afbrigð- um á borð við Ómíkron. Þá þyrfti að þróa bóluefni sem gætu komið í veg fyrir smit, í stað þess að draga úr áhrifum þess líkt og núverandi efni gera, en slíkt gæti dregið úr samfélagssmiti, og um leið minnkað þörfina á víðtækum sótt- varnaaðgerðum. Í millitíðinni sagði hópurinn að brýnasta verkefnið væri að bólusetja sem flesta í fyrsta sinn, og benti hann á þann mun sem nú væri milli þróunarríkja og iðnríkja. Kínverjar beita enn lokunum Tvö ár voru í gær liðin frá fyrsta opinbera andlátinu af völdum kórónuveirunnar, en þá greindu kín- versk stjórnvöld frá andláti 61 árs gamals íbúa í Wuhan. Frá þeim tíma hafa rúmlega 5,5 milljónir manna farist af völdum veirunnar sam- kvæmt opinberum tölum, en WHO áætlar að raunverulegt mannfall gæti verið á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum hærra en það. Í Kína, þar sem faraldurinn átti upptök sín, tókst að mestu að kveða hann niður með hörðum sóttvarna- aðgerðum, útgöngubanni og skimun- um, en að undanförnu hafa komið upp nokkur tilfelli, sem stjórnvöld þar hafa brugðist hart við. Þannig var um fimm milljónum íbúa borgarinnar Anyang í Henan- héraði skipað á mánudaginn að yfir- gefa ekki heimili sín eða keyra á veg- um. Bætast íbúar hennar við um fjórtán milljónir manna í borgunum Yuzhou og Xi’an, sem sæta einnig út- göngubanni, en 110 tilfelli greindust í landinu í gær. AFP Faraldur Kínverskir starfsmenn sótthreinsa götur Xi’an-borgar Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, fagnaði í gær viðleitni Bandaríkjanna og Rússlands á mánudaginn til þess að finna lausnir á Úkraínudeilunni, á sama tíma og hann kallaði eftir sér- stakri friðarráðstefnu með þátttöku Rússa, Frakka, Þjóðverja og Úkra- ínumanna. Fundaði hann í gær með ráðgjöfum Olafs Scholz Þýskalands- kanslara og Emmanuels Macron Frakklandsforseta til að ýta á eftir þeirri hugmynd sinni. Rússar munu í dag funda með ríkj- um Atlantshafsbandalagsins í Bruss- el. Alexander Grushko, einn af að- stoðarutanríkisráðherrum Rússlands, mun þar taka við keflinu af Sergei Ryabkov, sem fundaði með Bandaríkjamönnum í Genf á mánu- daginn. Sagði Grushko að viðræðurn- ar í dag yrðu „stund sannleikans“ um samskipti Rússa og bandalagsins, og hyggst hann fara yfir kröfur Rússa á hendur bandalaginu lið fyrir lið. „Stund sannleik- ans“ að renna upp - Rússar funda með NATO í dag AFP Fundir Volodymyr Zelensky fundaði með Frökkum og Þjóð- verjum í gær um stöðuna. Danskir fjöl- miðlar greindu frá því í fyrra- dag að Lars Findsen, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, hefði verið hand- tekinn fyrir jól, grunaður um að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiða. Findsen var yfirmaður leyni- þjónustunnar frá 2015-2020 þegar honum var vikið úr starfi vegna ásakana um að leyniþjónustan hefði njósnað um danska þegna og afvegaleitt þingið um störf sín. Ekki hefur verið greint ná- kvæmlega frá því hvaða upplýs- ingum Findsen á að hafa lekið og hvert, en þær voru sagðar „há- leynilegar“. Hafa nokkrir danskir blaðamenn verið færðir til yf- irheyrslu vegna málsins. Findsen og þrír aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins á grundvelli laga um landráð, en allt að 12 ára fang- elsi liggur við meintum brotum fjórmenninganna. Hinum þremur hefur verið sleppt úr haldi, en Findsen sætir enn varðhaldi vegna málsins. Leynd af handtökunni var aflétt í fyrradag, og máttu danskir fjöl- miðlar þá fyrst nafngreina Find- sen. Hann sagðist vilja að ákær- urnar yrðu líka gerðar opinberar, og sagði að málið allt væri „galið“. Segir ásakanir um öryggisleka galnar Lars Findsen DANMÖRK Fánar Evrópusambandsins voru dregnir í hálfa stöng í gær til minningar um David Sassoli, for- seta Evrópuþingsins, sem lést í gær. Sassoli var 65 ára gamall, en hann var færður á sjúkrahús á annan jólum vegna þess að ónæm- iskerfi hans virkaði ekki sem skyldi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, minntist Sassoli, og sagði hún gærdaginn hafa verið sorgardag fyrir Evrópu. Flögguðu í hálfa stöng fyrir Sassoli AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.