Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 Hveragerði Gróðurhúsið, nýja hótelið og mathöllin í Hveragerði, er sannarlega orðið nýtt kennileiti bæjarins þar sem glerskáli á suðurenda hússins lýsir upp umhverfið. Árni Sæberg Ríkið er umsvifamik- ill eigandi fyrirtækja sem mörg eru stór á ís- lenskan mælikvarða, umsvifamikil og í beinni eða óbeinni samkeppni við einkaaðila. Fjár- mála- og efnahagsráðu- neytið gaf nýlega út ársskýrslu ríkis- fyrirtækja 2020. Skýrslan hefur af ein- hverjum ástæðum ekki vakið mikla athygli enda landsmenn uppteknir við önnur verkefni á nýju ári. Vegna þessa „áhugaleysis“ er hættan sú að rekstur ríkisfyrirtækjanna fái ekki það aðhald almennings og fjölmiðla sem er nauðsynlegt. Og það skiptir máli. Gríðarlegir fjármunir eru bundnir í fyrirtækjum og sjóðum rík- isins og starfsemi þeirra hefur áhrif á líf okkar allra með einum eða öðrum hætti. Mörg fyrirtækjanna veita þjónustu sem við komumst ekki af án en önnur valda skaða með samkeppn- isrekstri þar sem einstaklingar og fyrirtæki þeirra standa höllum fæti. Skýrslan er ágætlega greinargóð. Íslenska ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í 42 fyrirtækjum, félögum og sjóðum sem mörg eiga dótturfélög eða verulegan hlut í öðrum fyrir- tækjum. Þá á ríkið beint minnihluta í nokkrum félögum, en skýrslan nær ekki yfir starfsemi þeirra. Utan við þetta allt stendur Seðlabankinn. 866 milljarða eigið fé Ágætt samheiti er notað í árs- skýrslunni um félög og fyrirtæki sem eru í eigu ríkisins óháð rekstrarformi; ríkisfélög. Um er að ræða hlutafélög, opinber hlutafélög, einkahlutafélög, stofnanir og sjóði. Ríkisfélögin eru margbreytileg. Tíu sinna eignaumsýslu og jafnmörg eru í fjár- málastarfsemi, allt frá bönkum til trygginga. Fimm eru skilgreind sem innviðafyrirtæki (þar á meðal Ríkis- útvarpið, sem vekur sérstaka athygli þess sem hér skrifar). Þrjú eru orkufyrirtæki og þar er Landsvirkjun langstærst og mikil- vægast. Tíu eru þjónustufyrirtæki af ólíkum toga, þar á meðal áfengisverslun, póstdreifing og happdrætti. Fjögur fyrirtæki eru í flokknum annað. Eigið fé ríkisfélaganna í lok árs 2020 nam alls 866 milljörðum króna og heildareignir voru bókfærðar á 4.891 milljarð. Fjöldi stöðugilda í öll- um félögunum var 5.208. Á mælikvarða eigna er Lands- bankinn stærsta ríkisfélagið (með nær 32% heildareigna) en fjölmenn- asti vinnustaðurinn er Isavia með lið- lega eitt þúsund starfsmenn. Um 53% af eigin fé ríkisfélaganna eru bundin í fjármálafyrirtækjum eða 457 millj- arðar króna miðað við lok árs 2020. Vert að hafa í huga að á síðasta ári seldi ríkissjóður 35% hlut í Íslands- banka fyrir liðlega 55 milljarða og eru hluthafar um eða yfir 24 þúsund tals- ins. Verðmæti orkufyrirtækjanna er einnig gríðarlegt en eigið fé þeirra er um 340 milljarðar króna en þar er Landsvirkjun langstærst. Eigið fé fyrirtækisins í lok árs 2020 var bók- fært á 284 milljarða króna. Ekki mikil arðsemi Heildartekjur ríkisfélaganna námu 261 milljarði króna 2020 og lækkuðu um 34 milljarða frá fyrra ári. Heims- faraldur Covid-19 hjó illa í tekjur Isavia og hafði einnig neikvæð áhrif á bankana. Hins vegar jukust tekjur ÁTVR töluvert á milli ára. Í heild skiluðu ríkisfélögin 27,5 milljörðum króna í hagnað, nær 35 milljörðum minna en 2019. Þar vó þyngst 13 milljarða taprekstur Isavia sem má rekja til Covid-19. Einnig minnkaði hagnaður bankanna veru- lega. Þrátt fyrir verri afkomu stóðu bankarnir undir stærstum hluta hagnaðar ríkisfélaganna eða nær 26 milljörðum. Ekki er hægt að gleðjast yfir mik- illi arðsemi eigin fjár sem var aðeins 3,2% að meðaltali sem er samkvæmt ársskýrslunni sögulegt lágmark þeg- ar litið er til síðustu fimm ára. Aðeins tvö ríkisfélög greiddu ríkinu arð. Landsvirkjun greiddi 10 milljarða og ÁTVR einn milljarð. (Þess ber að geta að Seðlabankinn beindi því til fjármálafyrirtækja að greiða ekki út arð á árinu 2020). Hins vegar fjár- festu ríkisfélögin fyrir nær 34 millj- arða árið 2020. Til hvers? Ég geri mér grein fyrir því að skoðanir eru skiptar um eignarhald ríkisins á einstökum fyrirtækjum og félögum. Því miður forðast margir að svara einfaldri spurningu: Til hvers er ríkið að reka og eiga ríkisfyrirtæki og -félög? En jafnvel þótt skotist sé undan því að svara einfaldri spurningu má það ekki koma í veg fyrir að hagsmuna al- mennings sé gætt og með því tryggt eins og kostur er að farið sé vel með þá fjármuni sem bundnir eru í ríkis- félögum. Aðhaldið er oft lítið, áhugi almennings og fjölmiðla takmarkaður og raunar er yfirsýnin yfir eign- arhluti ríkisins, ekki aðeins í ríkis- félögum heldur einnig að því er varð- ar fasteignir og jarðir, þokukennd. Raunvirði eigna er í mörgum til- fellum óljóst og þótt gerðar séu arð- semiskröfur til margra ríkisfyrir- tækja er engu líkara en að arðsemi annarra eigna sé aukaatriði sem eng- inn velti fyrir sér. Það er ekki síst af þessum ástæðum sem ég hef ítrekað lagt til að allar eignir ríkisins séu kortlagðar og metnar. Kortlagning eigna er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að taka ákvörðun um hvort skynsamlegt sé að umbreyta ein- hverjum eignum ríkisins í samfélags- lega innviði, t.d. á sviði samgangna og til að lækka skuldir ríkisins. Eitt stærsta verkefni í fjármálum ríkisins er að stöðva skuldasöfnun í kjölfar heimsfaraldursins. Ljóst er að öflugur viðsnúningur efnahagslífsins á liðnu ári, samhliða sölu á 35% hlut í Íslandsbanka, verður til þess að skuldastaða ríkissjóðs er betri en ótt- ast var. Skuldir verða um 200 millj- örðum lægri í lok þessa árs en reiknað var með í fjármálaáætlun eða um 34% af vergri landsframleiðslu í stað 42%. Það er ábyrgðarhluti að huga ekki að frekari sölu eigna, sem engin ástæða er til að ríkið bindi mikla fjármuni í, til að lækka skuldir og auka svigrúm til uppbyggingar arðbærra innviða. Forsendur eignarhalds breytast Það er rétt sem bent er á í árs- skýrslunni að upphaflegar forsendur eignarhalds ríkisins á einstökum fé- lögum geta breyst með tímanum eða verða hreinlega úreltar. Því er eðli- legt „að endurmeta kosti þess að starfsemi sé komið fyrir í félagi sem er að öllu leyti eða að meiri hluta í eigu ríkisins og að slíkt endurmat sé gert á hlutlægan hátt“. Tækniþróun, breyttar neysluvenjur eða breytt samkeppnisumhverfi krefjast reglu- legs endurmats á eignarhaldi. Fram- farir, öflugri fjármálamarkaður með þátttöku almennings í atvinnulífinu og betri menntun leiða til þess að ýmis starfsemi á vegum ríkisins verð- ur betur komin í höndum ein- staklinga. Raunar hefur ríkið í gegn- um áratugina sem betur fer látið af margvíslegri atvinnustarfsemi, s.s. skipaútgerð, sementsverksmiðju, síldarbræðslu og bókaútgáfu. Mikið væri gaman að fá að lifa þann tíma þegar þess verður getið í árs- skýrslu ríkisfélaga að engin fyrirtæki eða félög í eigu ríkisins stundi sam- keppnisrekstur við einkaaðila. Með því yrði ríkisreksturinn markvissari, nýting sameiginlegra fjármuna betri, atvinnulífið heilbrigðara og tækifærin fjölbreyttari. Eftir Óla Björn Kárason » Því miður forðast margir að svara einfaldri spurningu: Til hvers er ríkið að reka og eiga ríkis- fyrirtæki og -félög? Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mikið væri gaman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.